— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Dagbók - 7/12/03
Síða 2

Þá er maður aftur dottinn niður af síðu 1 yfir heimavarnarliða. Goggurinn sá fyrir því og líklega kemst maður ekki aftur á fyrstu blaðsíðu meðan þeir, sem þar sitja eru jafn duglegir að dæla frá sér innleggjum og raun ber vitni. En hvað um það. Á síðu 2 er margt gott fólk og mér líður bara ágætlega þar.

Og talandi um gott fólk, þá hitti ég Barbie öðru sinni í Smáralindinni í gær. Við heilsuðumst en það er óneitanlega svolítið skrítið að hitta fólk, sem maður þekkir eingöngu á Baggalúti, jafnvel þó maður hafi séð það einu sinni á árshátíð.

   (26 af 32)  
3/12/06 03:01

Offari

Ertu ekki örugglega aftur kominn á síðu eitt?

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.