— GESTAPÓ —
Mófreður C. Mýrkjartans
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 3/12/04
Könnun

Smá hugmynd sem kom upp í huga minn þegar ég var að skoða Gestapó

Nú vitum við öll að Ívar Sívertsen sem kominn er aftur keyrir strætisvagn. Þess vegna langar mig að gera smá könnun:

Hver ykkar hafa farið í strætó með Ívari Sívertsen?

Og ef þið hafið farið með Ívarí í strætó þá spyr ég líka:
Hvernig var ferðin?

   (2 af 3)  
3/12/04 02:01

B. Ewing

Ég er ekki viss en tel svo ekki vera [skrambans óheppni] Kannski gerist það í sumar. Þá er hægt að hlakka til.

3/12/04 02:01

Fíflagangur

Iss. Strætó er fyrir gamlingja, smábörn og próflausa fábjána. Hef hins vegar heyrt Ívar syngja. Er ekki viss um að ég vilji sitja í strætó með honum ef hann ekur eins og hann syngur.

3/12/04 02:02

Smábaggi

Ég efast um það.

3/12/04 02:02

Skabbi skrumari

Ég fór þrisvar með honum síðasta sunnudag og heilsaði honum í hvert skipti... hann glotti bara...

3/12/04 02:02

Nafni

he he...

3/12/04 03:00

Jóakim Aðalönd

Keyrir hann á Akureyri?

3/12/04 03:00

Ívar Sívertsen

Nei, ekki keyri ég á Akureyri en miðað við ríg Akureyringa og sunnanmanna þá skal ég alveg keyra Á Akureyri...

En Mófreður minn, takk fyrir hugulsemi í minn garð.

3/12/04 03:00

Tina St.Sebastian

Ég hef séð mynd af Ívari, og finnst ég þekkja hann í öllum skegglausum bílstjórum. Hingað til hef ég ekki heilsað.

3/12/04 03:01

feministi

Ég ætlaði með honum á sunnudaginn, en varð frá að hverfa því hann vildi ekki taka við skiptimiðanum. Ég meina það, hvað sumir geta verið pjattaðir, þó ég hafi verið búin að tyggja hann smá.

3/12/04 03:01

Tigra

Hvaða leið keyrir hann?

3/12/04 03:01

Ívar Sívertsen

ég keyri hinar og þessar leiðir. Ég er þó að meginhluta í Hafnarfirði.

3/12/04 03:01

Dr Zoidberg

Er strætó í Hafnafirði? [klórar sér í skallanum] Er kannski strætó á Patreksfirði líka?

3/12/04 03:01

Tina St.Sebastian

Já, leiðin Hafnarfjörður-Patró er númer 666.

3/12/04 03:01

Montessori

Já já ég tók oft þristinn til Hafnarfjarðar hér í den.

3/12/04 03:02

Hexia de Trix

Ykkur væri nær að skella ykkur í smá túristaleiðangur til Hafnarfjarðar, eins og indælu bresku piltarnir sem báðu mig áðan að hjálpa sér að finna skemmtilegar gönguleiðir um "Bæinn í hrauninu". Ja fussumsvei segi ég bara, að þið getið ekki bauvast til að kynnast eigin nágrenni!
[Nefnir ekki við nokkurn mann að hún sjálf hafi hvorki gengið á Helgafell né Esju og fari nánast aldrei í Heiðmörk]

Mófreður C. Mýrkjartans:
  • Fæðing hér: 15/2/05 21:46
  • Síðast á ferli: 8/3/09 13:55
  • Innlegg: 24
Eðli:
Kallfauskur með ákveðnar hugmyndir um samfélag sitt.
Fræðasvið:
Gagnfræðingur
Æviágrip:
Mófreður Cýrus Mýrkjartansson fæddist á Íslandi, býr þar og ekkert útlit er fyrir brottför á næstunni. Bróðir Dufþaks Játgeirs Mýrkjartanssonar (betur þekktur sem D.J. Mýrkjartans)