— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/06
Ofbeldi

Þetta verður ekkert spes félagsrit, en mig langar að segja frá þessu þar sem þessi mál eru mér mjög mikilvæg.

Ég og mamma sátum í bílnum um daginn í Digranesinu, að bíða eftir systur minni. Nú, nokkrir strákar, sumir á hjólum, fóru framhjá okkur og á eftir þeim gekk strákur með nokkuð stóran, loðinn og svartan hund í ól. Hundurinn sá kött og langaði að elta hann - og strákhelvítið brást við með því að SPARKA Í HUNDINN.

Fyrst af öllu, þá sé ég eftir því að hafa ekki öskrað á strákinn að gjöra svo vel að koma hingað strax og útskýra atferli sitt. Veit ekki hvað gekk að mér að sitja bara þarna og þegja. En þetta er vandamál, foreldrar þurfa að taka sér tíma til að segja börnum sínum frá því að það megi ekki beita dýr ofbeldi. Ég hef t.d. séð litla krakka í gæludýrabúð stökkva ítrekað upp og bregða páfagaukum í búri. Það ganga sögur af unglingsstrákum sem kveikja í köttum og kremja fuglsunga. Þetta vex upp til að verða fólk á borð við tamningarmannin sem náðist á mynd á meðan hann barði hest í andlitið, og hann verður vonandi handtekinn.

Nú veit ég að það eru nokkrir foreldrar hérna. Brýnið fyrir börnum að fara vel með dýr, þau hafa líka tilfinningar og geta fundið fyrir sársauka. Dýr skilja heldur ekki skammir eða skipanir í formi ofbeldis. Þetta þarf að gera þegar börnin eru ung, það er lítið hægt að gera í málunum þegar unglingurinn er farinn að kveikja í kettlingum sem rölta framhjá.

Ef ég sé fyrrnefndan strákandskota aftur fær hann að finna fyrir því, ég er hætt að horfa upp á þetta, og þið ættuð að gera hið sama.

   (6 af 37)  
5/12/06 11:02

Nermal

Á þá að leysa ofbeldi með ofbeldi Furða?

5/12/06 11:02

Bangsímon

Ég held að hún eigi bara við að hann muni verða skammaður.

En ég er hjartanlega sammála að það á alls ekki að beita dýrum ofbeldi. Mér finnst mjög óhugnalegt að hugsa til þess að einhver geri slíkt, að meiða minni máttar sér til skemmtunar. Það er mjög sorglegt atferli.

5/12/06 11:02

Billi bilaði

[Dæsir mæðulega...]

5/12/06 11:02

krossgata

Mín reynsla er sú að það er oftast eitthvað að hjá börnum sem níðast á dýrum. Þetta krakkagrey þarf líklega frekar hjálp eða foreldrar hanns spark í botninn.

5/12/06 11:02

Regína

Ég held nú að foreldrarnir lagist ekkert við spark í botninn. Spurning reyndar hvaða botn er sparkað í...

5/12/06 12:01

Dula

Hugsum nú aðeins um hundkvikindið og kattarafmánina, hvað hefði gerst ef hundurinn hefði rifið sig lausan og elt köttinn, líklega hefði ekki margt gerst , kötturinn hefur kannski bara stokkið uppí tré og hundurinn staðið gólandi fyrir neðan. En segjum sem svo að hundurin hafi bitið köttinn illa eða glefsað í hann . Kattareigandin hefði kannski ekki séð köttinn aftur og hundurinn fengið svæfingu ef málið hefði gengið mikið lengra. Ég er ekki hlynnt OFBELDI á dýrum en sanngjarn agi og hóflegt aðhald er sjálfsagt. Ég hef átt hund og ég þurfti stundum að nota ákveðna tækni til að fá hann til að hlýða. Ég hef farið á hundanámskeið og þar er mælt með því að maður noti hávaða og einhverskonar högg, þó ekki sé mælt með því að meiða dýrið þá hafa hundar alltöðruvísi sársaukaskynjun en við. Þú hefur séð hvernig hundar leika sér, við mundum vera gólandi af sársauka við sömu tök og þeir taka á sínum andstæðingum. Ef hundur veit ekki hver ræður þá heldur hann að hann sjálfur sé æðri húsbóndanum sínum og enginn vill þannig hund. Hundar eru ekki kallaðir hundar fyrir ekki neitt og því stærri hundur því sterkari agi verður að vera á honum annars getur það endað með ósköpum og einhverju mikið alvarlegra en einu einasta sparki.

5/12/06 12:01

Furðuvera

Það er alveg rétt að það þurfi rosalegan aga til að ala upp dýr, sérstaklega hund, en að sparka í og lemja dýrið hlýtur bara að gera það hrætt við fólk og félagsfælið almennt, og enginn vill þannig hund, allavega ekki ég. En agi er góður, meira að segja litlir páfagaukar þurfa ofsalegan aga stundum.

Annars held ég að þessi strákur hafi bara verið að monta sig með því að fara svona með hundinn sinn, sýna að hann "á" og "ræður" með því að sparka fyrir framan vini sína.

5/12/06 12:01

dordingull

Ég skal siga Tarzan á helvítið.

5/12/06 12:01

Nermal

Við hér heima áttum tík og í fleyri en einu tilfelli neyddist ég til að beita hana þónokkuð hörðu. T.d þegar hún urraði og glefsaði að systur minni. Maður verður að tryggja hver ræður. Hundar eru hópdýr. Maður verður að vera alpha dog!! Mæli samt ekki með skefjalausu ofbeldi.

5/12/06 12:01

Blástakkur

Ég mæli með raflostsaðferðinni. Hún hefur gagnast mér vel í að þjálfa sturlaða drápshunda. Síðan er einfalt mál að tjónka við þá eftir á með deyfisprautubyssu. Þessu til viðbótar framkvæmi ég oft aðgerð til að skipta út tönnunum fyrir sérskerptar rakvélablaðstennur.

5/12/06 12:01

feministi

Ég kenndi börnunum mínum að svara ofbeldi með ofbeldi. En auðvitað brýni ég fyrir þeim að vera ekki að beita ofbeldi í óþarfa. Einungis í sjálfsvörn og í fyrirbyggjandi aðgerðum. Ef kötturinn klórar þau klóra þau kettinum (eða köttinn) Ef hundurinn bítur þau bíta þau fast í eyrað á hundinum. Ef kennarinn örkrar á þau öskra þau til baka og þegar helvítiss nágranninn lemur þau svara þau í sömu mynt. Þetta hefur hjálpað þeim mikið í lífinu. Strákurinn er foringi í sinni glæpaklíku og stelpan er formaður eineltis og niðurlægingarfélagsins í sínum árgangi. Ég og pabbi þeirra læsum að vísu alltaf að okkur þegar við förum að sofa á kvöldin.

5/12/06 12:02

Dula

Mikið óskaplega hlýturðu að vera stolt af börnunum þínum, þarna fara sko engir eymingjar.

5/12/06 13:00

krossgata

Börn að mínu skapi, feministi.
[Ljómar upp]

5/12/06 13:00

Vladimir Fuckov

Þetta hljómar mjög vel, nú vantar bara heppileg 'leikföng' fyrir börnin [Færir feminista nokkra skriðdreka handa börnunum].

5/12/06 13:00

Jarmi

Það er ljótt að sjá þegar farið er með dýrin eins og skepnur. Engin mann-úð.

5/12/06 13:01

Jóakim Aðalönd

Ef ég veit eitthvað um dýr, þá duga venjulega tvær aðferðir í tamningu þeirra: Refsingaraðferðin og verðlaunaaðferðin. Hvor skyldi vera betri? Ég myndi mæla með þeirri síðari.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.