— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 8/12/04
Síminn og SMÁÍS

Nú er vor ritara nóg boðið.

Eins og flestir vita þá verður enska boltanum sjónvarpað á sérstakri rás í vetur þar sem einungis áskrifendur hjá adsl tengingu Símans geta notið þess að horfa á boltann. Nú eru víst hundruðir einstaklinga að hætta hjá OgVodafone til þess að gerast áskrifendur hjá Simanum í þeim eina tilgangi til þess að sjá sitt lið í ensku deildinni. Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega alveg fáránlegt að samkeppnisyfirvöld ( eða hvað sem þau heita núna ) leyfa svona lagað og einnig það að fólk sættir sig við svona misrétti.

Þegar sumir heyrðu af þessu hugsuðu nokkrir eflaust með sér að fyrst þeir gætu ekki fengið að horfa á boltann, en vildu ekki skipta um nettengingu, að kaupa sér gervihnattadisk með hundruðum stöðva innanborðs t.d. Sky Sports 1,2 og 3 sem sýna alla ensku deildarleikina og meira en það... en strax og fólkið er búið að kaupa sína diska og búið að setja þá upp þá verður það furðu lostið er það nær ekki einni einustu stöð nema Sky News. Kemst fólkið að því að SMÁÍS ( Samtaka myndrétthafa á Íslandi ) sé búið að láta Sky liðið hætta að senda til Íslands nema Sky News.

Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt frá upphafi til enda. Fannst vor ritara alveg nóg komið er hann heyrði af svívirðulegu samsæri Símamanna... og síðan kemur SMÁÍS og fer alveg með það.

Finnst vor ritara að Íslendingar ættu að rísa upp gegn þessari kúgun og hefja uppreisn.

   (6 af 19)  
8/12/04 11:01

Krókur

Getur þá enginn á Íslandi horft á krikket út af einhverjum úrkynjuðum boltaleik fyrir heimskingja?

8/12/04 11:01

Hakuchi

Þetta er hneyksli!

Eina lausnin á þessu öllu saman er að banna fótbolta og útsendingar frá honum undir eins og setja fótboltaáhugamenn rakleiðis í endurhæfingarbúðir við Apavatn.

8/12/04 11:01

albin

Já eða Í Apavatni.

8/12/04 11:02

feministi

Þú getur haldið áfram að kaupa nettenginu hvar sem þú villt, en ADSL-línuna verður þú (eftir því sem ég best veit) að kaupa hjá Símanum. Þó ég hafi ekki áhuga á fótbolta hef ég vissa samúð með fótboltaáhugamönnum sem munu stappa og froðufella þegar draslið frýs einmitt á versta tíma.

8/12/04 11:02

B. Ewing

Ég vil fá SKY aftur. Allann pakkann og ekkert múður. Sé þetta virkilega rétt þá má sprengja SMÁÍS til heljar og neðar ásamt öllum þessum faríseum og skattheimtumönnum sem vaða hér upp haldandi það að við munum beygja okkur fyrir þessarri kúgun!! Niður með hundingjana (aðra en okkar Hundngja), stjaksetjum þá og kviksetjum þá á eftir!!

8/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Ljótt mál... ég á aldraða frænku sem er fótboltasjúklingur, hún býr í sveit og ætlaði að fá sér gervihnattamóttakara þar sem hún hefur ekki aðgang að ADSL-línu, nú verður hún að missa af fótboltanum greyið... þá er nú stutt í gröfina hjá henni...

8/12/04 12:00

Krókur

Getur amma gamla fengið ADSL þar?

8/12/04 12:01

Hakuchi

Ég sá fasistann frá SMÁÍS í sjónvarpinu í gær. Þetta virðist vera stærra mál en mig grunaði, þeir hafa væntanlega lokað fyrir Sky movies líka.

Þetta hlýtur að varða við einhver lög hér á landi, svona illræmd einokun á ekki að líðast. Ég vona að einhver fari í mál við Smáís og þrjótana sem að baki þessu standa (hið illa fyrirtæki Síminn væntanlega).

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.