— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 6/12/04
Íslendingalimrur

Sáralítill sálmur með kaffinu

Á Íslandi bjórinn er bestur
börnin þau strax læra lestur
En þannig er það
ef þurfum við tað
vonleysu sækjum við vestur

Á Íslandi félagar flestir
fáheyrt að þykist þeir mestir
En kíki á krá
kviknar hjá þrá
að gubb'á þá sem eru gestir

Á klakanum eigum met öll
álfkonur fagrar og tröll
en spyrj'einhver spök
hvort spáin sé lök
þá bullum við víðan um völl

Á Íslandi gæfan er góð
gáskafull er okkar þjóð
En tæpt verður tifið
ef takmarkast lyfið
sem myljum við af miklum móð

   (38 af 42)  
6/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Ísland... best í heimi...

Smellið Isak... Skál

6/12/04 03:01

Litla Laufblaðið

Já, þetta á vel við okkur...held ég. Allavegana mjög flott hjá þér.

6/12/04 03:02

Furðuvera

Hihi... limrur eru alltaf jafn skemmtilegar.
Frábært, æði gott. Jamm.

6/12/04 04:00

hundinginn

Þjer viljið meina, að vor þjóð sje að tapa glórunni?

6/12/04 04:00

Isak Dinesen

Takk.

Hundi: Nei, ætli það. Þetta er nær því að vera hugleiðing um mótsagnakennd yfir höfuð. Ísland er hér notað sem tæki til að koma þeirri hugmynd á framfæri. Nota ég þá tilvísanir sem ég veit að fólk þekkir, en ég er ekki endilega sammála. Til að mynda er ég ekki viss um að aukið lyfjaát Íslendinga sé endilega neikvætt.

6/12/04 04:00

Skabbi skrumari

Allt lyfjaát er slæmt [vonar að Vímus sjái þetta ekki]

6/12/04 04:00

Nafni

Glæsilegar limrur!

6/12/04 05:02

Isak Dinesen

Takk Nafni.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.