— GESTAPÓ —
Berserkur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 5/12/04
Stóri sandkassinn

Hví?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem á leið hjá Háskóla Íslands, Landsspítalanum og því öllu, að það er verið að moka. Sjálfsagt er verið að vinna að mikilvægum samgöngubótum sem einhverjir hafa barist fyrir í mörg ár. Gott og blessað. Þessi nýju mannvirki munu vafalaust leysa allan okkar vanda í nútíð og framtíð, sem eigum leið eftir Hringbrautinni dagsdaglega.
En ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma orðum að þessu nöldri. Venjulega er ég mjög hrifinn af framkvæmdum, gröfur og kranar og trukkar og það allt. En í þetta skipti er ég hreinlega pirraður. Þetta er allt of stórt, tekur of langan tíma, veldur moldfoki og leiðindum og einni allra leiðinlegustu umferðarteppu sem ég hef tekið þátt í í langann tíma. Þessi þrengsli milli háskólans og Umferðarmiðstöðvarinnar valda teppu sem nær allt að JL húsinu (sem má brenna í neðra fyrir mér) og það tók mig eitt skipti tuttugu mínótur að komast milli hringtorganna, frá JL til Þjóðminjasafnsins. Og ég ætla nú ekki að fara að lýsa áliti mínu á hringtorgum hér...
Og göngubrýrnar... Já það er nú aldeilis gott að hafa nóg af þeim, blessuðum. En hvað er málið (svo ég grípi til þess óþolandi orðalags) með þessar nýju göngubrýr? Hvar eru þær? Hversu oft eigið þið, Gestapóar góðir, leið frá Umferðarmiðstöðinni aftanverðri, að enda flugbrautarinnar? Eða frá umferðareyjunni þarna við ljósin hjá Háskólanum út í mýrina? Væri ekki nær að gera bara göngubrú til Vestmannaeyja? Og lögunin á þessari blessuðu brú... það mætti halda að teiknarinn hafi verið að leika sér með skrautskriftarpenna... Þessi framkvæmd minnir mig meir og meir á hugmynd frægs og virts japansks verkfræðings um brú milli Síberíu og Alaska.

From nowhere to nowhere.

Og þar sem ég er í vondu skapi, hef ég þetta gagnrýni og gef heila klabbinu 1 stjörnu fyrir að skapa atvinnubótavinnu fyrir vesalings verktakana sem ekki hafa ekki haft neitt að gera upp á síðkastið...

   (4 af 6)  
5/12/04 02:02

Litla Laufblaðið

Allveg sammála

5/12/04 02:02

Nornin

Heyr, heyr... ég þarf einmitt að aka þessa leið daglega og er núna orðin svo pirruð á þessum framkvæmdum að ég sé mig knúna til að fara í pollýönnu leik í hvert sinn sem ég ek framhjá.
Það eina góða við þetta er að sandfjallið sem er þarna við götuna er fallegur, ljós sandur og myndast því hálfgerð eyðimerkurstemming á Hringbrautinni þegar hann fýkur yfir hana. Ég held að ég hafi séð úlfalda um daginn...
[hlær geðveikislega]

5/12/04 02:02

Júlíus prófeti

Þar sem að ég þarf einmitt að fara um þessar slóðir á leið til vinnu minnar er ég hjartanlega sammála ykkur um þetta, og vona að þetta skili okkur a.m.k. betri samgöngum við Akranes, eins og Enter benti réttilega á fyrir nokkru.

5/12/04 03:00

Amma-Kúreki

Akranes ! já feigin yrði ég ef satt reynist
skaginn góðan daginn
Það veitir ekki af hraðbraut fyrir rotturnar úr ( KR)
að flýja sökkvandi skip

5/12/04 03:00

Texi Everto

Já, hver í sauðsvörtu helvíti ætlar að labba slaufuna upp þessa göngubraut, ég geri mér grein fyrir að sumir kunna að hjóla þetta en mér finnst þetta fáránlegt. http://www.rut.rvk.is/upload/images/large/491.jpg

5/12/04 03:01

Berserkur

Athyglisvert að Enter skyldi gera þetta mál að umfjöllunarefni sínu í Lesbók dagsinns.

5/12/04 03:01

Lómagnúpur

Voðalegt tuð er þetta. Á frekar að sleppa því að byggja af því að einhverjum finnst það óþægilegt? Og góði farðu bara fyrr af stað ef þetta tekur langan tíma, nóg er nú annars mulið undir liðið hér í borginni. 20 mínútur? Hlægilegt.

5/12/04 03:01

Enter

Ég gat nú bara ekki orða bundist kæri Berserkur. Þetta brölt virðist hafa farið sömu taugaendana á okkur báðum.

5/12/04 03:02

Berserkur

Lómagnúpur: Og góði farðu bara fyrr af stað ef þetta tekur langan tíma, nóg er nú annars mulið undir liðið hér í borginni. 20 mínútur? Hlægilegt.

Hvað ertu að reyna að segja? Að það sé eðlilegt að bíða 20 min á 200 m. kafla? Eða er þetta samkeppni hver hefur setið í verstu umferðarteppunni. Ég lenti í einni slæmri á Manhattan fyrir 2 árum. Það tók eina 6 klukkutíma.

5/12/04 04:01

Hakuchi

Góður pistill og er ég hjartanlega sammála honum. Það sorglega er að allt þetta umstang virðist ekki þjóna neinum tilgangi.

Moðhausarnir í borgarstjórn fengu stóran tékka frá ríkinu til framkvæmda og það eina sem þeim datt í hug var að færa Hringbrautina, sem er aðgerð sem nákvæmlega enginn hefur beðið um eða séð þörf á. Opinbera afsökunin er að verið sé að rýmka til fyrir Landspítalann en á sínum tíma voru menn innan þeirrar stofnunar ekki einu sinni spenntir fyrir þessu, þó þeir hafi ekki mótmælt harðlega þannig séð.

Það á að reka alla borgarstjórn eins og hún leggur sig fyrir skort á ímyndunarafli.

Svo á að dýfa Degi Eggertssyni upp í tjöru, dreifa fjöðrum á hann og ganga með hann sitjandi á járnbrautarteini út fyrir borgarmörkin, helst til Kópavogs, þar sem öll fífl eiga heima.

5/12/04 04:01

Lómagnúpur

Ég er að segja að svona tuð þjónar engum tilgangi. það er verið að byggja og einhverjar smávægilegar tafir sem verða á ferðalögum flibbabúinna smáborgara í bónuðum bílum eru hlægilegt umhvörtunarefni. Ef ekkert mætti gera sem hreyfði við hraðsmurðu þægindalífi broddborgaranna yrði ekki mikið gert. Sem sagt: Farðu fyrr af stað, hlustaðu á "Árla dags" með Vilhelmi, gefðu séns, brostu, og andaðu gegnum nefið. Sjá, allt verður bjart og gott og bráðum kemur betri tíð með breiða hringbraut og göngubrýr.

5/12/04 04:01

Lómagnúpur

Það er svo aftur annað mál, Hakuchi, hvort hér hafi verið farið í skynsamlega framkvæmd eða haldið rétt á kjuðunum. Vissulega má kvabba yfir því. En þetta eilífa jag í fólki sem finnst eitthvað óþægilegt eða seinlegt má alveg missa sín. Því jafnvel með þessu tímabundna ástandi höfum við það svo margfalt betra hér en leikmenn víða um lönd. Og er þá ekki bara rætt um umferðina. Skammist ykkar.

5/12/04 04:01

Hakuchi

Skammastu þín sjálfur og hættu þessu endalausa tuði yfir tuði annarra. Tuðatuðari.

5/12/04 04:01

Vladimir Fuckov

Vandamálið er bara að forgangsröðunin á þessum framkvæmdum er rugl. Þörfin fyrir mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut/Miklubraut blasir við (og ekki minnkar þörfin með flutningi HR) en vjer erum farnir að óttast að þau komi aldrei.

5/12/04 04:01

Hakuchi

Kórrétt hjá þér Vladimír. Seinagangur og viljaleysi borgarstjórnar og ríkis til að plaffa niður mislægum gatnamótum á hættulegustu gatnamót landsins jaðrar við að vera glæpsamleg vanræksla á almannahagsmunum.

5/12/04 05:01

Lómagnúpur

Nei þú ert tuðatuðatuðari.
Og hana nú!
Er ekki annars komið sumar?

5/12/04 05:01

Hakuchi

Jú. Við skulum hætta að tuða.

Fyrirgefðu mér skapvonskulegt innlegg mitt. Ég hafði nýlokið við innlegg um Dag 'nýjar leiðir' Eggertsson og þegar ég hugsa um Dag þá fer ég sjálfkrafa í afar vont skap. Það bitnaði á þér. Fyrirgefðu.

5/12/04 05:01

Lómagnúpur

Já, ég tuða nú líka oftast í gríni. En er Dagur svo slæmur? Ég hitti hann í bakaríi í Árbænum á dögunum og fannst hann hinn kumpánlegasti.

5/12/04 05:01

Hakuchi

Já. Það er eitthvað við hann sem fer ótrúlega í taugarnar á mér. Hann er alltaf að segja það sama. Talandi um nýjar leiðir, nýja hugsun, að horfa á málin út frá öllum hliðum (eins og engum hafi dottið það í hug). Hann notar þessi orð síendurtekið en stendur sjálfur síðan ekki fyrir neitt nýtt, ferskt eða frumlegt en virðist sjálfur telja sig virkilega vera að boða eitthvað nýtt ferskt og fagmannleg vinnubrögð.

Fyrir vikið hljómar hann eins og innantómur kjaftaskur með messíassarkomplex í öllu sem hann segir. Þegar hann talar um nýjar leiðir, ræða frá öllum sjónarhornum, vinna fagmannlega á hann nefninlega einfaldlega við að aðrir eiga að gera eftir hans skoðunum (sem allir politíkusar vilja náttúrulega). Þessi innantómi spunakjaftavaðall (sem er alltaf eins!) er bara eitthvað ótrúlega pirrandi, hann er að setja sig upp á hærri stall en aðrir með blaðri um nýja sýn og þess háttar en er síðan bara með sama bullið og allir aðrir.

Taktu eftir þessu þegar hann talar næst. Hann mun nefna nýjar hugmyndir, ný vinnubrögð eða fagmannleg, skoða málið frá öllum hliðum...en síðan predika bara sína hlið og segja að hlið andstæðingsins sé ekki nógu rétt hlið.

Berserkur:
  • Fæðing hér: 18/4/05 10:16
  • Síðast á ferli: 7/9/06 17:41
  • Innlegg: 0
Eðli:
Dauður.