— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 8/12/04
Haustvísa

Mér datt svona í hug, fyrst ég er byrjađur ađ tjá mig á ţessum vettvangi, ađ deila međ ykkur einni fölblárri vísu. Heh, heh...

Ţegar haustiđ húmar ađ,
helzt ég vildi sitja inni,
liggja útaf, lesa blađ
og láta vel ađ elsku minni.

   (7 af 8)  
8/12/04 18:00

Rósin

O en sćtt.

8/12/04 18:01

Pangúr Ban

Mjög sćtt. Minnir helzt á Pál Ólafsson.

8/12/04 18:01

Stelpiđ

Ljómandi gott.

8/12/04 18:01

Ívar Sívertsen

Kelling!

8/12/04 18:01

Vatnar Blauti Vatne

Hafđu ţig hćgan, hr. Sívertsen. Ég skal mćta ţér í glímu hvenćr sem er og fella ţig áđur en ţú getur sagt svo mikiđ sem "fressköttur".
Ţakka öđrum jákvćđ viđbrögđ. Já viđ Páll erum um margt líkir, upprunnir í íslenzkum firđi, unnendur íslenzkrar menningar og sveita. Verst hvađ Páll blessađur var mikiđ fyrir sopann, eins og sagt er.

8/12/04 18:01

Pangúr Ban


„Betra er en bćnagjörđ
brennivín ađ morgni dags“

Lífsspeki sem flestir ćttu ađ tileinka sér.

8/12/04 18:02

Mjási

Hýmir inni Hland Blautui,
hanns er lárétt stelling.
Bágum otar brundstauti,
blauđur eins og kelling.

(Bara smá grín.)

8/12/04 18:02

Vatnar Blauti Vatne

Ég veit ekki alveg hvernig ég á ađ taka ţessu "gríni" Mjása. Ţađ er eins og hér sé allt ađ fara úr böndunum,
Annars langar mig til ađ taka ađeins upp umrćđuna um Pál Ólafsson. Pangúr Pan vitnar hér í hann en "ljóđiđ" mun vera á ţessa leiđ:

Nóttin hefur níđst á mér
nú eru augun ţrútin,
snemma ţví á fćtur fer
og flýti mér í kútinn.

Víđ ţađ verđa augun hörđ
viđ ţađ batnar manni strax.
Betri er en bćnagjörđ
brennivín ađ morgni dags.

8/12/04 19:00

Pangúr Ban

Rétt er ţó ađ árétta eftirfarandi fyrir ţá Bagglýtinga sem ekki ţekkja til: Páll var ekki bara drykkkát sukkkempa, ţótt drykkjukvćđi hans séu ef til vill hvađ ţekktust. Hann sótti sér yrkisefni í daglegt líf íslenzks bónda á nítjándu öld og yrkir međ tungutaki alţýđumannsins um náttúruna, búskap, hesta og konur. Ţađ sem kvćđi hans ef til vill skortir í fágun og skáldlegu orđskrúđi bćtir hann ađ mínu mati margfalt međ einlćgni og tilgerđarleysi. Kannski ég láti ţá fylgja međ ađra ţekkta(og bara helvíti krúttlega) stöku eftir Pál, sem mótvćgi viđ sumblsönginn hér á undan.

Sólskríkjan

Einatt fagur fuglasöngur fyrst á vorin
kemur heim međ ćskuárin,
ellin hverfur, gróa sárin.

Sólskríkjan mín situr ţarna á sama steini
og hlćr viđ sínum hjartans vini,
honum Páli Ólafssyni.

8/12/04 19:00

Vatnar Blauti Vatne

Já, ţetta voru snotrar braghendur og ég get tekiđ undir orđ Pangúrs Pan um Pál Ólafsson. Hann var ósvikiđ íslenzkt skáld.
Mörg kvćđa hans hafa orđiđ ađ sönglögum sem allir ţekkja, t.d. "Ó blessuđ vertu sumarsól" og "Lóan er komin".
Páll gat líka veriđ kerskinn eins og sćmir góđu skáldi. Honum var ekki allskostar viđ nágranna sína í Lođmundarfirđi, hvar hann bjó um tíma, og kvađ:

Ţađ er ekki ţorsk ađ fá
úr ţessum firđi.
Ţurru landi eru ţeir á
og einskis virđi.

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fćđing hér: 14/4/05 09:05
  • Síđast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eđli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarđarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarđar og miđstjórn Bćndaflokksins. Formađur Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nćrsveitamenn, alrćmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnađar á mannamótum.
Frćđasviđ:
Karlmennska, íţróttir og ekkert vćl.