— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/06
Hugsanir dauðvona manns

Harmur varð er herská læddist veira
að holdi þínu - vildi sjá þig falla
hún myndi frumur finna' og niður salla
já frekast skyldi' ei neinni þeirra eira

Nú líf tók úr þér smátt og smátt að dreyra
þú smeykur máttir vera er tók að halla
því heyrðir aðeins dimman Dauðann kalla
en drottinn vildi' ei láta í sér heyra

Og þegar síðan kom að kveðjustund
þú krafðist eilífðar og svörin vildir
en hugsun að þér ennþá þrengra svarf:

að ekkert væri' - og þegar fórst á fund
við friðinn, þögn sem svar þú loksins skildir
og sjá! um leið og lífið óttinn hvarf

   (11 af 42)  
2/12/06 20:02

Hakuchi

[Fær ryk í augað]

2/12/06 20:02

krumpa

Mikið af ryki í loftinu þessa stundina...
En þetta er talsvert djúp - og þó einföld - speki.
FLOTT

2/12/06 20:02

Regína

Vel gert.

2/12/06 20:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Átakanlegt & innilegt kvæði.
Kumpánsklapp frá mér á herðar þér, Isak.

2/12/06 21:00

krossgata

Vel kveðin og skýr lýsing á brottförinni.
[Klappar]

2/12/06 21:00

Isak Dinesen

Takk takk. Annars vil ég benda á að ég breytti lítillega næstsíðustu línunni, en þannig verður lokakaflinn skýrari.

2/12/06 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Lengi getur góður bragur batnað.

2/12/06 21:00

Jóakim Aðalönd

Stórgott alveg!

2/12/06 21:00

B. Ewing

[Sækir þykkan bunka af "afþurrkunarklútum"] Ferlegt þetta rykvandamál í augum...

2/12/06 21:01

Vímus

Það er alltaf erfitt að horfa á sína nánustu deyja þó það sé í raun það eina sem við höfum á hreinu að hendir okkur öll. Samhryggist þér vinur!

2/12/06 21:01

Þarfagreinir

Ekkert form er sonnettunni betra til að koma slíkum hugrenningum á framfæri. Skál!

2/12/06 21:01

Billi bilaði

Takk fyrir.

2/12/06 21:01

Heiðglyrnir

Laglega gert...Skál.

2/12/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú ert ávalt fimstjörnu maðurinn Ísak

2/12/06 23:02

Isak Dinesen

Ég þakka bara kærlega fyrir mig.

3/12/06 00:00

hvurslags

Já, þú átt allar þessar þakkir og fleiri til skildar. [fær líka eitthvað í augað]

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.