— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/06
Mont

Mikið er nú langt síðan ég hef skrifað eins og eitt félagsrit. <br /> Fyrst að Limbrinn minn getur þetta, tjah þá get ég það sko líka.<br /> En hvað á ég að skrifa um...?

Kæru vinir. Ég hef ákveðið að nota þetta félagsrit í mont. Ég monta mig nú ekki sérlega oft, þannig að ég vona að mér verði fyrirgefið þetta.
Jæja, þannig er mál með vexti að undanfarið hef ég verið svolítið að taka ljósmyndir, eins og einhverjir tóku kannski eftir á myndlistar-þræðinum fyrir svolitlu síðan. Bara svona sem hobbý.
Átti pínu litla, merkilega góða myndavél (og á enn) sem ég tók allar mínar myndir á. En í nýlegri Ameríkuferð minni voru fest kaup á heldur stærri, betri og ógnvænlegri vél. Hana er ég enn að læra á og því kannski ekki skrítið að það séu engin meistaraverk að renna í gegnum USB snúruna og inn í tölvuna mína.
Það kemur, o seisei.

Ætli það sé ekki mont #1. Fallega fallega myndavélin mín.

Mont #2 væri þá að þessa dagana hangir ljósmynd eftir mig á ljósmyndasýningu í Róm á Ítalíu, sem ég var beðin að taka þátt í. Reyndar ekki ein af mínum bestu myndum, en þessa mynd vildu þeir fá.

Og þá komum við að monti #3. Önnur mynd eftir mig verður notuð í fræðsluefni fyrir skóla, um umhverfisvernd.

Hérna eru svo þessar myndir

Og að lokum, ein sem ég tók með nýju vélinni

Hér með lýkur montinu.

   (4 af 29)  
4/12/06 12:01

Billi bilaði

Þetta er bara hið glæsilegasta mont. [Ljómar upp]

4/12/06 12:01

Offari

Þú mátt vel vera montin af þessum myndum því þær eru glæsilegar.

4/12/06 12:01

Anna Panna

Ég held að ég hafi verið búin að segja það einhvern tíma en þú ert á hárréttri hillu í lífinu, þvílíkt auga sem þú hefur fyrir smáatriðum og birtu.
Það væri gaman ef allir sem monta sig ættu svona góða innistæðu fyrir því!

4/12/06 12:01

Furðuvera

Þær eru ÆÐI! Ég legg til að þú skoðir deviantart.com og byggir upp gallerí, ef þú ert ekki nú þegar búin að því. Þar ættirðu að fá mikla athygli með tímanum.

4/12/06 12:01

B. Ewing

[Öfundast fyrst en motntast allur upp yfir að þekkja Laufblaðið] Ég er bara næstum því, nokkurnvegin jafn góður í þessu og þú.

4/12/06 12:01

Snabbi

Nr. eitt er auga ljósmyndarans. Jú, það er gott að eiga góða vél en hún tryggir ekki "góðar" myndir.

Þekki ekki til þinna verka en þessar myndir hér geta staðið fyrir einhverri montinnistæðu þó smáar séu.

4/12/06 12:01

Grágrímur

Ekki margir sem hafa efni á að vera montnir en það getur .ú svo sannarlega.

4/12/06 12:01

Litla Laufblaðið

Æ þakka ykkur fyrir [Ljómar] Já er Deviantart.com málið? Kannski að maður prófi það líka, hef bara verið á flickr.com

Ef þið hafið áhuga á að sjá myndirnar stærri eða bara fleiri myndir þá getið þið allveg prufað að senda mér einkapóst og séð hvort ég láti ykkur frá slóðina.

Þið eruð æði!

4/12/06 12:01

Dula

Þetta eru ótrúlega flottar myndir og þú átt eftir að ná langt.

4/12/06 12:01

RokkMús

Glæsilegar myndir hér á ferð. Deviantart.com er svo sannarlega málið.

4/12/06 12:01

Nermal

Þetta eru bara næstum eins flottar myndir og mínar myndir.

4/12/06 12:01

krossgata

Glæsilegt mont. Litmyndirnar eru sérlega aðlaðandi. Ég er alltaf svolítið "svag" fyrir fólki og svart-hvítum myndum og finnst þessi mynd spennandi og hægt að sjá hinar ýmsustu tilfinningar úr henni.

4/12/06 12:01

Bangsímon

Gott mont! Þetta eru frábærar myndir. Þú ert mjög góður ljósmyndari. Til hamingju með sýninguna í Róm!

4/12/06 12:02

krumpa

Frábærar myndir og vel montsins virði!

4/12/06 12:02

Hakuchi

Ansi flott.

4/12/06 12:02

Vladimir Fuckov

Fínar myndir þó erfitt sje að njóta þeirra almennilega vegna þess hve þær eru litlar hjer. Sú efsta er athyglisverð en hvar er þetta eiginlega ? Grænland kannski ? [Klórar sjer í höfðinu]

4/12/06 12:02

albin

Sérdeilis príðlegar myndir. Ég er persónulega hrifnastur af þeirri í miðið, án þess að það sé hinum til minnkunar.

4/12/06 13:00

Jarmi

Glæsilegt alveg hreint!

Nermal: Bwahahahahahahahahhahahhhaa!

4/12/06 13:01

Litla Laufblaðið

Ég þakka hrósin.

Já þetta er Grænland Vlad. Nánar tiltekið suðvestur horn Grænlands.

4/12/06 13:01

Þarfagreinir

Já, þetta er fjári flott.

4/12/06 13:01

Gvendur Skrítni

Glæsilegar myndir, gott mont, skemmtilegt áhugamál.

4/12/06 13:01

Stelpið

Rosa fallegar myndir hjá þér skvís.

4/12/06 13:01

Carrie

Ég skoðaði myndirnar þínar á flickr fyrir stuttu síðan. Fannst þær fallegar.
Til lukku með hæfileikann.

4/12/06 13:01

Litla Laufblaðið

Takk [Roðnar og gleðst yfir að eiga svona góða vini]

4/12/06 14:00

Kondensatorinn

Flottar myndir hjá þér.

Þú ert flottust.

4/12/06 14:00

Jóakim Aðalönd

Ég komst að því fyrir tilviljun að ég er ekki slæmur ljósmyndari. Ég hins vegar nenni ekki að stunda það áhugamál, frekar en annað. En nóg um mig.

Þetta eru flottustu myndir og þú átt alveg erindi á sýningar, ef ég hef eitthvað vit á þessu. Skál og prump!

4/12/06 14:01

Fræ

Grænland úr lofti,
grátandi snót,
þriðja er of snúið,
fjórða er sárabót.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.