— GESTAPÓ —
Berserkur
Nýgræðingur.
Dagbók - 4/12/04
Nú get ég tekið gleði mína aftur!

Húrra Húrra Húrra!

Ég veit ekki hvort ég sé að afhjúpa fáfræði mína opinberlega en nýlega rakst ég á BBC World Service, þegar ég reikaði um á öldum ljósvakans. Man ég þá tíð er fyrrgreinda stöð var að finna á tíðninni 90.9 en varð svo að víkja fyrir Skonrokki. Eða var það Gull 9.09. Frekar Skonrokk. Reyndar varu það blendnar tilfinningar þar eð hvort tveggja (BBC og Skonrokk) er gæða útvarpsefni. Nú er BBC hinns vegar að finna á tíðninni 94.3 og er það nú helsta dægradvöl mín, meðfram Baggalútnum.

Lifi Tjallinn!

   (6 af 6)  
4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Skonrokk, já ég man eftir því... var það ekki á dagskrá í Ríkissjónvarpinu... Þorgeir Ástvaldsson, ofursvalur töffari...

4/12/04 19:01

Hakuchi

Er BBC snúið aftur! Stórkostlegt! Hafðu þökk fyrir þessar upplýsingar.

4/12/04 19:01

Berserkur

Það var hjartanlega ekkert.

4/12/04 19:01

hlewagastiR

Heitir kærastan þín Gleði?

4/12/04 19:02

Berserkur

Ég get vel orðið afar neikvæður og af því er dregin orðmyndin ,,ganga berserksgang'' en meðan því fæst afstýrt er gleðin við völd.

4/12/04 19:02

Ísdrottningin

ps. Það vantar y í skyldleikann í Æviágripinu þínu, ennfremur; Afi sjálfs síns og sjálfan sig.

Einn af stafsetningarvillubönum Baggalútíu.
Ísdrottningin.

Berserkur:
  • Fæðing hér: 18/4/05 10:16
  • Síðast á ferli: 7/9/06 17:41
  • Innlegg: 0
Eðli:
Dauður.