— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/05
Kosningafréttir

Ég hef lengi ætlað mér að rita svolítinn pistil um úrslit kosninga í Ýsufjarðarhreppi síðastliðið vor.
Kosningabaráttan fór snemma af stað og var ákaflega spennandi. Reyndar komu engin ný framboð fram og áttust því við Bændaflokkurinn með mig í fyrsta sæti, Íhaldsflokkurinn, Óháði listinn og Framfarafélag Ýsufjarðar.
Það er skemmst frá að segja að þó Bændaflokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna og bætt við sig fylgi þá tókst okkur ekki að vinna hreinan meirihluta og erum því áfram í samstarfi við Íhaldsflokkinn um meirihluta í hreppsnefnd þó íhaldsmenn hafi nú ekki gert betur en rétt að halda sínum manni og töpuðu töluverðu fylgi frá síðustu kosningum.
Mannabreytingar eru því litlar. Ég og Hafdís frá Strönd erum enn fulltrúar Bændaflokksins en fyrsti varamaður okkar er Sundlaugur Vatne bróðir minn sem áður var 3. varamaður. Ragnar frá Brimslæk er enn fulltrúi Íhaldsflokksins og fékk hann sem fyrr stöðu oddvita svo samstarf okkar gæti haldið áfram. Sif á símanum er fulltrúi Óháða listans og varamaður hennar er Héðinn kaupfélagsstjóri en Hásteinn barnakennari situr sem fyrr fyrir Framfarafélagið og varamaður hans er Eiríkur á Þvottá.
Við ætlum okkur stóra hluti á komandi kjörtímabili. Fyrir liggur að holubæta vegi í sveitinni, setja upp lýsingu á Torginu og bæta leikaðstöðu á skólalóð. Þá ætlum við að styðja vel við bakið á ungmennafélaginu. Vonandi tekst okkur í Bændaflokknum svo að vinna hreinan meirihluta í næstu kosningum eftir tæp 4 ár.

   (1 af 8)  
31/10/05 20:01

Sundlaugur Vatne

Úps, ég þarf þá víst að breyta undirskrift minni. Ég er enn skráður sem 3. varamaður.

31/10/05 20:01

Vatnar Blauti Vatne

Það ættirðu að gera bróðir. Þetta áttir þú að vita um.

31/10/05 20:01

B. Ewing

Hve oft á ganga framhjá henni Gunnu í bakaríinu áður en henni er hleypt að sem yfirstýra matarmála á Ýsufirði?

31/10/05 20:01

Vatnar Blauti Vatne

Fyrirgefðu B. Ewing. Hún Gunna er í fullri vinnu á bensínstöðinni og kærir sig ekki um að vinna hjá hreppnum. Ég hef boðið henni það.

31/10/05 20:01

Sundlaugur Vatne

Ég er orðinn 1. varamaður [veifar fána]

31/10/05 20:01

Rósin

Hver er þessi Hafdís?

31/10/05 20:01

Anna Panna

Þetta eru ánægjulegar fréttir og gaman að heyra.

31/10/05 20:01

Vatnar Blauti Vatne

Sko hérna Rós. Hún..... sko.. Hafdís. Hún er konan hans Sæmundar og mamma þeirra bræðra Njarðar og Ægis og fleiri barna. Við erum bara að vinna saman í pólitík alveg satt. Gaman að vita að þér finnst gaman að fétta þetta Anna Panna.

31/10/05 20:01

Rósin

Nú jæja, Til hamingju þá elsku Vatnar [ Kyssir Vatnar á kinnina]

31/10/05 20:01

Vatnar Blauti Vatne

(Ljóma upp)

31/10/05 21:02

Jóakim Aðalönd

Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður, ljóminn er betri en ég huxaði mér.

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fæðing hér: 14/4/05 09:05
  • Síðast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eðli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarðar og miðstjórn Bændaflokksins. Formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nærsveitamenn, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Fræðasvið:
Karlmennska, íþróttir og ekkert væl.