— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/06
Súkkulaði múffur með þurrkuðum trönuberjum

Jæja, ég var að baka múffur í hálfgerðri tilraunastarfsemi... og ég bara VERÐ að setja uppskriftina hingað því þær eru svo ótrúlega góðar!

Hráefni
100 g dökkt, helst 70%, súkkulaði
125 g smjör
125 g sykur
2 egg
175 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk kakó
1/4 tsk salt
1/4 tsk kanill(má sleppa, ég bætti þessu út í í gríni og það kom mjög vel út)
einn poki trönuber(eða tranebær, þessir með grænu miðunum úr Hagkaupum)
1/2 - 1 dl mjólk

Aðferð
1. Hitið ofninn í 180°C. Bútið niður súkkulaðið og setjið í hrærivélarskál ásamt smjörinu. Bræðið yfir vatnsbaði þangað til allt er vel blandað saman. Setjið sykurinn út í, hrærið, og látið kólna í 10 mínútur.
2. Blandið saman í annarri skál: hveiti, lyftidufti, salti, kanil, kakói og trönuberjum.
3. Hrærið með hrærivél í 3 mín. Bætið eggjum út í og þeytið vel þar til blandan er létt og ljós. Bætið þurrefnunum út í ásamt mjólkinni. Hrærið þangað til vel blandað saman, en hrærið eins lítið og hægt er.
4. Setjið í múffuform(mér finnst gott að nota ísskeið), fyllið ca 3/4.

Ég mundi ekki eftir að fylgjast með hversu lengi ég bakaði þær, en ekki opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar og fylgist síðan með með því að stinga tannstöngli eða grillpinna í múffurnar. Þegar pinninn kemur hreinn úr þá er þetta tilbúið. Látið kólna aðeins og njótið svo. Passið ykkur að trönuberin geta verið frekar heit.

Kakan hefur mikið súkkulaðibragð, mjúk og létt og bragðið af trönuberjunum margfaldast við baksturinn.

Njótið vel með mjólkurglasi!

   (3 af 37)  
2/11/06 10:02

Útvarpsstjóri

[smjattar]

2/11/06 10:02

Dula

Vá en girnilegt. Namm namm namm

2/11/06 11:00

krossgata

Hljómar vel.

2/11/06 11:00

Jarmi

Hvað er þetta? Hugi.is hittir uppskrift.is og eignast með henni félagsrit?

2/11/06 11:00

Furðuvera

Jarmi kúkur!

2/11/06 11:00

Garbo

Þetta verð ég að prófa.

2/11/06 11:01

Limbri

Verst að ég á ekki hrærivél. Enda ekki gift kona.

-

2/11/06 11:01

Billi bilaði

Limbri, þá veistu hvað þú átt að gefa LL í jólagjöf. <Glottir>

2/11/06 11:01

Jarmi

Á hann að gefa henni gifta konu?
Ekki vissi ég að danmörk væri orðin það líberal.

2/11/06 11:02

Ívar Sívertsen

AUGNABLIK!!! EKKERT ÁKAVÍTI? EKKERT KÓBALT? ENGINN BLÚTUR? OG KAKÓ Í TESKEIÐAVÍS? HVERS LAGS UPPSKRIFT ER ÞETTA EIGINLEGA?

2/11/06 12:01

Jóakim Aðalönd

Ég læt ungfrú Hraðritu skella þessu í ofninn í fyrramálið...

Skál og prump.

2/11/06 13:02

Stelpið

Er búin að prófa uppskriftina, mjög góð... Til að gera hana ennþá óhollari skellti ég ca. 2 msk af dökkum súkkulaðispænum út í deigið.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.