— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/07
Friður, ró og fullnæging í fjarlægu landi

Við Salka höfum ákveðið að bregða undir okkur betri fætinum og fara til Indlands í nokkrar vikur.

Það hefur lengi verið draumur okkar Sölku að komast til Indlands til að leggja þar stund á jóga. Nú hafa hlutir æxlast þannig að við sjáum okkur fært að leggja upp í langþráða ferð í byrjun október. Við munum halda til Bihar þar sem gúrú Paramhamsa Satyananda stofnaði hinn þekkta Bihar School of Yoga árið 1963.

Fyrstu vikuna munum við undir handleiðslu Baba Ramdev læra “pranayama” eða djúpöndun og slökun. Seinna mun svo gúrú Mata Amritanandmayi fara með okkur í andlegan leiðangur með fullnægju sálarinnar að leiðarljósi.

Svona mætti lengi telja en seinni hluta ferðarinnar munum við eingöngu leggja stund á Tantra jóga með tilheyrandi slökun, nuddi, knúsi og fleira, sem ekki er vert að telja upp hér.

Meðan á ferð okkar stendur verðum við trúlega lítt nettengd, þannig að margar vikur geta liðið þangað til við sjáumst hér á ný. Við munum þó reyna að setja inn eitt og eitt innlegg ef við komumst einhvers staðar í netsamband.

Við höfum fulla trú á því að við munum snúa til baka sem betri manneskjur, sem hafa fundið sálarró, innri frið og endalausa fullnægju á sál og líkama.

Á meðan við erum í burtu biðjum við ykkur að elska og virða hvert annað og hver veit nema við munum miðla af reynslu okkar seinna í vetur.

Kveðja,
Herbjörn og Salka.

   (3 af 32)  
31/10/07 01:00

Salka

Ooooo Ég hlakka svo til kæri kóngsi minn. <Ljómar upp og knúsar sem aldrei fyrr>

31/10/07 01:00

Grágrímur

Góða ferð og farið varlega...

31/10/07 01:00

Villimey Kalebsdóttir

Haha. Góða skemmtun [Flissar eins og fífl]

31/10/07 01:00

Ívar Sívertsen

Emmmm.... og ætliði þá ekki að koma á árshátíð? [brestur í óstöðvandi grát]

31/10/07 01:00

Anna Panna

[Tekur nokkrar umferðir af kapala bhati í tilefni af umræðuefninu!] Þetta hljómar dásamlega!

31/10/07 01:00

Finngálkn

Ég fór nú einu sinni að strjúka á mér rónann í jógatíma og þá var nú ekki mikil ró né nirvana yfir yfirkvikindinu...

31/10/07 01:00

Finngálkn

Já og til hamingju það er alltaf fullnægjandi að láta drauma sína rætast!

31/10/07 01:00

hlewagastiR

Alltaf hressndi að iðka júdó. Góða ferð!

31/10/07 01:00

Hvæsi

Til lukku með þetta, hvað eru þetta margar vikur og hvenær farið þið ?

31/10/07 01:00

Hvæsi

Hver leysir af keisaraembættið ?

31/10/07 01:00

Útvarpsstjóri

Fariði á jappanum?

31/10/07 01:00

Útvarpsstjóri

Eða ætliði að ríða fjörurnar?

31/10/07 01:00

hvurslags

Að sjálfsögðu fara þau fjörurnar - MIðjarðarhafið og Afríka gæti verið smákrókur en vonandi eru þau vel ríðandi.

31/10/07 01:00

Ívar Sívertsen

Jah... af félagsritinu að dæma þá verða þau ríðandi einhvern hluta tímans. [setur upp perrasvipinn og forðar sér]

31/10/07 01:00

The Shrike

<Hnýtir þeim blómsveiga>

31/10/07 01:00

Wayne Gretzky

Tjah..þó svo mér finnist jóga vera bull og allt það...þá segi ég góða ferð og vonandi njótiði þessa í botn....

31/10/07 01:00

Wayne Gretzky

Vonandi sjáist þið eitthvað hér á meðan.

Hvenær komið þið aftur?

31/10/07 01:00

Álfelgur

[Flissar]

31/10/07 01:00

Álfelgur

Já, og skemmtið ykkur vel [Flissar enn meira]

31/10/07 01:00

Tigra

Yoga er sko langt frá því að vera bull litli maður.
Frábært hjá ykkur og til hamingju!
[Heldur áfram að stunda yoga í sveittum íþróttasal upp í Háskóla Íslands]

31/10/07 01:01

Steinríkur

Ég bý í Pune, svo að þið verðið ekki nema um 2000km frá mér þegar ég kem aftur til Indlands.
Á ekki að kíkja í kaffi?

31/10/07 01:01

Garbo

Góða ferð!

31/10/07 01:01

Skabbi skrumari

Skemmtið ykkur vel... og góða ferð...

31/10/07 01:01

krossgata

Góða ferð! Er ekki blútbann þarna?
[Fölnar]

31/10/07 01:01

Andþór

Snilld alveg. Skemmtið ykkur frábærlega, þetta verður æði.

Mun sakna ykkar á meðan!
Knús!

31/10/07 01:01

Sundlaugur Vatne

Indland, já. Góða ferð og góða skemmtun. Munið að taka sundföt með.

31/10/07 01:01

Tigra

Ég vil svo bæta því við, að ef einhver á þetta skilið, þá eruð það þið tvö!

31/10/07 01:01

Hvæsi

Ef þið farið á jeppanum þá stoppiði nú á Ítalíu.

31/10/07 01:01

Nermal

Indland er spennandi. Gætið ykkar samt á óvinum ríkisins!!

31/10/07 01:01

Regína

Frábært hjá ykkur. Indland er víst alveg stórkostlegt land að heimsækja.

31/10/07 01:01

hlewagastiR

Danir eru mjög hrifnir af Indlandsferðum. Svo mikil er ásóknin að á Kastrup eru tvei aðalinngangar, annar fyrir Indland en hinn fyrir önnur útlönd. Sei sei já.

31/10/07 01:02

albin

Af hverju skrifa allir tvisar í röð.

31/10/07 01:02

albin

Og góða ferð.

31/10/07 02:01

Rattati

Góða ferð.

31/10/07 02:02

Jóakim Aðalönd

Vonandi njótið þið til hins ýtrasta. Skál!

31/10/07 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Bið kærlega að heilsa honum Ravi Shankar, ef þið skylduð rekast á þann gamla. Hafið það svo indælt á Indlandi – skál í austurátt !

1/12/08 17:02

Skreppur seiðkarl

Ef þið eruð að læra tantrajóga, eruð þið þá bara að leggja grunninn að því að geta teygt ykkur og togað frá himni til helvítis meðan þið ríðið eða eruði öll saman, ábúendur þessarra 50 íbúða að ríða hvert framan við annað einsog hipparnir hér forðum?

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.