— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/04
Gullfiskur


Jæja, þannig er mál með vexti að ég á fiska... ekki að ég sé einhver sérstakur fiskunnanndi, ég er bara með ofnæmi fyrir næstum öllum öðrum dýrum, og það er bara ekki vel séð af húsfélaginu að hafa kind í íbúðinni hjá sér (ekki með ofnæmi fyrir þeim). Allavegana, þá á ég þrjá fiska sem eru ofsalega sætir og krúttulegir, einn þeirra heitir Fischer (hann var alltaf að synda á glerið fyrst eins og hann vildi komast út, svona eins og Bobby og svo passar fiskur og fischer svo vel saman), nú þessi númer tvö heitir Eric the half a Fish (átti sko annan sem hét Eric the Fish, en hann dó, svona eins og fiskar eiga til að gera) Og þá kem ég loks að þeim þriðja, þetta er stelpan í hópnum en svo óskemmtilega vill til að mér dettur ekki í hug nafn á hana! Ég veit að ég er ömurlegur gæludýraeigandi, að geta ekki einu sinni fundið nafn á fiskinn minn. Þar kemur þú til sögunnar, ó já lesandi góður, ég vil biðja þig að koma með uppástungu að nafni á littla fiskinn minn. Hafði ég hugsað mér að gera þetta að keppni þar sem sá aðili sem kemur með vinningsnafnið fær verðlaun (já þú heyrðir rétt) !!!
Það er kannski best að ég lýsi henni svo fólk geti komið með nöfn að viti.

Nú hún er STELPA svo engin stráka nöfn takk.
Þetta er rauðhettufiskur en þeir eru hvítir með rauðan koll, en hún er líka með svona rauðan blett á sporðinum svo hún er pínu spez.
Hún er líka voða fjörug.

Þetta þurfa ekki að vera típísk gæludýranöfn, mega endilega vera einhverjar þekktar persónur, þó verða þær að passa við fiskinn

Ekki vera hrædd við að koma með tillögur, ég þarf á þeim að halda, og svo er þetta líka keppni þar sem sigurvegarinn fær óvænt verðlaun! (verðlaunin eru ekki bara þakkir)
Let the games begin!

   (28 af 29)  
3/12/04 21:01

Júlía

Rauðspretta - kölluð Spretta.

3/12/04 21:01

Vladimir Fuckov

Spassky - úr því að einn fiskanna heitir Fischer [Starir þegjandi út í loftið]

3/12/04 21:01

Litla Laufblaðið

Vlad elskan mín... STELPA ég hélt að ég hefði komið því nógu skýrt fram

3/12/04 21:01

Vladimir Fuckov

Frú Spassky...

3/12/04 21:02

Nornin

Júlía, í höfuðið á drottningu vorri [ljómar upp]

3/12/04 21:02

Heiðglyrnir

Lína Langsokkur (PippÍ)

3/12/04 21:02

Ísdrottningin

Deedee the dolphin girl?

3/12/04 21:02

Ísdrottningin

Lyla the lion fish?

3/12/04 21:02

Ísdrottningin

Silla sundmagi, Rósa sporðlétta, Yrma ugganetta?

3/12/04 21:02

Smábaggi

Fiskur.

3/12/04 21:02

B. Ewing

Wanda. Í höfuðið á þeirri stórgóðu bresku gamanmynd.

3/12/04 21:02

Heiðglyrnir

Solla fiskibolla.
.
Fjóla fjörfiskur.
.
Lady Jane.

3/12/04 21:02

Hexia de Trix

Pollý

Nú eða Doppa

Jafnvel Dóra (þessi með gullfiskaminnið í myndinni Leitin að Nemo)

3/12/04 21:02

Lómagnúpur

Hrygna

3/12/04 21:02

Haraldur Austmann

Ýsa.

3/12/04 22:00

Hermir

"Fiska" hlýtur að vera það augljósa í stöðunni.

Ef það þykir ekki hennta þá er "Beita" gott og gilt fiskanafn.

3/12/04 22:00

Litla Laufblaðið

Voða eruð þið dugleg! það eru komin nokkur sem mér líst vel á , ég ætti kannksi bara að láta ykkur taka allar ákvarðanirnar mínar

3/12/04 22:00

Nafni

Dolly?

3/12/04 22:00

Nafni

Barbara?
Brittney?
Miyoko Watai?

3/12/04 22:01

Fíflagangur

Condolisa Rice. Hefur skemmtilega meðlætisvísun.

3/12/04 22:01

Ég sjálfur

Sushi.

3/12/04 22:01

Enter

Margrét Þórhildur

3/12/04 22:02

kolfinnur Kvaran

Kolfinna.. kölluð Kolla

3/12/04 22:02

Mjási

HALLDÓRA! Í höfuðið á forsætisráðherranum.
Tilvalið nafn á svona fjörfisk.
Passaðu bara að setjast ekki ofan á greyið.

3/12/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Elísabet Brekkan.

4/12/04 00:00

Ísdrottningin

B. Ewing: A fish called Wanda!
Fjörfiskurinn Flekka, Cindi sporðanetta(Syndí á ísl.), Hermína Fischer, Miyoko Fischer, Netla, Krúsílína Kafsynta... Viltu meir?

4/12/04 00:00

Litla Laufblaðið

Nei vitið þið ég held að sigurvegarinn sé kominn, og mun hann tilkynntur á næstu klukkutímum eða dögum... stay tuned

4/12/04 02:01

Hermir

Hermína Fischer! [Ljómar upp]

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.