— GESTAPÓ —
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/11/05
Bandarískir Bjánar

Allveg er það með ólíkindum hve forgangsröðunin hérna í landi hinna frjálsu er kolrugluð, hér fer jeg á laugardagskveldi inn í sjö-ellefu búð og kaupi mér eina hvítvínsflösku og til þess að það myndi ganga allt smurðulaust fyrir sig þá þóttist jeg ekki kunna enskuna vel og babblaði einhverja þvælu en þó nógu mikla ensku að aumingja mexíkanin skildi hver áætlunin mín væri. Sunnudagsmorgunn og kærastan hringir, hún vill endilega fara í bíó á þá mjög svo góðu mynd Borat, vandamálið var að karlræfillinn sem stendur við dyrnar að bíósalnum vildi ógmögulega hleypa mér inn því jeg var ekki með skilríki, kom þetta mér á óvart þar sem jeg klárlega lít út fyrir að vera eldri en 18 ára og er það engin lygi heldur. Fáráðleikurinn í þessari grein minni er sá að auðveldara er að kaupa sér vínanda í flösku heldur en að komast inn á bannað mynd í bíó, þessir Bandarísku Bjánar.

   (1 af 1)  
2/11/05 08:02

Hakuchi

Það var leitt að þú skulir ekki hafa getað séð hina stórkostlegu mynd Bórat, þá frábæru ádeilu og gagnrýni á ótrúlega heimskulega fordóma almennings.

Myndin Bórat staðfesti fullkomlega þá fyrirfram gefnu skoðun mína að allir Bandaríkjamenn séu nautheimskir fávitar.

2/11/05 08:02

Upprifinn

Dittó Hakuci, dittó.

2/11/05 09:00

Kondensatorinn

Nú ég hélt að Borat væri svona eins og íslensk fyndni eða þættirnir Strákarnir eða eitthvað þaðan af verri lágkúra.
Ætla samt að eyða aurunum í eitthvað annað.

2/11/05 10:01

Barnið

Borat er snilld, en þetta félagsrit er rass.

2/11/05 11:00

Það er einhver skítafíla af barninu,

BÓ:
  • Fæðing hér: 25/4/05 08:29
  • Síðast á ferli: 5/2/07 21:42
  • Innlegg: 0