— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/05
Uppskriftabók Furðu - Snakkfiskur

Undarleg en fáránlega góð uppskrift úr heimilisfræði - skólabókardæmi um góðan mat.

FISKUR MEÐ SNAKKI OG GRÆNMETI

- 1 stórt ýsuflak
- 1 dl hveiti
- pipar
- salt
- 1 msk matarolía
- 1 msk smjör
Skerið ýsuflakið í strimla, blandið hveitinu og kryddinu saman og veltið fiskinum upp úr hveitinu(gæti þurft að bæta við hveiti - man uppskriftina ekki alveg). Steikið fiskinn á meðalhita í olíunni og smjörinu og geymið.

- 2 paprikur(ein rauð og ein græn - til að gefa lífinu lit)
- 1 púrrulaukur
- 1 sellerístöngull(ég myndi reyndar sleppa þessu, enda er ég svarinn óvinur sellerís)
- svo má nú alveg bæta við grænmeti eins og ykkur hentar
- 1 dl matreiðslurjómi
- 1 dl ananassafi
- 1/4 tsk túrmerik
- 1/4 tsk karrí
- 1/2 tsk ítölsk kryddblanda(jájá, ekki voga ykkur að sleppa þessu)
- 1 tsk tómatmauk
- 1 tsk hveiti
- 1/2 tsk sykur
- 1 tsk fiskikraftur(hálfur teningur)
Mælið nú allt kryddið, safann og rjómann nákvæmlega og hafið tilbúið. Skerið grænmetið í netta litla bita og steikið í nokkrar mínútur á pönnunni. Hellið rjómanum og safanum á pönnuna og bætið kryddinu við. Hrærið vel í, og svo væri gott að smakka þetta til og laga ef þið viljið. Hitið þetta ágætlega og hellið í eldfast mót. Raðið fiskinum snyrtilega ofan á.

- ostur
- snakk með papriku
Hér kemur undarlegi parturinn, rífið ost og myljið snakk og blandið því saman. Stráið svo yfir fiskinn í eldfasta mótinu og setjið undir grill í smástund, þangað til osturinn er bráðnaður.

Gott er að hafa hrísgrjón og kannski salat með.

   (11 af 37)  
3/12/05 15:01

Ferrari

Er ekki hvæsi upplagður til að gera þennan rétt fyrir okkur?

3/12/05 15:01

albin

Ég sem var að borða...

3/12/05 15:01

Grýta

Mmmm hljómar rosalega vel!
Prófa þetta á helginni.

3/12/05 15:01

Hvæsi

Lítið mál. Gefið mér 20 mínútur.

[Hefst handa]

Hljómar vel. Er ekki bara gott að drekka blút með þessu ?

3/12/05 15:02

Bangsímon

Þetta er án efa gott en ég opinberlega á móti ensku karríi. Það er ekki nóg fínt fyrir mig sko. [Snýr trýninu upp til himna]

3/12/05 15:02

Aulinn

Ég prófa þetta.

3/12/05 16:00

Skabbi skrumari

Ég ætla líka að prófa þetta... jafnvel á helginni...

3/12/05 16:01

Skotta

Mmmm hljómar æðislega vel.

3/12/05 18:01

Litli Múi

Hljómar mjög vel, takk fyrir.

3/12/05 18:02

Jóakim Aðalönd

Ég prófa thetta thegar ég kem heim, thad er pottthétt.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.