— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 4/12/05
Svarthol kennda

Á Afvötnum eru engin kvikmyndahús. Þar er hins vegar hægt að fá svokallað eftirspurnarvídjó og var það bót í máli. Leiðinlegra er þó að aðeins er hægt að sjá svenskar myndir og stillimyndina úr færeyska ríkissjónvarpinu. Þarna fann ég þó eina kvikmynd sem ég hafði áhuga á að sjá, enda bönnuð. Hola í hjarta mínu eftir Lúkas hinn svenska. Eitthvert nóbodí. Hér á eftir fer dómur um mynd þessa.

Hola í hjarta mínu er klámmynd. Konseptklámmynd. Ekki klámmynd með konsepti heldur klám konsepta. Í þessari mynd koma fram ótrúlega margar kenndir mannsins en haldið saman af engu. Þarna er enginn söguþráður. Við sjáum voyerisma, exhibitionisma, chauvinisma, og sadisma. Sjálfpíslahvöt, niðurlægingu, hallæri, mannfælni, hræðslu. Minnimáttarkennd í ýmsu formi, t.d. gagnvart eigin útliti, stærð brjósta, lengd lims. Tilhneiging til innilokunar og afskiptaleysis. Eirðarleysi, dáðleysi, dugleysi, festuleysi, grandleysi, stefnuleysi og atvinnuleysi. Matarfíkn, kynlífsfíkn og öll önnur möguleg fíkn stjórna lífi þessa fólks.

Og allt í lítilli íbúð með fjórum íbúum yfir nokkurra daga tímabil.

Þarna er hins vegar engin saga. Og það er hvort eð er ekki hugmyndin. Konseptið virðist nefnilega vera að dæla yfir mann eins mörgum hvötum mannsins og hægt er án þess að lýsa því hvað veldur eða hvað það leiði af sér.

Það magnaða er hins vegar að maður nennti að horfa. Af hverju veit ég ekki, en það hlýtur að teljast afrek hjá listamanninum. Aldrei hefði ég ráfað um listasýningu með sama þema í 98 mínútur og fylgst jafn grannt með allan tímann.

En þetta er ein af þeim kvikmyndum sem maður hefur minni og minni þolinmæði fyrir eftir því sem árin líða – svona lagað nær ekki að koma manni á óvart lengur. Hún er þess virði að sjá fyrir fólk sem fáu hefur kynnst. Aðrir ættu að halda sig fjarri.

Myndin fær stjörnuna fyrir það að halda mér við hana allan tímann. Og fyrir að vera á sænsku - það lífgaði aðeins upp á andrúmsloftið.

   (19 af 42)  
4/12/05 05:01

Ugla

Hljómar eins og afskaplega niðurdrepandi og sorgleg mynd.

4/12/05 05:01

Þarfagreinir

Hún er niðurdrepandi og sorgleg já - ég fór á hana í bíó og sé hálfpartinn eftir því. Þessi mynd hefur afskaplega fátt fram að færa; hún er lítið annað en sundsprettur í skolpi 'firringar nútímamannsins'.

4/12/05 05:01

Anna Panna

Já, mig langaði til að sjá þessa mynd af því að ég hélt að Lúkas myndi gera eitthvað spes við þetta efni eins og hann gerði í hinum myndunum sínum. En svo heyrði ég akkúrat þetta sama frá fleirum sem hafa séð hana og mig langar bara ekkert að sjá hana lengur. Það er alveg hægt að nálgast andlegt og veraldlegt klám annars staðar...

4/12/05 05:01

Seinheppinn

Þú hefðir nú getað kallað þetta félagsrit Kvartholsenda.

[Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér]

4/12/05 06:01

krumpa

Jamm, mig hefur aldrei langað að sjá þessa mynd - og þessi gagnrýni gerði alveg útslagið! Takk fyrir það!

4/12/05 06:02

Hakuchi

Úrvals salómónsdómur. Ég hef hins vegar ekki haft áhuga á að horfa á þessa mynd af því að
a) Hún er á asnalegu tungumáli
b) Það er ekkert í henni sem ekki er hægt að finna með auðveldari hætti á gagnvarpinu.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.