— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Rafmælisræða

Sex mánuðir þjóta hjá.

Kæru vinir, kunningjar, Gestapóar nær og fjær.
Fyrir sex mánuðum, jahá, hálfu ári, safnaði ég kjarki og skráði mig á Gestapó eftir að hafa fylgst með kveðskap og umræðum í smátíma. Síðan þá hafa sál mín og andi flogið upp í hæstu hæðir, einfaldlega vegna þess að hér hef ég fundið fólk sem er, tjah, eins og ég. Sem er léttir, vegna þess að alla tíð hef ég verið öðruvísi en jafnaldrar mínir. Hlusta ekki á sömu tónlist, les ekki sömu bækur, geri ekki sömu hluti. Hér hef ég fundið félagsskap betri en ég hefði getað hugsað mér.
Gestapóar, þið eruð hið besta fólk. Yndislegar og fallegar manneskjur, hvert og eitt ykkar. Látið engan segja ykkur annað!
Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir að gera lífið bærilegt.
Ég elska ykkur öll.

   (19 af 37)  
31/10/04 17:02

Skabbi skrumari

Til lukku með rafmælið Furðuvera mín... salútíó...

31/10/04 17:02

Hundslappadrífa í neðra

Furðuvera, ég kannast svo við það að vera eins og öldungur meðal gelgjanna. Þetta lagaðist að mestu í Menntó og allveg eftir 18. Byrjaðu bara að hlakka til!

31/10/04 17:02

Lopi

Ha?? Erum við svona frábær? Takk sömuleiðis!

31/10/04 17:02

Ég sjálfur

Til hamingju með daginn, megir þú vera hér lengi enn.
Og svo minnist ég þess ekki að hafa séð þessa æviágripamynd áður, til lukku með hana.

31/10/04 17:02

Kanínan

Til hamingju! Ég óska þér góðs gengis á Gestapó og í Raunheimum alla æfi!

31/10/04 17:02

Heiðglyrnir

Fær ryk í augun, knúsar Furðuveruna. Hendist síðan með hana í einn rafmælisdans Úje..!..

31/10/04 17:02

Galdrameistarinn

Til hamingju með rafmælið kattarskoffín. Þú veist að okkur hérna í útnára veraldar þar sem við galdrahyskið búum þykir vænt um þig.

31/10/04 17:02

B. Ewing

Til hamingju enn og aftur. Megirðu njóta okkar og við þín sem lengst.

31/10/04 17:02

Galdrameistarinn

B. Ewing, þú ert dóni ef þú ert að meina þetta eins og það kemur fram.

31/10/04 17:02

Sundlaugur Vatne

Takk sömuleiðis, furðuvera. Sjálfur hef ég alltaf verið fastur í einhverju tímaskeiði sem er aldrei í takt við umhverfið. Hér á Baggalút á maður athvarf. Elska þig líka, kattaróféti.

31/10/04 17:02

Gunnar H. Mundason

Aftur innilega til hamingju með rafmælið. Vona að þú hafir notið þess. Þakka hlý orð í garð okkar allra. Var svo fyrst að sjá æviágripsmyndina þína. Mjög flott. Tek undir með Sundlaugi, elska þig líka.

31/10/04 18:00

B. Ewing

Galdrameistari, ég veit ekki nákvæmlega hvernig þankagang þú hefur en ég tel mig síst af öllu hafa verið dónalegan.
Sögnin að njóta er tengd vinsældum, velvild, hjálpsemi, aðstoð, gæfu, leiðsögn, stuðnings og fjölda annara jákværa merkinga. Það er helst ef orðið lítill er settur á eftir orðinu njóta, þá táknar það almennt óvinsældir.
Megirðu áfram njóta, hylly, vinsælda, fylgis, kvenhylli, lýðhylli, virðingar, vinsælda og skilnings og ekki síst megirðu njóta lífsins.

31/10/04 18:00

Galdrameistarinn

B. Ewing. Náði þér.
[Dettur í gólfið og heldur magann í krampahlátri]

31/10/04 18:00

Aulinn

Til hamingju Furða!

31/10/04 18:00

Sæmi Fróði

Til hamingju Furðuvera, ég hef í margar aldir verið mikið eldri en allir í kringum mig líka.

31/10/04 18:00

Ugla

Til lukku Furða.

31/10/04 18:00

Litli Múi

Til Hamingju.

31/10/04 18:01

Mjákvikindi

Bjarta framtíð, þú ert skemmtileg.

31/10/04 19:01

Hakuchi

Til lukku góða Furðuvera.

Ekki loka þó endanlega á jafnaldra þína, það er nóg af krökkum sem eru þér lík. Gallinn er bara að þeir eru læstir inni í herbergi, uppteknir við að kvarta undan því að þeir séu svo öðruvísi að þeir finni sér ekki samastað með jafnöldrum.

Gerðu það að 'questi' þínu að grafa upp jafnaldra þér líka. Það yrði verðugt ævintýri. Það er engum hollt til langframa að hundsa upplifelsi og félagsskap við fólk sem er á svipuðum aldri. Hverjum tíma í lífsskeiðinu fylgja raunir og þá er gott að hafa einhverja i sömu stöðu með sér svo hægt sé að mynda uppbyggilega samstöðu í 'mótlætinu' (þeir eldri eru merkilega fljótir að gleyma hvunndagsraunum fortíðar). Það er álíka misráðið að hundsa jafnaldra sína og þegar jafnaldrar hundsa algerlega þá sem ekki eru á þeirra reiki (t.d. hinar hræðilegu gelgjur, sem þú ert ekki). Einhvers staðar á milli þessara öfga er hinn gullni meðalvegur.

Æh, ég er farinn að predika eins og gamall kall.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.