— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Mynda krafa

Jæja, ánægð núna litla tígrisdýr? Rendur fyrir þig.

Þessi mynd er máluð fyrir svona 3 árum síðan. Og mig minnir að nokkrir fjölskyldumeðlimir og ein vinkona séu búin að eigna sér hana. Njótið.

   (22 af 29)  
5/12/04 10:01

Hakuchi

Taóískt.

5/12/04 10:01

Furðuvera

Fallegt!
Góðir kaldir litir, þeir passa vel saman.

5/12/04 10:01

Litla Laufblaðið

Þetta er bara einn litur á hvítum bakgrunni, hann er bara þynnri sumstaðar en annarsstaðar.

5/12/04 10:01

Furðuvera

Sniðugt...

5/12/04 10:01

Litla Laufblaðið

Takk Furða, Þú líka Hakuchi, ég er ekki viss en þetta gæti verið styðsta spökulering sem þú hefur látið frá þér og fyrir það eru allir þakklátir.

5/12/04 10:01

Hakuchi

Eh...takk?

5/12/04 10:01

Tigra

Þetta er geðveikt töff!
Við erum með mjög ólíkan stíl sé ég.
Ég kann að meta svona.. því ég get ekki gert svona.

5/12/04 10:01

Litla Laufblaðið

Takk, ég kann einmitt að meta þíns af því að ég get ekki gert svoleiðis.

5/12/04 10:02

Nornin

Og ég kann að meta þetta allt saman því ég er gjörsamlega hæfileikalaus á þessu sviði. [fer að skæla]

5/12/04 10:02

Litla Laufblaðið

Hvaða hvaða, þú kannt að yrkja! Ekki kann ég það.

5/12/04 10:02

Vímus

Þessi er virkilega góð fyrir minn smekk. Magnaður tryllingur í henni. Þið kunnið ekki þetta og ekki hitt. Ég kann ekki á skannann og get þess vegna ekki sent eina eftir mig.

5/12/04 10:02

Litla Laufblaðið

Ég færi nú ekki að skanna inn meters hátt málverk Vímus. Taktu bara digital mynd og settu hana inn

5/12/04 10:02

Vímus

Ég á myndirnar en ekki inni á tölvunni.

5/12/04 10:02

Vímus

og digitalvél á ég ekki

5/12/04 10:02

Litla Laufblaðið

Þá færðu bara vin til að lána þér vél og setja inn á tölvu, og svo setur þú þær hingað inn

5/12/04 10:02

kokkurinn

Vímus, viðurkenndu það bara, þú átt engar myndir enda kannt þú ekki að gera svona. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég vildi að ég gæti þetta. En Litla Lauf...svakalega er þetta flott hjá þér.

5/12/04 10:02

Litla Laufblaðið

Aww takk.

5/12/04 11:02

Kynjólfur úr Keri

Þetta er mjög svona... já... afskaplega svona... mis... hvítt. Eiginlega mjög svona... rö... öhhh... röndótt!?... djúp... röndótt. Þetta er gott... eða... já... svona... djúpt... altsvo... eftir því sem innar dregur dýpkar það... og það er það sem gerir það svo... eða... sem sagt... altsvo... hvað finnst ykkur?

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.