— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Gísli Eiríkur og Helgi
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 31/10/04
Til ţín

Hún kemur til mín seinar nćtur
hún dóttir mín
sem dó stuttu eftir ađ hún fćddist
áđur enn hún gat sagt Down Syndrom

Hún hefđi nú hvort sem er aldrei getađ sagt ţađ
blessuninn blá í framan ósköp ţrútinn og bara hálft hjarta

Hún stendur ţarna í nóttinni
međ rauđa slaufu í hárinu og í vetlingum af ís
međ líkama af ís

Elsku litla barniđ mitt óttast ekki leingur
ţegar hún sér ađ koddinn minn er gerđur af ís

viđ horfum á hvert annnađ
hún grćtur volgum söltum tárum

Ţegar ég vakna er saltur blettur undir höfđi mínu
á gólfinu glytrar pollur međ rauđri slaufu í miđjuni

   (184 af 212)  
31/10/04 11:02

Skabbi skrumari

Ţetta er virkilega...

31/10/04 11:02

krumpa

...magnađ

31/10/04 11:02

Furđuvera

Vá...

31/10/04 11:02

Heiđglyrnir

...hjartađ fór í hnút.

31/10/04 11:02

Ívar Sívertsen

Ţađ er mjög fátítt ađ ég komist viđ ţegar ég les félagsrit en í ţetta sinn varđ ég orđlaus! Hafđu ţökk fyrir hugleiđinguna og ađ opna augu okkar fyrir ţví sem fylgir ađ missa barn.

31/10/04 11:02

Nornin

Ég fékk gćsahúđ upp og niđur kćri GEH.
Ţú kannt ađ snerta viđkvćma strengi hjartans.

31/10/04 11:02

Kanínan

Vá.. Virkilega magnađ.

31/10/04 12:00

Sundlaugur Vatne

Elsku karlinn [fađmar GíslaEiríkogHelga karlmannlega ađ sér og strýkur tár af eigin hvarmi]

31/10/04 12:01

Hundslappadrífa í neđra

[klökknar og býđur fađminn, ekkert hćgt ađ segja viđ svona, eingöngu hćgt ađ bjóđa hlýju] Ţú ert hugrakur mađur.

31/10/04 12:01

Hundslappadrífa í neđra

Hef veriđ ađ renna yfir fyrri félagsrit ţín. Hvenćr á ađ gefa ţetta út, ţú ert hörkupenni!

31/10/04 12:01

Sćmi Fróđi

Já, ţví ekki ađ gefa út valin verk?

31/10/04 12:01

Jóakim Ađalönd

Hugrekki ţitt er ađdáunarvert. Hafđu ţökk fyrir.

31/10/04 12:02

Tigra

Ég dáist meira og meira ađ ţér, ekki bara sem skáldi, heldur sem manneskju. Ţú ert virkilega sterk manneskja.

Gísli Eiríkur og Helgi:
  • Fćđing hér: 14/4/05 02:37
  • Síđast á ferli: 6/7/15 18:37
  • Innlegg: 4249