— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 5/12/04
Réttur er settur

RÚV hefur ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna Réttur er settur, sem var unnin af laganemum í Háskóla Íslands, því að leikarar sem geta ekki fundið sér vinnu, eru brjálaðir.

Þetta er helmegins steypa. Hví er verið að hætta við þessa þætti. Ég sá þennan eina þátt sem var sýndur kvöld eitt á RÚV og hafði ég mjög gaman af. Hann var fyndinn og lét fólk sem var að horfa á, ræðast um hvort sakborningur væri sekur eður ei. Þessi þáttur var allt annað en vor ritari hafði séð áður í imbanum. Loksins kom íslenskur þáttur á RÚV sem var einhver vari í, og það á að setja hann út í kuldann... óskiljanlegt.

Ástæðan fyrir að þessir þættir eru að hætta eru út af Leikskáldafélag Íslands og Félag íslenskra leikara fordæmdu þessa þætti eins og þeir væru hryðjuverk gegn mannkyninu. Af hveru finnst þeim þessir þættir svona óhemju ógnvekjandi... veit ekki. Þarf að spyrja atvinnulausan leikara á örorkubótum til að leita lausna.

Síðustu misseri hafa einungis verið að líkindum leiðinlegir íslenskir þættir. Þættir eins og Spaugstofan. Hví er verið að leyfa þessum jálkum að halda áfram að gera þessa þætti þegar þeir hættu að vera skoplegir fyrir um áratug síðan. Þeir eru orðnir þreyttari en fiskar á túr. Skil ekki upp né niður.

Það er synd og skömm að íslenskir leikarar séu orðnir svona örvæntingarfullir þegar einhverjir laganemar koma með þátt sem er loksins eitthvað nýtt og skemmtilegt, að mótmæla þeim og neyða dagskrárstjóra RÚV til að hætta við þættina. Óskiljanlegt.

   (16 af 19)  
5/12/04 11:01

Texi Everto

Þetta er bara nýjasta æðið "Kúgum útvarpsstjórann því hann má ekki við neikvæðri athygli"

5/12/04 11:01

Hakuchi

Bíddu hægur! Er hætt að sýna þessa þætti út af væli leikaraaumingja?

Ég kíkti á þennan þátt í síðustu viku og hann kom mér skemmtilega á óvart, það var viss léttur andi yfir þessu og leikendur voru ekki að taka þetta of alvarlega.

Ég skil reyndar mjög vel af hverju leikarar stöðva þennan þátt. Þarna sást að jafnvel óreyndustu lögfræðinemar geta slegið íslenskum leikurum út í gæðum leiks. Þetta var mun betur leikið en ég hef séð íslenska leikara gera. Sem segir reyndar ekki mikið.

5/12/04 11:01

voff

Strangt til tekið eiga leikarar að flytja allt talað orð í útvarpi og sjónvarpi því það er verið að taka af þeim lifibrauðið me því að láta þulur flytja dagskrártilkynningar, fréttamenn flytja fréttir og þáttarstjórnendur stjórna þáttum. Leikarar geta leikið allar þessar stéttir og meira til, þeir eiga rétt á að sitja í Hæstarétti því þeir geta leikið dómara, þeir eiga rétt á að sitja á Alþingi því þeir geta leikið þingmenn og þeir eiga að sitja í ráðherraembætti því þeir geta leikið ráðherra. Já strangt tiltekið geta leikarar unnið öll störf þjóðfélagsins, því þeir geta leikið viðkomandi starfsstétt. Og þegar frammistaða Guðrúnar konu illuga Jökulssonar sem Andskotans í Gullna hliðinu er skoðuð þá kemur í ljós að leikarar eiga líka rétt á að stjórna bæði Himnaríki og Helvíti.

5/12/04 11:01

Hakuchi

Leikarar hafa rétt á að þjóna til borðs. Ekki mikið umfram það.

5/12/04 11:01

Tigra

Setjum Ladda á þing.. hann getur gegnt öllum embættum þar og verið strumparnir í leið! [Ljómar upp]
Þá yrði í fyrsta skipti gaman að horfa á Alþingi.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.