— GESTAPÓ —
Bangsímon
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/05
Vakna, borða, vinna, sofa.

Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að lífið verður meira og meira endurtekning eftir því sem maður eldist.

Það er ekki langt þar til ég verð 30 ára. Ég hef rúmlega 7 mánuði þar til að aðalteljarinn hækkar um einn og ekkert gerist. Sólin muni enn setjast á kvöldin, fólk mun halda áfram fæðast og deyja og jörðin heldur áfram að snúast. Ég mun aldrei sjá þetta hætta að gerast, nema ég verði kannski eldri en sólin.

En voru ekki einhverjir hlutir sem maður átti að gera áður en maður yrði 30 ára? Ég hef aldrei pælt í því í hvað það er, en núna virðast það vera of margir hlutir. Margt sem mig langar að gera áður en sólin deyr en það er ekki eins mikil pressa á því. Af hverju þarf maður annars að gera þetta áður en maður verður 30 ára? Er þá ekki lengur hægt að gera neitt? Hvað gerist eiginlega eftir að maður verður 30 ára? Ekkert? Er líf eftir 30 ár?

Ég verð að viðurkenna að mér hefur oft fundist eins og ég verði ekki til eftir eitt ár. Ekki það að ég muni deyja heldur er það bara eitthvað svo súrrealískt að hugsa um það. Ég hef nánast engin plön fyrir framtíðina og ég sé fyrir mér að framtíðin feli í sér endalausa endurtekningu á einföldum hlutum. Vakna, borða, sofa, vinna, djamma, hanga, tala, vinna, borða, sofa, ... Líklega gerir maður svo heiðarlega tilraun til að heimsækja útlönd, læra nýja hluti og þess háttar. Allt sem maður hefur gert áður.

Núna þegar mér hefur tekist að komast í þá stöðu sem mig dreymdi um fyrir nokkrum árum, finnst mér eins og ég hefi orðið fyrir vonbrigðum. Ég er farinn að gruna að lífið sé sælla ef það er alltaf eitthvað sem maður hefur ekki en getur fengið. Eitthvað verður maður að lifa fyrir og ekki er gott að lifa í fortíðinni.

Hvað er annars það sem þið ætlið að gera áður en þið verðið 30 ára? Er eitthvað sem þið mælið með?

   (5 af 16)  
5/12/05 01:01

Offari

Það er víst líf eftir þrítugt. Þegar sá grái birtist yngistu aftur um tuttugu ár!

5/12/05 01:02

krumpa

Ég á þrjá mánuði eftir ólifaða fram að 30. Heittelskaður segir að það sé líf eftir þrítugt - er samt ekki viss um að ég trúi honum...en ég skal láta þig vita!

5/12/05 01:02

Húmbaba

Nú væri gott að hafa tímavélina nærri.
Er ekki tilvalið að skella sér í fallhlífarstökk og berjast við ljón áður en maður verður þrítugur?
Ég set það á listann minn.

5/12/05 01:02

Nermal

30 er engin endalok alls. 40 ára þá fyrst verða menn gamlir.

5/12/05 01:02

Upprifinn

elskurnar mínar aldur er afstæður og ég tala af allavega meiri reynslu en þeir sem ekki eru orðnir þrítugir.

það er nógur tími eftir þrítugt og ekki nokkur ástæða til að kvíða þeim aldri. ég er meira að segja hættur að kvíða fyrir fertugsafmælinu sem maður er farinn að sjá hinum megin við hornið.

5/12/05 01:02

Sloppur

Jég verð 25 í ár og ætlaði mjér alltaf að vera búinn að gera heil ósköp áður en það brysti á. T.d. ætlaði jég að vera búinn að fara í teygjustökk, fallhlífarstökk, eignast jeppa, eiga mitt eigið fyrirtæki, fullt af milljónum og fleira og fleira.
Jég er búinn að fara í teygjustökkið, gerði það fyrir 8 árum síðan.
Jeppann er jég að kaupa núna þessa dagana, en fleira hefir mjér ekki tekist að afreka hingað til.
Þess vegna hef jég ákveðið að framlengja þetta fram að 30, nema einhver sjé til í fallhlífarstökkið með mjér!
[horfir til Húmbaba, Offara og Krumpu]
Mjér hefir oft verið tjáð að mjér sjé vart hugað líf eftir 29 árin, þannig að ég muni aldrei vita hvernig er að vera 30, en það á þó eftir að koma í ljós.
En jég veit að um leið og eitthvað skipulag kemst á líf þitt, verður það að síendurtekinni rútínu og allt verður eins, nema maður fer að finna fleiri og fleiri grá eða gránandi hár með hverjum deginum (Þó yfirleitt ekki fyrr en eftir 40).
Eins og Nermal benti á, er þrítugt engin endalok, 40 reyndar ekki heldur, nema þú sjért persónulega tilbúinn til þess að verða gamall, sem jég vona að þú verðir ekki fyrr en í allra fyrsta lagi fyrr en eftir 60.
Þú verður ekki gamall fyrr en þjér finnst þú vera það!

5/12/05 01:02

Furðuvera

Hættu að spyrja okkur, farðu og gerðu hluti! Gerðu allt sem þig langar að gera, gerðu það sem þú ert hræddur við að gera, farðu til útlanda, lifðu lífinu, og hættu að kvarta yfir að lífið sé tilbreytingalaust.

5/12/05 02:00

Hakuchi

Ellismellur.

[Greiðir yfir skallann. Herðir á magabeltinu og gerir Mullersæfingar]

5/12/05 02:00

Tigra

En húmbaba... ég er búin að fara bæði í fallhlífarstökk og berjast við ljón... og ég er bara tvítug.
Er ég þá ekki í góðum málum?

5/12/05 02:00

Ugla

Í hvaða bíómynd var aftur sagt: Það eina sem þú þarft að vera orðinn þegar þú ert þrítugur, er þú sjálfur.
Er það ekki bara nóg?

5/12/05 02:01

Gaz

Maður á að gera eitthvað alveg klikkað einusinni á ári að minnsta kosti. Bara til að vera á lífi.

Hvað klikkað maður á að gera er persónubundið svo að ekki spirja okkur.

5/12/05 02:01

Húmbaba

Tigra: Jú þú getur eiginlega bara farið og slappað af næstu 10 árin. Gott að finna sér eitthvað föndur til að dunda við svo manni leiðist ekki.

En hvernig fór bardaginn við ljónið? Drapstu litla greyið?

5/12/05 02:01

Tigra

Neinei, við héldum bæði lífi, en ég er með ör á lærinu eftir tennurnar á honum.

5/12/05 02:01

Bangsímon

Touché, Furða, touché. Það vantar samt ekki viljan, bara hugmyndir.

En ef það er sjálfið sem maður þarf þegar maður er orðinn þrítugur þá er ég fukt. Annars langar mig ekkert að verða ég sjálfur. Mundi frekar vilja vera einhver meira spennandi, eða eins og Elliott Smith sagði: "i'm not half what i wish i was."

Never give up, never surrender!

5/12/05 02:02

Nornin

Ég held að maður verði alltaf að hafa amk eitt markmið sem er næstum ómögulegt að ná. Svo smærri markmið sem er auðvelt að ná og ein önnur sem tekur dálítið á að ná en er ekki ómögulegt.

En ég hlakka til að verða þrítug!
Ótrúlegt að heyra þetta, ég veit, en ég held að þá fyrst verði gaman að vera til [Brosir hringin]

5/12/05 02:02

Myrkur

Ótrúlegt hvernig hlutinir samt breytas. Þegar ég var 20 ár fanst mér 30ára vera gamalt. nú eru 7 mánuðir í að ég verði 30. Og ég sem er bara barn, kornungur ennþá.

5/12/05 03:00

Jarmi

Depri-merar!

Ég er kominn ansi vel á veg í 30 og mér finnst ég vera schvona 21... tops.

5/12/05 03:01

Ugla

Jiii..þið eruð bara krakkar!

5/12/05 03:01

Litla Laufblaðið

Úff ég er of lítil til að finnast ég vera gömul. Enda er ég það ekki. Eins og einhver orðaði það er ég "schvona 21 tops"

5/12/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Það eru engin ,,afrek" að fara í teygjustökk, fallhlífarstökk, eignast jeppa eða fyrirtæki o.sv.fr. Þetta er bara lífsreynsla sem sumir vilja eignast og aðrir ekki. Ekki ætla ég í teygjustökk eða gera neitt af þessu, hvorki fyrir þrítugt eða einhvern annan aldur. Veit reyndar ekki með fyrirtækið, það liggur á milli hluta. Auk þess er ekki gáfulegt að halda að maður þurfi að gera eitthvað fyrir þrítugt. Hvaða máli skipir þó maður geri eitthvað fyrir 31 árs aldur? Engu!

Ef ég má ráða þér heilt Bangsi: Fáðu árs frí í vinnunni eða segðu upp, leigðu út íbúðina þína og farðu svo í langt ferðalag, án þess að skipuleggja það neitt sérstaklega mikið. Ég get mælt með Suður-Ameríku til dæmis, en það er marg annað í boði.

5/12/05 03:02

Tigra

Já og ég get mælt með Afríku.
Bangsi.. þú getur gert hvað sem þú vilt.
Bara allt í heiminum!

5/12/05 03:02

Glúmur

Hlutirnir batna með aldrinum.

5/12/05 04:01

Bangsímon

Má ég gera hvað sem er? Af hverju sagðiru það ekki strax?

En já það er gott ráð sem þú gefur mér, Aðalönd. Að skoða heiminn er skemmtilegt og gefandi. Ég á svona ljósmyndabók frá lonely planet sem ég skoða stundum. Ansi hellandi. Mér líður alltaf eins og ég sé vitrari eftir að ég skoða hana. Þarf að fá mér bók um afríku líka líklega.

5/12/05 04:02

voff

Ef þú hefðir verið uppi fyrir ca. 1000 árum síðan hefði þú talist gamall/gömul. Annars rangt að mæla aldur í árum. Það ætti að mæla aldur í reynslu. Hafið einhver ykkar klifið Mt. Everest eða K2? Stokkið úr fallhlíf? Kafað í Rauðahafi? Leikið í Oskars-verðlaunamynd? Stjórnað skuttogara? Flutt ræðu á Alþingi? Dansað við dverg? Gengið yfir Grænlandsjökul? Séð svín fljúga? Keyrt Lambourghini á 200 km/klst? Orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu? Haft eigin sjónvarpsþátt með metáhorf? Lesið smáa letrið á tryggingarsamningi? Verið leystur frá störum vegna drykkjuskapar? Spilað á Roskilde-hátíðinni? Verið handtekinn fyrir óspektir á almannafæri? Sagt upp í fússi vegna ósættis við yfirmann? Samið simfóníu? Drukkið flösku af dry vodka? Klappað bröndóttum ketti sitjandi í ruggustól?

Hversu lengi hefur hinn reynslulausi í raun lifað?

5/12/05 04:02

Bangsímon

Við þyrftum að gera svona lista. Hvað þú gerðir og hversu lengi þú hefur í rauninni lifað. Þá gætum við mælt líf fólks og einhver yrði heimsmeistari í hversu lengi hann/hún hefur í raun lifað..

...eða æi það er samt hálf asnarlegt...

5/12/05 09:02

Pluralus W

Ég er enn á því stigi að ég hef ekki áhyggjur af því þegar fyrri tölustafurinn í aldursmælinum nær þremur. Er bara búinn að setja mér það markmið að vera hamingjusamur. Ert þú hamingjusamur? Er það ekki nógu metnaðarfullt markmið eða er maður að vonast eftir of miklu? Hver og einn hefur sína drauma og væntingar til framtíðarinnar. Sumum finnst nóg að fá útborgað öðru hverju og drekka svo áfengi þangað til þeir eru nógu hugaðir til að tala við einhvern einstakling af hinu kyninu. Síðan er toppnum náð á punkti sem enginn man eftir en gerðist samt. Ummerki sjást á rúminu, þegar maður vaknar ekki einn!

Bangsímon:
  • Fæðing hér: 23/2/05 17:46
  • Síðast á ferli: 5/9/13 01:31
  • Innlegg: 455
Eðli:
Það er betra að vera tveir heldur en einn, því Skemmtilegt verður tvöfalt skemmtilegra þegar maður er tveir, og Leiðinlegt verður bara hálf leiðinlegt.
Fræðasvið:
Ég veit ekki mikið, en ég get spurt vini mína.
Æviágrip:
Ég varð augljóslega til í fortíðinni, þar sem ég er til núna. Veit samt ekki hvað ég var að gera áður en ég varð til. Líklega það sama og núna. Núna er ég að gera það sem ég mun gera á eftir. Ég veit ekki hvað það verður, en ég vona að það verði eitthvað mjög skemmtilegt.