— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Litlu fallegu hlutirnir

Örlítil hugvekja.

Smáatriði eru yndisleg. Litlir hlutir eða atburðir sem vekja hjá manni ómælda gleði, þrátt fyrir óáberandi og jafnvel tilgangslausa tilveru. Hlutir eins og sturtusápa með jarðarberjalykt, varasalvi með góðu bragði, lyktin af manneskju sem maður elskar, nýr blýantur, ilmkerti, vel pússuð og kristaltær myndavélalinsa, stjörnubjartur himinn, knús, tilefnislaus gjöf, að uppgötva þúsundkall í jakkavasanum, að vera fyrirgefið, rigning, að vera stolt annarra, eða að fá frítt Malt frá vini - og hafa ekki beðið um það.
Nú er ég bara að nefna það sem gerir mig hamingjusama, vera má að þið mynduð nefna eitthvað allt annað. Ef maður hugsar um það, áttar maður sig á því að það væri erfitt að lifa án allra þessara smáatriða sem veita gleði í litlu magni á hverjum degi. Margt smátt gerir eitt stórt, ekki satt? Prófið að taka eftir litlu hlutunum - þeir eiga skilið smá athygli fyrir allt sem þeir gefa okkur.

   (18 af 37)  
31/10/04 23:02

Litla Laufblaðið

Litlu hlutirnir rokka! Sjálf elska ég t.d. tré, sápukúlur, að fá blóm frá einhverjum þó það sé ekki nema einn fífill, eiginlega bara betra þegar það er þannig en ekki rándýr vöndur finnst mér . Oh æðislegt félagsrit Furða...út af því er ég farin að hugsa um litla hluti og bara það eitt að hugsa um þá lætur mig brosa eins og sól í heiði. Takk.

31/10/04 23:02

Heiðglyrnir

Það að gera sér far um að sjá litlu hlutina, er lífsstíll sem Riddarinn tileinkaði sér snemma. Frábær hugvekja Furða mín.

31/10/04 23:02

Barbapabbi

Þetta er lítil falleg hugvekja.

1/11/04 00:00

Galdrameistarinn

Bara eitt lítið bros getur gert kraftaverk.

1/11/04 00:00

Gunnar H. Mundason

Algjörlega sammála þessu öllu saman. Þessir litlu hlutir geta haft gífurlega áhrif á líðan manns. Einstaklega vel heppnuð hugvekja.

1/11/04 00:00

Lopi

Að uppgötva þúsundkall í vasanum, briljant. Ég átti einu sinni soap on a roap sem mér þótti undarlega vænt um, svona rakspírailmsápa sem hægt var að hengja upp á bandi sem var steypt inn í það nú eða hengja sápun um hálsinn.

1/11/04 00:00

blóðugt

Litlu hlutirnir eru dásamlegir. Ég hugsa um þá og tek eftir þeim á hverjum degi.
Það er til dæmis stórmál að eignast barn, því fylgir oftast mikil hamingja. Það sem viðheldur þessari hamingju eru svo allir litlu hlutirnir tengdir barninu.
Ég er t.d. sjaldan hamingjusamari en þegar sonur minn segir að ég sé besta mamma eða býr til alveg nýtt orð til þess að reyna að útskýra hvað hann meinar.

1/11/04 00:00

Jóakim Aðalönd

Orð í tíma töluð Furðuvera. Ég legg mig í Lima og tek eftir litlu hlutunum sem gefa lífinu gildi.

1/11/04 00:01

Sæmi Fróði

Já litlu hlutirnir geta verið upplífgandi og sálugefandi.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.