— GESTAPÓ —
Villingur Stroznakov
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 4/12/04
Hættur í umferðinni

Eftir að hafa keyrt með öðrum í umferðinni margoft, bæði góðum bílstjórum og slæmum. Margir tala um að hraðskreiðir ökuníðingar valdi slysunum, þeir fara fram úr allri umferð frá 80 til 100 km/klst. og þannig verða slysin.

En hugsum þetta frá botni til enda. Af hverju fara bílstjórar til að byrja með fram úr öðrum bifreiðum? Málið er að þeir bílstjórar sem hættulegastir eru í umferðinni, eru þeir sem keyra hægt frá 60 km/klst. alveg niður í 40 jafnvel 30 km/klst. Þess vegna ráðast hinir bílarnir í það að fara fram úr. Og það er þá sem slysin gerast. Örsökin fyrir fram úr akstrinum er að finna í þeim sem keyra of hægt.
En auðvitað eru til tilvik þar sem farið er fram úr bílum á 80-90 km/klst. en þau tilvik eru örfá miðað við öll hin.

En hvað er til ráða? Ekki er hægt að banna þá sem keyra of hægt úr umferðinni. En þar kemur hið snilldar gatnakerfi Íslands til sögu. Þessir hægfara ökubílstjórar sem um er rætt eru oftast keyrandi fyrir utan Höfuðborgina, þeir gætu einfaldlega keyrt eftir kantinum, sem sérstaklega er hannaður með þetta (og annað einnig) í huga, fyrir fólk sem vill njóta landslagsins á meðan það keyrir. Og þannig gætu allir lifað í sátt og samlyndi. E.t.v ekki slysalaust en augljóslega slysafærra.

   (1 af 1)  
4/12/04 04:00

kolfinnur Kvaran

Ertu með heimildir fyrir því að oftar sé tekið fram úr bílum sem séu á 60 en þeim sem eru á 90? Eða er þetta bara skotið út í loftið? Ég held nú að flestir bílar séu á 90 eða alveg upp undir það sem hraðatakmörk leyfa.

4/12/04 04:01

Leynigesturinn

Ég legg til að þér farið aðeins út fyrir SW hornið. Þá sjáið þér ekki lengur umræddan KANT. En skít sæmilegt rit samt.

4/12/04 04:01

Lómagnúpur

Þetta er bull. Sá sem ákveður að fara framúr er sá sem skapar hættuna. Enginn þarf að finna sig knúinn til að keyra hraðar af því að einhver óþolinmóður fyrir aftan þarf að komast framúr. Með sömu rökum gætirðu haldið áfram og sagt að það séu mæður sem séu raunverulegu hætturnar, þær skapa ökuþórana sem svo keyra hægt. Ég held að það sé öllum holt að slaka bara aðeins á og hætta kappakstrinum við sjálfa sig.

4/12/04 04:01

Haraldur Austmann

Um daginn var ég á 70 kílómetra hraða á beinum og breiðum þjóvegi og eitthvað fífl tók fram úr mér. Það var svarta þoka, svo þykk að ég sá vart á milli stika. Hvorum okkar hefði það verið að kenna ef af hefði hlotist slys?

4/12/04 04:01

Villingur Stroznakov

Nei, þið miskiljið mig. Ég er að tala um þá sem stunda sunnudagsbíltúrana á 30-40 km/klst. með öll veðurskilirði í lagi. Það eru þá þeir sem eru að skapa það að fólk sem er að keyra á löglegum hraða þarf að taka fram úr.

4/12/04 04:02

Haraldur Austmann

Þá bara tekur þú fram úr þar sem það er öruggt og allt ætti að vera í lagi.

4/12/04 04:02

Sauða-Mangi

Það er rétt sem Villingur segir. Það eru hægfara ökumenn sem skapa mestu hættuna í umferðinni.
Ágætis þumalfingursregla er að ef það er bíll innan við fimm metra fyrir aftan þig - þá ertu að keyra of hægt!
Og þeir sem sjá ekki þegar þeir keyra, eiga að sjálfsögðu ekkert að vera að keyra!

4/12/04 05:01

Limbri

Já, hættu bara í umferðinni. Hún gæti annars drepið þig.

-

4/12/04 05:01

Svefnpurka

Sérstaklega gamalt fólk á jepplingum!

Villingur Stroznakov:
  • Fæðing hér: 27/3/05 15:55
  • Síðast á ferli: 4/6/05 23:13
  • Innlegg: 0