— GESTAPÓ —
Limbri
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/11/03
Mikil gleði, mikil hamingja.

-

Ég fékk bókina Sannleikurinn um Ísland í afmælisgjöf í gær.

Húrra, húrra, húrra, HÚRRA !

Þvílík og önnur eins gleði hefur ekki sést í mörg ár. Teknar voru myndir af mér við atburðinn og er talið að þær myndir vinni PhotoOfTheYear werðlaunin (með amerískum hreim).

Nú gæti ég mín að lesa ekki of mikið í einu. En ég þarf hreinlega að berjast við sjálfan mig að klára ekki bókina í einum mjög snöggum rykk. (Já þið kannist við þetta [Blikkar herramennina lymskulega].)

Þó svo ég hafi eingöngu lesið ca. 20 blaðsíður get ég séð að þetta er með því besta sem komið hefur fyrir mannkynið frá því að fyrstu tvær frumurnar ákváðu að vera vinir og renna saman í fyrsta frumuparið.

Lengi lifi Ísland, lengi lifi Gestapó, LENGI LIFI BAGGALÚTUR !

-

   (5 af 10)  
3/11/03 06:01

Ívar Sívertsen

hvernig væri nú að sýna okkur myndirnar?

3/11/03 06:01

Enter

Til lukku. Þú ert vel að þessu kominn.

3/11/03 06:01

Þarfagreinir

Bókin er afbragðsgóð. Ég keypti mér hana merkilegt nokk handa sjálfum mér í jólagjöf, svo mikið langaði mig í hana. Það er skylda hvers heiðvirðs Gestapóa að eiga að minnsta kosti eitt eintak af þessu merka alfræðiriti.

3/11/03 06:01

Ívar Sívertsen

ég þarf að fara að ná mér í eintak... sú hneysa gerðist um jólin að ég fékk hana ekki! Ég er að hugsa um að skipta Halldóri Laxness fyrir Sannleikann...

3/11/03 06:01

Stelpið

Til hamingju með afmælið og bókina! Bókin er víst til á heimili mínu en þar sem ég er stödd annars staðar yfir hátíðarnar get ég ekki lesið hana strax, því er nú verr og miður. Hef reyndar nóg annað að lesa...

3/11/03 06:01

Heiðglyrnir

Riddarinn samgleðst Limbra alveg í tætlur. Megir þú valta yfir þessa samkeppni Limbri minn.

3/11/03 06:01

Smábaggi

Afmæli milli jóla og nýárs? *Fyllist skelfingu* En til hamingju.

3/11/03 06:01

Rasspabbi

Ívar... ertu að hugsa um að skipta Laxnes út fyrir Sannleikann?
Þetta er ekkert flókið mál, það er skylda þín sem Gestapóa að eiga eintak. Þó svo það kosti þig að skipta bókinni um Laxnes. *leggur hönd á öxl Ívars og reynir að hughreysta hann*

3/11/03 06:01

Ívar Sívertsen

*grætur*

3/11/03 06:01

Nornin

Til hamingju með afmælið kæri Limbri. Og til hamingju með sannleikann!!

3/11/03 06:01

Galdrameistarinn

Til lukku með daginn og bókina. Snilldar bók alveg, er búinn að treina mér hana í heila viku með því að lesa hægt og lítið í einu til að missa ekki af neinu.

3/11/03 06:01

Mosa frænka

Húrra húrra húrra! Til hamingju, Limbri.

3/11/03 06:01

hundinginn

Til hamingju elsku Limri minn!

3/11/03 07:01

Vladimir Fuckov

Til hamingju með að hafa eignast þetta meistaraverk. Sjálfir höfum vér líkt og Galdrameistarinn eigi flýtt oss að klára hana auk þess sem lestur ónefndrar spennusögu tafði fyrir [Veltir fyrir sér að endurlífga fljótlega Hvað ertu að lesa þráðinn enda jólin tími bókalesturs hjá mörgum]

3/11/03 07:01

Limbri

Ég vil nota tækifærið áður en þetta félagsrit fellur af forsíðu Gestapó að þakka fyrir hlý orð í minn garð. Megi þið lengi lifa öll sem eitt. Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar.

-

1/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Til hamingju Limbri minn, vonandi tekst mér að redda mér eintaki svo ég geti tekið þátt í þessari gleði þinni... salút

4/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

Hvar er Limbri núna?!?

5/12/04 20:00

Albert Yggarz

Limbri lifi!!!

1/12/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Já, Limbri lifir!

Limbri:
  • Fæðing hér: 15/8/03 23:53
  • Síðast á ferli: 1/1/08 18:39
  • Innlegg: 664
Eðli:
Hress strákur, kannski soltið seinn stundum en ekki láta það bitna á honum.

Þykir ekki hæfur til manneldis.

Moðir Moðar
Fræðasvið:
Sunduraðgreiniræfilspróf frá Lágskóla KuluSuuk. Hálfsvetrar-skírteini á miðlungsstór míkrafónsett. Brennufræði og skógþynning.
Æviágrip:
Fæddur á elliheimili. Bjó á sínum fyrstu tveim árum bæði á austurlandi og vestfjörðum. Lenti í að vera eltur af einum. Sannkallað regnbogabarn. Lærði að vinna í fiskifýlu. Þykist vera námsmaður þessa dagana. Verður líklega aldrei að manni.