— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/07
Spagettí og kjötbollur með tómatsósu

Í gærkvöldi náði ég að fullkomna uppskrift mína að klassískum rétti - spagettí og kjötbollum. Tómatsósan er ótrúlega einföld og kjötbollurnar fullkomnar! Ef þið viljið ná fullkomnun þá er Ítalíu spagettíið úr Hagkaupum LANGbest! Allar kryddtegundir eru þurrkaðar og malaðar nema annað sé tekið fram.

KJÖTBOLLURNAR
500 g nautahakk
1 egg
1 tsk kóríander
1 tsk chili duft
2 tsk paprika
½ tsk kanill
2 msk tómatsósa
1 tks tómatpúrra
handfylli af fersku söxuðu basil eða ferskri steinselju
1 msk olía
salt og pipar

Blandið öllu vel saman í skál með hreinum höndum. Mótið bollur(skiptir ekki miklu máli hversu stórar, en þær þurfa helst að vera allar jafnstórar) og steikið á meðalheitri pönnu úr smá olíu þar til bollurnar eru brúnaðar en ekki alveg eldaðar í gegn. Leggið til hliðar og setjið pott með vatni á eldavélina fyrir spagettíið. Á meðan vatnið hitnar og pastað sýður er sósan búin til.

SÓSAN
1 flaska tómata passata(frá Cirio kallast það Passata Rustica, stór glerkrukka, líka til lífrænt frá öðru fyrirtæki í jafnstórri krukku eða notið 2 krukkur af Ítalíu passata úr Hagkaupum)
1 tsk tómatpúrra
½ laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, fínt skorin
1 tsk cumin
2 tsk paprika
1 tsk oregano
1 tsk chili duft
handfylli af söxuðu fersku basil
1 tsk smjör
2 msk ferskur rifinn parmesanostur
salt og pipar
1 msk olía
spagettí fyrir tvo til þrjá

Steikið laukinn upp úr olíunni í sömu pönnu og þið steiktuð bollurnar, og reynið endilega að krafsa leifarnar af bollunum upp úr botninum á pönnunni. Bætið hvítlauk og kryddi við(en ekki basilnum). Hellið tómata passata út í ásamt tómata púrru og látið hitna. Bætið síðan út í parmesanosti og smjöri. Blandið vel saman, og setjið síðan kjötbollurnar út í. Látið malla meðan pastað sýður og þangað til bollurnar eru eldaðar í gegn.
Gott borið fram með góðu brauði!

   (2 af 37)  
3/12/07 18:01

Galdrameistarinn

Þetta lofar góðu og á örugglega eftir að prufa þessa uppskrift ef ég fæ allt sem þarf í þetta hérna í útlandinu.

3/12/07 18:01

krossgata

Hljómar vel. Ég mun samt nota Primadonna ost í stað Parmesan.

3/12/07 18:01

Aulinn

Nú er ég svöng.

3/12/07 18:01

Garbo

Það væri gaman að prófa þessa uppskrift. Hún hljómar mjög vel.

3/12/07 18:01

B. Ewing

Namm.... hljómar mjög vel.

3/12/07 18:01

Hvæsi

<Bindur á sig smekk, sest við borð og skellir hnífapörunum í borðið>

Nú er ég sko svangur !

3/12/07 18:02

Jóakim Aðalönd

Namm! Ég ætla að nota þessar uppskriftir þínar við tækifæri Furða. Reyndar á þetta eftir að misheppnast algerlega, þar sem ég kann bara að elda grjónagraut...

3/12/07 19:01

Texi Everto

Aðeins kíló chili duft

3/12/07 20:00

Rattati

Ég er nú þeirrar náttúru gerður að ég get ekki einusinni soðið vatn án þess að brenna það við. En væri samt vís með að prófa þetta við hentugleika.

Reyndar er ég viss um að þessi rafmagnstæki eru með sjálfstætt líf vegna þess að síðast þegar ég reyndi að ELDA (á eldavél, þ.e.) þá heyrði ég örbylgjuofninn hlæja.

3/12/07 20:00

Rauðbjörn

Jeremísa minn, ég skil ekki sumt af þessu lingói.

Hvernig sker maður eithvað fínt? Hver er munurinn á því og að skera eithvað smátt? En á því að saxa eithvað og að skera það?

Vert er að taka fram að þetta er ekki kaldhæðni heldur ósvikin fáfræði sem er hérna á ferðinni.

1/11/07 15:01

Skreppur seiðkarl

Það er ekki hægt að sjóða vatn svo lengi að það brenni við.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.