— GESTAPÓ —
Gunnar H. Mundason
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 6/12/04
Heimurinn eins og ég sé hann

Eitt af því sem ég hef tekið eftir í daglegum samskiptum mínum við ungt fólk á borð við mig og nánast alls staðar annars staðar frá, er sú tilhneiging að segja „eldri tónlist“ , frá því um 1960 - 1980 vera langt umfram betri en sú tónlist sem verið er að gefa út þessa dagana. (Tek ég fram að þetta er að sjálfsögðu ekki undantekningalaust, en er heimurinn eins og ég sé hann.) Sem dæmi um þetta má nefna að ég heyrði í einum dómi um plötu sem kom út í fyrra að hún væri ein besta plata til að hafa komið út í ein tuttugu og fimm ár. Fróðlegt væri að sjá hvort einhver viti um hvaða plötu ég er að tala, en ég veit ekki til þess að margir sem ég þekki hafi hrifist af henni eða jafnvel heyrt um hana. Auðvitað eru svona dómar smekkbundnir, og hefur kannski heyrst áður, en samt sem áður.
Sjálfur tel enga plötu vera betri en tímamóta meistarverkið Sgt. Peppers Lonley Hearts Club Band, enda einlægur Bítlaaðdáandi, og finnst ekkert geta toppað þá, hvorki fyrr né síðar. Ég hlusta hins vegar auðvitað á margar aðrar hljómsveitir og held t.d. mikið upp á Rammstein og Foo Fighters. Einnig hlusta margir sem ég þekki á ýmsar sveitir sem „vinsælar“ eru í dag, en í langflestum tilfellum myndi enginn þeirra samþykkja að þær væru betri en hljómsveitir á borð við Led Zeppelin eða Bítlarnir. Svo af hverju er það svo óhugsanlegt í hugum margra að verið sé að búa til tímalaus tónlistarmeistarverk í dag? (Ég vil aftur taka fram að þetta er auðvitað smekkbundið, en þetta virðist vera viðhorfið hjá flestum sem ég þekki.) Hvernig mun sagan endurspegla þetta tónlistarskeið eftir tuttugu eða þrjátíu ár? Á einhver „slagari“ með tónlistarmönnum á borð við 50 cent eftir að vera raulaður eins og Hey Jude er raulað af föður mínum öðru hvoru? Af einhverjum ástæðum tel ég það hæpið, en hvað veit maður?

   (3 af 6)  
6/12/04 08:02

Furðuvera

50 Cent verður ekki raulaður í framtíðinni einfaldlega vegna þess að maðurinn er melluóður fáviti.
Góð pæling.

6/12/04 08:02

Gunnar H. Mundason

Ég vona innilega að það sé rétt hjá þér. En reynið endilega að giska hver umrædd plata er.

6/12/04 08:02

Furðuvera

Ég giska á American Idiot. Meistaraverk!

6/12/04 08:02

Ívar Sívertsen

Ég hef í seinni tíð haldið mig við þá skoðun að besta plata, besta tónlist, besta hljómsveit er hreinlega ekki til. Mér finnst margar plötur skemmtilegar sem öðrum finnst leiðinlegar. Dæmi um það eru plötur David Sylvian sem margir gera sér far um að þola ekki. Ég held hins vegar mikið upp á téðan Sylvian þó að hann verði seint settur á stall með Bítlunum, Stones eða Duran Duran, það var nefnilega ekki nægileg múgæsing í kringum hann. Einnig vil ég nefna Jazzpíanistann Hiromi Uehara sem reyndar er ekki nema rétt rúmlega tvítug stelpa. Hún er fantagóð og klár. En ég tel ólíklegt að hún verði talin með meisturunum þar sem tónlist hennar er of þungmelt. Sem sagt, þetta er allt saman smekksatriði og þessi deila verður aldrei til lykta leidd.

6/12/04 08:02

Gunnar H. Mundason

Þetta er að sjálfsögðu smekksatriði en ég vildi bara benda á þessa þróun. En eins og þú segir, þessi deila verður aldrei til lykta leidd,

6/12/04 08:02

Lómagnúpur

Það er asnaleg deila sem er ekki hægt að vinna. Má ekki gefa aftur?

6/12/04 08:02

Gunnar H. Mundason

Ætlar enginn annar að giska?

6/12/04 09:00

Börkur Skemilsson

Ég giska á X&Y með Coldplay Gunnar minn. Frábær plata, en ekki sú besta síðastliðin 25 ár. Það get ég sagt fullviss. Þeir skáka mönnum ekki eins og Led Zeppelin, Radiohead, Oasis, Pink Floyd o.fl., en góð er hún samt.

6/12/04 09:00

Börkur Skemilsson

Kannski ekki Oasis. Var bráðlátur þar á ferð. Samt góð platan þeirra sem innihélt Wonderwall slagarann.

6/12/04 09:00

Von Strandir

Var þetta ekki bara "Smile" með Brian Wilson?

6/12/04 09:01

Limbri

Eyðileggjum allar plötur nema nýjustu plötu Skítamórals, þarmeð verður það besta plata í heiminum og veröldin ferst.

-

6/12/04 09:01

Von Strandir

Eyðileggjum frekar bara nýjustu plötu Skítamórals og allir verða voða happy

6/12/04 09:01

Gunnar H. Mundason

Það var Furðuvera sem hafði rétt fyrir sér. American Idiot með Green Day er platan.

6/12/04 09:01

Berserkur

Iss piss. Þið sannfærið mig aldrei um annað en að The Joshua Tree sé besta plata allra tíma.

6/12/04 09:01

Puppilein

Karíus og Baktus er án efa áhrifamesta plata lífs míns..

6/12/04 09:01

Krókur

Heyrðu Gunni! Mér datt í hug að Meistari Miles Davis hafði risið upp frá dauðum og gefið út plötu. Það kom mér því á óvart að þetta skyldi vera svarið.

6/12/04 09:01

Gunnar H. Mundason

Já, svona er heimurinn.

6/12/04 09:01

Hakuchi

Ég er sammála skoðunum þeim sem koma fram í þessum pistli.

Ég held að fáir geti neitað því að gróskan í rokki/poppi var einna mest á 7. og 8. áratugnum. Þá var þetta allt saman nýtt og skemmtilegt. Síðan höfum við búið við minnkandi ánægjugildi, þó vissulega sé talsvert um góða tónlist nú á dögum.

Einhvern veginn hefur maður tilfinningu fyrir því þegar eitthvað verður tímalaus klassík sem kemst í alþýðuvitundina. Það hefur t.d. alltaf verið ljóst að Nirvana mun skipa stóran sess í nostalgíu framtíðarinnar og verður hún jafnvel á stalli með risum 7. og 8. áratugarins. Sjálfur er ég ekki einhver súperaðdáandi grúppunnar (hún er fín svosum) en það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að sú tónlist mun lifa. Sama má segja um t.d. U2.

Drasl hvunndagsins eins og Britney og 99% allra hipphoppmelludólgsrappara mun hins vegar steingleymast eftir nokkur ár, rétt eins og það var fullt af óáhlustanlegu rusli á 7. og 8. áratugnum. Samt grunar mig sterklega að það sé mun meira drasl í gangi nú á dögum (reyndar frá 1980-200-).

6/12/04 09:01

Júlía

Ég raula oft 'I smoke the good shit, I'm high all the time' með 50 Cent. Voða er vinsælt að níða þann ágæta mann.

6/12/04 09:02

Börkur Skemilsson

Hljómsveitir sem mörkuðu tímamót eins og Led Zeppelin, Pink Floyd, The Beatles og Beach Boys munu ei gleymast í tónlistinni. Einnig munu menn eins og Miles Davis, Luis Amstrong, Eric Clapton, Jimi Hendrix o.fl. ávallt vera í minnum hafðir.

6/12/04 10:00

Rasspabbi

50 Cent... piff... hvaða aflóga vesalingar hlusta á þann ræfil.

Við viljum bara Nelly og Usher.

[Treður disk með Usher í spilarann og blaztar græjurnar ógurlega] Dudu du du.. yeah! Dudu du du.. yeah! dudu du du..yeah! dudu du du o.s.frv...

Þvílík og önnur ein endemis froða!

Tek undir það með honum dreng að lag á borð við Hey Jude mun enn spilað og sungið af fólki næstu áratugi.
Hvað þessa nýmóðins ræsisslettur varðar að þá lifir svona hávaðamengun vart af eitt ár.

Mikið ofboðslega sem það er auðvelt að vera tónlistarmaður í dag. Maður vefur bara nóg af gullhúðuðum skipakeðjum um hálsinn á sér, fær Frutiloops forritið gamla hjá frænda sínum sem ætlaði að meika það í tónlist en gerði það aldrei af því að... jæja kominn út fyrir efnið.

Tónlist í dag er að stórum hluta til froða og innihaldslaust gaul og kattarbreim.

Sjálfur hef ég ansi víðtækan tónlistarsmekk en þó eru gömlu skarfarnir alltaf efstir á blaði, Clapton, Hendrix... já bara listinn hans Barkar sem dæmi.

Kannski er þetta engin nýlunda að þorri tónlistar á markaðnum sé bara drulla. Innan um allt fratið leynast samt perlur úr öllum áttum.

Svo... það sem ég vil segja er...

SKÁL!

6/12/04 10:00

Furðuvera

Hjartanlega sammála þessu fyrir ofan.

Gunnar H. Mundason:
  • Fæðing hér: 19/4/05 08:38
  • Síðast á ferli: 4/9/13 03:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Hann er mikill maður að vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann heggur báðum höndum og skýtur ef hann vill og hann vegur svo skjótt með sverði að þrjú þykja á lofti sjá. Hann skýtur manna best af boga og hæfir allt það er hann skýtur til. Hann hleypur meira en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann er syndur sem selur. Og eigi er sá leikur að nokkur þarf við hann að keppa og hefur svo verið sagt að engi er hans jafningi. Hann er vænn að yfirliti og ljóslitaður, rétt nefið og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fer vel. Mann er hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Hann er vel auðigur að fé.
Fræðasvið:
Að vega menn með atgeirnum góða.
Æviágrip:
Fæddur fyrir einhverju. Býr að Hlíðarenda. Á tvo sonu, þá Högna og Grana, með mestu tík Íslandssögunnar, Hallgerði langbrók Höskuldsdóttur.