— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Skotin.

Væmnis væl í litlu skotnu laufblaði.

Það er merkilegt hvernig hún læðist upp að manni. Fyrir svona 3-4 vikum var allt ömurlegt...jæja kannski ekki beint ömurlegt og kannski ekki alveg allt, en útlitið var ekki gott. Heimskuleg árstíð fyrir ástina sagði einhver. Ég var ótrúlega sammála, hafði enga ástæðu til að mótmæla þessu. Svo eins og hendi sé veifað poppar upp maður sem gerir mig svo hamingjusama að ég hef ekki fundið fyrir þvílíkri hamingju áður. Hún er einhvernvegin svo allt öðruvísi en allt það sem á undan hefur komið (og farið). Á litlum sem engum tíma finnst mér ég hafa fundið manneksju sem er í einu svo lík mér en jafnframt svo ólík. Við speglum hvort annað. Ullum á hvort annað. Mig langar fátt meira en að snerta hann. Finna fyrir honum. Heyra rödd hans. Finna lyktina af honum. Mig langar að hlaupast í burtu frá öllu sem ég þekki og prufa nýja hluti, nýja staði. Hann myndi passa mig ég veit það. Hann er svo góð manneskja. Með svo stórt hjarta. Getur passað lítil, vitlaus laufblöð eins og mig. Ég er skotin.
Vildi bara að þú vissir þetta elskan mín....

   (13 af 29)  
31/10/04 15:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég vonast að þessi sjaldséði gripur elski þig af öllu hjarta þú átt þess sannalega skilið.Ég vona líka að við öll hin sem bíðum eftir hinni einu sönnu ást finnum hana bráðum . Farðu vel með þig og kærastann þinn að elífu!

31/10/04 15:02

Heiðglyrnir

Til hamingju kæra Litla ljúfa Laufblað og njóttu þess í tætlur.

31/10/04 15:02

Smali

Til hamingju kæra lauf. Ég gæti alveg hugsað mér sömu tilfinningu en af hreinskilni minni hef ég gert hugsanlegum kandítötum það ljóst að ég hef bara ekki efni á að sjá fyrir konu í augnablikinu.

31/10/04 15:02

Furðuvera

Ég þekki þessa tilfinningu, þó ég sé ung. Vonandi munt þú eiga auðveldara með að fá hana endurgoldna.

31/10/04 15:02

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með þetta lauf. Var þetta nokkuð tígull sem þú hittir? [Glottir eins og fífl]

31/10/04 15:02

Anar

Örugglega algjör spaði. Mozart var ýktur spaði.

31/10/04 15:02

Nermal

Tígulegur spaði sem hitti laufið í hartastað... Ólsen Ólsen <brosir eins og fáviti> Njóttu ástarinnar

31/10/04 15:02

Ugla

Ohhhh til hamingju!

31/10/04 15:02

Hexia de Trix

Já þetta er ljúfsár tími... [Fær nostalgíukast]

31/10/04 15:02

Limbri

[Roðnar]

-

31/10/04 16:00

Skabbi skrumari

Mikið er þetta fallegt... [verður væminn]

31/10/04 16:00

B. Ewing

Til hamingju með þetta Lauf

31/10/04 16:00

Órækja

[Fölnar]

31/10/04 16:01

krumpa

Innilega til hamingju! Það er svo yndislegt að vera skotinn - þessar fyrstu vikur með spenningnum og fiðringnum... Passaðu þig bara að fara ekki of geyst samt...

31/10/04 16:01

Hakuchi

[Sækir um nálgunarbann á Laufblaðið fyrir dómstólum]

Ég spauga. [Forðast tómataköst af mikilli fimi]

Til lukku með skotið.

31/10/04 16:02

Lopi

Til hamingju. Jessssss!

31/10/04 17:01

Aulinn

Æjj en sætt! Til hamingju með þetta Lauf!

31/10/04 17:01

Sundlaugur Vatne

Innilega til hamingju, litla laufblað. Megi skotið þróast í ást sem endist alla ævi.

31/10/04 17:01

Sæmi Fróði

Ástin er besta víman.

31/10/04 17:01

Litla Laufblaðið

Takk fyrir hamingjuóskirnar dúllurnar mínar...þetta verður yndislegt hugsa ég.

1/11/04 00:01

Órækja

[svitnar]

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.