— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/05
Uppskriftabók Furðu - Chili con Carne

Þetta er uppskrift sem ég fann í bók, alveg ótrúlega gott. Stór uppskrift, fyrir 6 - 8 manns, en það er fínt að helminga hana.

CHILI CON CARNE

- 1 kg nautahakk
- 6 - 8 tómatar, saxaðir
- 3 fræhreinsuð og söxuð rauð chili aldin er milt, 5 er sterkt, 7 er geðveiki, þið veljið
- 2 paprikur, ein rauð og ein græn, saxaðar
- 3 laukar, saxaðir
- 5 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
- 3 msk chili duft
- 2 msk cumin
- 1/2 tsk kanill
- 3 msk paprikuduft
- 1 msk oregano
- 1 dós tómata puré
- tvær flöskur léttöl
- ein dós rauðar nýrnabaunir
- salt
- matarolía

Þið semsagt steikið laukinn og hvítlaukinn í matarolíunni í smástund. Brúnið hakkið í lauknum, bætið öllu kryddi nema salti út í og látið malla í 5 - 10 mínútur. Þá er tómötum, tómata puré, paprikum, chili aldinum og léttöli bætt út í og látið malla í tvo klukkutíma en látið vökvann ekki gufa alveg upp. Jahá, þið þurfið að byrja snemma á þessu.
Eftir það má hræra baunirnar út í og hita þær aðeins.

Gott að bera fram með rifnum osti, grænu salati, tortillaflögum og köldum drykk, veri það vatn, kók eða bjór.

Njótið vel.

   (8 af 37)  
1/11/05 03:01

Nornin

Og fyrir grænmetisæturnar má nota soja hakk í staðinn fyrir nautakjötið. Þá heitir þetta Chilli non carne!

1/11/05 03:02

Þarfagreinir

Ég mæli með bjór bæði í kássuna og með henni.

1/11/05 03:02

Don De Vito

Ókei, ég kann ekkert að elda og veit ekkert um hvað þú ert að tala en matur með chilli er yfirleitt góður, þannig að bara skál!

1/11/05 03:02

krumpa

Hljómar yndislega...prófa um helgina!

1/11/05 04:00

Undir réttu nafni

Lítur gríðarlega vel út, mér líst vel á ölið í blöndunni.

1/11/05 04:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er mjög góður réttur. Ég þarf að elda þetta bráðlega.

Skv. spænskunni ætti grænmetisrétturinn að heita ,,Chili sin carne".

1/11/05 04:00

Kondensatorinn

Girnilegt.....

1/11/05 04:01

blóðugt

Mmm girnó!

Norna, heldurðu að það væri ekki gott að nota sojahakk og grænar linsur í bland? Jafnvel nokkrar pintobaunir með. Sé það alveg fyrir mér.

1/11/05 04:01

Bara ég!

MMM - hvernig haldiði að sé að skella þessu inn í tortillur??

1/11/05 04:01

Nornin

Já já Jóakim.. smásmyglin í þér alltaf hreint.
Hitt hljómar bara skemmtilegar!

En blóðugt... ég held að kjúklingabaunir og linsur gætu jafnvel komið alfarið í stað sojahakks.
Anna Panna ætti kannski að svara þessu, hún er meiri grasæta en ég.

1/11/05 04:01

Salka

Mmmm spenneðe! ég á akkúrat allt sem þarf að nota í þenna rétt nema 2 flöskur léttöl og nýrnabaunir.
En mikið svakalega lofar uppskriftin góðri og girnilegri matarveislu.

1/11/05 04:01

krumpa

Ég er að elda þetta bara akkúrat núna - en það er betra að þetta verði í lagi - annars eru það aftökusveitirnar! Það er semsagt tortillapönnukökur, kássan, maísbaunir, hrísgrjón, gratínostur og garðsalat...namminamm!

1/11/05 04:01

Litla Laufblaðið

Já þetta hljómar ákaflega vel. Fínt að fá svona góða uppskrift í safnið. Ég hugsa að ég eldi þetta ofan í okkur Limbra á morgun.

1/11/05 04:01

krumpa

Skrambi gott bara en ég lýsi efasemdum mínum um að uppskriftin sé ætluð fyrir 6-8 - frekar 16-18. Verð að borða þetta fram að jólum!

1/11/05 05:00

Undir réttu nafni

Þetta var nú merkilega bragðlítið (sterkt eins og allir réttir sem innihalda þvílíkt magn af pipar engu að síður). Ætli sú staðreynd að ég átti ekki paprikuduft hafi skemmt náttverðinn minn?

1/11/05 05:00

Þarfagreinir

Paprikuduft skemmir alls ekki fyrir, en það er ekki nauðsynlegt. Ef þú átt ekki slíkt má bæta fyrir það með meira chili og/eða pipar.

1/11/05 05:00

Undir réttu nafni

Miðað við styrkleikann á blöndunni held ég að meiri pipar/chili hefði ekki bætt bragðið að neinu leiti. Meiri hvítlaukur og laukur aftur á móti hefði kannski bjargað þessu?

1/11/05 05:00

Þarfagreinir

Já, hugsanlega. Þetta eru flókin fræði, og ekk hlaupið að því að finna réttu hlutföllin.

1/11/05 05:01

krumpa

ég hefði reyndar viljað oggupínumeiri lauk - 31/2 ekki alveg nóg - enda er ég lauksjúk - 5-6 laukar held ég passi vel í þessa uppskrift. Hlakka annars mikið til að fara heim og borða leifarnar. Namminamm.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.