— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 6/12/04
Sjáumst með Silvíu Nótt

Þeir sem tengjast þessum þætti að einhverju leyti, ekki lesa... nema kannski Silvía sjálf.

Vor ritari sá endursýndan þátt sem heitir “ Sjáumst með Silvíu Nótt “. Hafði ég heyrt misjafnar skoðanir af þættinum, en flestallar voru þær mjög neikvæðar. Ég ákvað að horfa á þennan þátt í mesta hlutleysi... og niðurstaðan:

Þetta var versti þáttur sem ég hef séð. Ég var í öngum mínum yfir þessu... þessu... þessu kjaftæði sem átti sér stað.
Í fyrsta lagi er þessi Silvía óhæf manneskja til þess að vera með eigin þátt, hvað þá að koma nálægt einhverjum þætti að öllu leyti. Þegar hún tók vitðtöl við þessa aumingja viðmælendur, þá vissi ég ei hvað hún væri að segja, var blanda af mongólsku og angistum í gröðum hesti. Spurningarnar sem hún lagði fyrir viðmælendurna voru fáránlegar sem skildu þá eftir hjálparvana með vandræðalegan svip, þar sem bersýnilega sást að þau vildu að þetta viðtal endaði sem fyrst.
Þessi hegðun sem þessi Silvía sýndi var gjörsamlega fáránleg. Hún er að reyna að vera svöl og einhver þvílík skvísa, sem að því miður gengur ekki sem skyldi.

Ég skil ekkert í Skjá eitt mönnum að punga út peningum svo að þessi stelpa geti gert hvern skandalinn á eftir öðrum. Það sést að íslenskir þættir nú til dags verða verri og verri með hverju árinu, ef ekki hverjum mánuði.
Frekar vil ég sjá nýja syrpu af Atvinnumanninum með honum Þorsteini kallinum. Hann var allavega mun skárri og fyndnari en þessi sori sem er sýndur.

Þættir geta hreinlega ekki verið verri en þessi. Þessi þættur slær meira að segja út kvikmyndina “ Opinberun Hannesar “ og þá hélt ég að við höfðum náð botninum, en viti menn... aldrei segja aldrei.

   (8 af 19)  
6/12/04 07:00

Tinni

Já, einmitt! Þeir sem halda að dónaskapur sé fyndið sjónvarpsefni ættu einfaldlega ekki að láta sjá sig í dagsbirtu. Hugmyndin að þáttagerðinni er ekki ósvipuð og hjá Johnny National, nema hvað að hjá honum vorkenndi maður viðmælendunum. Í þætti Silvíu Nóttar vorkennir maður hinsvegar stjórnandanum.

6/12/04 07:00

feministi

Þetta ku vera að erlendri fyrirmynd eins og fleira framsækið sjónvarpsefni. Mér þótti þetta takast einstaklega illa og var, rétt eins og Börkur, í öngum mínum eftir að hafa horft á nokkur brot úr þættinum.

6/12/04 07:00

B. Ewing

Hef ekki séð þáttinn en kannast við "Silvíu" úr kjötheimum. Það sem ég veit um þáttin er að þetta er byggt upp á sama hátt og Ali G. Johnny Knoxville og slíkir "viðtals- og skemmtiþættir". Allt snýst um karakterinn (þ.e. umsjónarmannsins/konunnar) en ekki um einhver málefni, skilaboð eða koma einhverju á framfæri, öðru en þeim viðbrögðum sem sóst er eftir hverju sinni.

Stundum vinalegu/vandræðalegu brosi um [hún er nú meiri kjáninn] eða [ætlar hún að hætta að tala um sjálfa sig?], stundum reiði eða að fólk segi hingað og ekki lengra.
o.s.frv.

6/12/04 07:00

Galdrameistarinn

Hver sem kallar þennan ófögnuð húmor ætti að fara til geðlæknis með það sama. Það segir sig sjálft að það er ekkert fyndið við svona hegðun, framkomu eða neitt af því sem kom fram í þessum þætti.
Ali G. var þó fyndinn á köflum.
Einhverjir sögðu að þessi hegðun Silvíu ætti að sýna að hluta hvernig sumar unglingsstúlkur væru í raun í dag, en ef svo er, þá þurfa þær stúlkur verulega á hjálp sálfræðinga og uppeldisfræðinga að halda.

6/12/04 07:00

Kókoshneta

Ef þetta verður manneskja sem ungar íslenskar stúlkur eiga eftir að líta upp til, þá ættum við að sökkva Íslandi sem fyrst.

6/12/04 07:00

Hildisþorsti

Jón alþjóðlegi var á undan að herma eftir Ali G.
Ég sá hluta úr þættinum hjá þessari stúlku og varð sjálfur feiminn, svona svipað og þegar Auddi sér um „stjórnun á fólki“ í þættinum Strárkarnir á Stöð tvö.
Ég hef ekki gaman af því þegar fólk opinberar (óvart) vanmátt sinn fyrir framan alþjóð.

6/12/04 07:01

Enter

Hvaða bull er þetta í ykkur? Hún Silvía var ekkert annað en æðisleg. Þið kunnið bara ekki gott að meta. Bravó fyrir henni.

6/12/04 07:01

RokkMús

Ég las að það væri einhver leikona og söngkona að leika hana Silvíu?

6/12/04 07:01

Lómagnúpur

Ég man ekki eftir að Magnús hafi minnst á þennan þátt í "sjónvarp næstu viku."

6/12/04 07:01

Furðuvera

Þetta er leikið, ég get ekki trúað öðru... spurningin er hvort þessi þáttur sé einhverskonar tilraun, eða bara til að pirra fólk.

6/12/04 07:01

Magnús

Lómagnúpur, ertu að tala um mig? Annars skil ég ekki alveg þetta hatur ykkar á þessum þætti; þetta er svona semí-fínn vandræðalegheitþáttur í anda Hins þjóðlega. Verst er að persónan sem þarna stjórnar þættinum er of pirrandi til að halda út í heila þáttaröð. En hún á sína spretti.

6/12/04 07:01

Hakuchi

Verð að sjá þátt. Missi alltaf af þessu.

6/12/04 07:01

Isak Dinesen

Ég er bara gáttaður á því hvað þið látið þetta pirra ykkur mikið! Verra sjónvarpsefni hefur svo sannarlega sést.

Mér þótti ágæt spurningin "Er þetta allt stolið?", en sérstaklega svarið "Hvað kemur þér það við?" (skrifað eftir minni).

6/12/04 07:01

Magnús

Nákvæmlega, Isak. Hakucki, þú getur horft á þetta á s1.is...

6/12/04 07:01

Sauða-Mangi

Nóttin er flott!

6/12/04 07:01

Ísdrottningin

Bleh

6/12/04 07:01

hundinginn

Je sa egi þattinsko. en jenna, þividið, hú-e voa sæd sko...

6/12/04 07:01

Steinríkur

hættissu væli addna- þjáumst me' sillvíu er ógisla kúl...

6/12/04 07:02

Grýta

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta yfir þessum þætti ég var svo agndofa.
Átti þessi grunnhyggni að vera fyndin?
Mér fannst Silvía Nótt sjúklega sorgleg.

6/12/04 07:02

Barbie

Þetta er e-r leikkona, það veit ég. Og hver hlær ekki að góðu rími? Þetta er Sylvía Nótt, sofðu rótt. Helst hafði ég gaman að þrítekningu þessa brandara.

6/12/04 07:02

B. Ewing

Barbie, ertu þá ekki örugglega að meina þrítekningu sem væri einhvernvegin svona. Þetta er Sylvía Nótt, sofðu rótt, með sárasótt

Furðuvera og barbie, já þetta er leikkona og söngkona [Finnst Ágústa/Sylvía sæt, roðnar óstjórnlega og borar með annarri stórutánni í gólfið]

6/12/04 07:02

Lómagnúpur

Ég átti nú við Magnús Bjarnfreðsson.

6/12/04 07:02

B. Ewing

Hét þátturinn þá ekki Á döfinni eða kom sá þáttur löngu seinna. Ég er ekki nógu gamall til að hafa vit á þessum fræðum.

6/12/04 08:01

hlewagastiR

Þátturinn er FRÁBÆR. Þið væluskjóðurnar ekki. (Hef reyndar ekki séð þáttinn en er staðfastlega þessarar skoðunar eigi að síður.)

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.