— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/08
Lexía

Á bisnessmeeting mætti að kveldi
að mæla fyrir boltaveldi

Tók upp veskið, vildi sanna
að værum meðal heldri manna
(smá kampavín á kortið setti
og kavíar að etiquette'i)

Brátt þó lauk þar bisnessþætti
því bústin kerla' á sviðið mætti
sem skók sig og að hætti hippa
hispurslaus þar tók að strippa

Bað mér vægðar, vildi ei horfa
en við mér blasti svissnesk torfa!

Miklu sagan varð þó verri:
er vék mér undan (sannur herri)
því þar var einnig krimmaklíka
- sem kortið tók að strípa líka
á meðan andlit fölt ég faldi
og friðlaus upp að hundrað taldi

---

Er ályktunin einföld sonur:
alltaf skaltu forðast konur

   (2 af 42)  
1/11/08 11:00

Einn gamall en nettur

Bravissimó

1/11/08 11:00

Útvarpsstjóri

Stórgott!
<les aftur>

1/11/08 11:00

Frábært!

1/11/08 11:01

Regína

Já. Við erum stórhættulegar eins og sést á þessu góða kvæði.

1/11/08 11:01

Heimskautafroskur

Hreinasta afbragð – skál!

1/11/08 11:01

Kífinn

Já, ég skal passa mig á þeim þegar tólið virkar ekki lengur. Takk fyrir afbragðsskemmtun.

1/11/08 11:02

Bleiki ostaskerinn

<Strippar og féflettir viðstadda> Já passið ykkur bara!

1/11/08 11:02

Grýta

Sterkur kveðskapur!

1/11/08 11:02

Garbo

Karlmenn!

1/11/08 11:02

Upprifinn

Nú, varst þetta svo þú kellinginn?

1/11/08 12:00

Vladimir Fuckov

Vjer erum reyndar ef eitthvað er líklega helst til duglegir við að forðast konur og getum að því leyti trúlega tekið heilræðið til vor. Þetta er hinsvegar stórskemmtilegur kveðskapur - skál !

1/11/08 12:02

Skabbi skrumari

Hehe... skál

1/11/08 12:02

Þarfagreinir

[Forðast þá bleiku]

1/11/08 13:02

Isak Dinesen

Takk.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.