— GESTAPÓ —
Berserkur
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/05
Alvöru sjónvarpsefni

Loksinns...

Nú get ég ekki lengur á mér setið. Skjár 1 hefur í kvöld (Sunnudagskvöld kl. 7) sýningar á besta sjónvarpsefni fyrr og síðar. Top Gear. Ég mana alla viðstadda til að horfa á þennan frábærlega vel heppnaða bílaþátt, burt séð frá því hvort þið hafið nokkurn áhuga á bílum eða ekki. Það er bara prinsippsmál að horfa á þennan þátt. Vönduð BBC framleiðsla ásamt sjokkerandi politically-incorect húmor, kryddað með bestu myndatöku og sérstökustu þáttarstjórnendum í sögu vestrænnar siðmenningar. Stjórnendurnir, með (úr)illa snillinginn Jeremy Clarkson í broddi fylkingar eru rjómi breskra bílablaðamanna og allir sem telja sig vita nokkuð í sinn haus í þessum efnum ættu að kunna að meta þessa snilld. Ok... kannski munu ekki allir sjá þetta með sömu augum og ég en samt sem áður er hér á ferðinni frábærlega vitrænn þáttur sem meira en vegur upp á móti sora eins og The O.C. og svipuðu rusli sem sýnt er hér á landi. og fyrir þá sem hafa áhuga má geta þess að seinni þættir úr sömu seríu Top Gear eru sýndir í heimkynum sínum, BBC Prime kl. 20:00 og á BBC World kl. 20:30, sama kvöld.

   (1 af 6)  
1/12/05 08:01

Hvæsi

En en en, þú ert dauður. [Verður skelkaður]

1/12/05 08:01

Ríkisarfinn

Góðir þættir, það er satt, verst að maður er búinn að sjá þetta allt.

1/12/05 08:01

Nermal

Verð að kíkja á þetta.. Og mikið er ég sammála um að O.C sé sori dauðans

1/12/05 08:02

Sverfill Bergmann

Mjög skemmtilegir þættir, satt er það...

1/12/05 08:02

Hakuchi

Aldrei hefði maður ímyndað sér að bílaþættir gætu verið skemmtilegir. En Æðsti gír er það svo sannarlega. Hef fylgst með þessu á erlendum stöðvum og þessir gaurar, þó helst Clarkson, eru mjög skemmtilegir og fyndnir og umfram allt hafa ákveðnar skoðanir á bílum og eru ekkert að tala undir rós hvað það varðar. Fínt stöff.

1/12/05 08:02

Berserkur

Til gamans má geta að Top Gear er mest kvartað-yfir þáttur sem BBC hefur komið að og Clarkson hataðasti sjónvarpsmaður Breta vegna móðgana á hendur breskra fyrirtækja. Sagt er að eina ástæða þess að hann er ekki löngu rekinn er að Top Gear hefur í áraraðir verið vinsælasti þáttur stöðvanna og samnefnt bílablað stærsti staki innkomuliðurinn, fyrir utan ríkisstyrki, að sjálfsögðu.

1/12/05 08:02

Nornin

Frábær þáttur!
Sá hann áðan og hló og hló. Meira að segja skemmtilegt fyrir stelpur sem vita ekkert um bíla að horfa á hann.

1/12/05 10:00

blóðugt

Já nei! Ég horfi BARA á sjónvarpsefni með Don Johnson í aðalhlutverki!

[Fær taugakippi í augað.]

1/12/05 10:01

bauv

Alias er nú betri en einhver bílaþáttur!

1/12/05 10:01

hundinginn

Já ansi flottir þættir. Einnig má nefna; American Chopper á Discovery, en þar fer flott massa mótorhjóla efni og skemmtileg innsýn í fjölskyldu fyrirtækjarekstur. Íslendingar gætu vonandi lært þarna sitt hvað.

Berserkur:
  • Fæðing hér: 18/4/05 10:16
  • Síðast á ferli: 7/9/06 17:41
  • Innlegg: 0
Eðli:
Dauður.