— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Næsta hagyrðingamót

Í gærkvöldi, 21. janúar fór fram mjög skemmtilegt hagyrðingamót.

Án efa vilja allir þátttakendur mótsins í gærkvöldi að næsta mót verði haldið áður en langt um líður. Það vilja eflaust líka aðrir hagyrðingar, sem ekki áttu þess kost að mæta í gærkvöldi.

Til þess að hægt sé að halda hagyrðingamót, þarf umsjónarmann, sem ákveður bæði yrkisefni og mótsdag og tilkynnir það með nokkurra daga fyrirvara.

Mig langar til að prófa hér hvort einhver vilji bjóða sig fram til að vera næsti umsjónarmaður. Það er nóg að svara þessum pistlingi til að fá starfið.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Þessum pistlingi verður eytt þegar nýr umsjónarmaður er fundinn.

   (13 af 32)  
1/12/06 22:02

Isak Dinesen

Ég skal bara sjá um þetta.

1/12/06 22:02

Billi bilaði

Jibbííí.

Bráðum kemur blessað mótið
börnin fara að hlakka til...

1/12/06 22:02

Herbjörn Hafralóns

Glæsilegt Isak. Svona eiga sýslumenn að vera. Þér er hér með veitt embættið.

Ég læt þetta standa enn um sinn svo aðrir sjái að nýr umsjónarmaður sé fundinn. Frábært!

1/12/06 22:02

Offari

Glæsilegt..Ég nefnilega þorði ekka að yrða á þig hér að ótta við að ég yrði settur í djobbið.

1/12/06 22:02

Herbjörn Hafralóns

Þinn tími mun koma.

1/12/06 23:01

Altmuligmanden

Eigum við ekki að sína lýðræðið í verki og kjósa á milli Ísaks og Offara?

1/12/06 23:01

Skabbi skrumari

Þetta er glæsilegt... hér er smá samantekt á þeim sem hafa haldið mót... ásamt þeim næsta:

Bölverkur: mánudaginn 4. september
Skabbi skrumari: mánudaginn 11. september
Z. Natan Ó. Jónatanz: mánudaginn 18. september
Barbapabbi: sunnudaginn 8. október
Heiðglyrnir: sunnudaginn 15. október
Offari: þriðjudaginn 24. október
Billi Bilaði: mánudaginn 30. október
Upprifinn: mánudaginn 13. nóvember
Tina St.Sebastian: mánudaginn 27. nóvember
Vladimir Fuckov: sunnudaginn 10. desember
Ívar Sívertsen: miðvikudaginn 27. desember
Herbjörn Hafralóns: sunnudaginn 21. janúar
Isak Dinesen: sunnudaginn 28. janúar

1/12/06 23:01

Billi bilaði

Og hér sést hve margir hafa mætt á hvert mót (talan á eftir vikudeginum):

1 (Mánudagur) 11 Bölverkur
2 (Mánudagur) 13 Skabbi skrumari
3 (Þriðjudagur) 9 Z. Natan Ó. Jónatanz
4 (Sunnudagur) 13 Barbapabbi
5 (Sunnudagur) 7 Heiðglyrnir
6 (Þriðjudagur) 6 Offari
7 (Mánudagur) 9 Billi bilaði
8 (Mánudagur) 10 Upprifinn
9 (Mánudagur) 9 Tina St.Sebastian
10 (Sunnudagur) 11 Vladimir Fuckov
11 (Miðvikudagur) 9 Ívar Sívertsen
12 (Sunnudagur) 10 Herbjörn Hafralóns

(Með því er hægt að átta sig á hvaða vikudagar eru bestir.)

1/12/06 23:01

Regína

Þið farið nú ekki að henda svona dýrmætum upplýsingum.
Mér sýnast sunnudagar og mánudagar koma jafnbest út.

1/12/06 23:01

krossgata

Vantar ekki enn umfjöllunarefni næsta móts?
[Klórar sér í höfðinu]

1/12/06 23:01

Altmuligmanden

Má ég vera með? Kannski gætuð þið gefið mér einhverjar upplýsingar um þetta blessaða mót og tilhögun þess?! Eða er þetta einhver þröngur og innmúraður einkavinaklúbbur?

1/12/06 23:01

Billi bilaði

Já, þú mátt endilega vera með.
Lestu fyrstu blaðsíðuna í þræðinum (a.m.k.) svona til þess að átta þig á hlutunum, og fylgstu svo með hvenær Ísak birtir yrkisefnin (vonandi í dag).
(Allt eru þetta náttúrlega einkavinir, þó engan hafi ég þekkt þegar ég byrjaði í september.)

1/12/06 23:01

Offari

Mældist ég með slökust mætinguna?

1/12/06 23:01

Billi bilaði

Á ég að birta mætingarlistann minn?

1/12/06 23:01

Skabbi skrumari

Já endilega...

1/12/06 23:01

Billi bilaði

Það er komið inn á Eftirteitisþráðinn.

1/12/06 23:02

Herbjörn Hafralóns

Nú tími ég ekki að henda þessu riti.

2/12/06 00:00

Dýrmundur Dungal

Það ætti að vera óhætt, það er búið að skanna það og setja á netið. (Starir þegjandi út um gluggann).

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.