— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Leikið skjöldum tveimur.

Ég skil ekkert í þeim, sem geta komið fram á Gestapó í líki tveggja eða fleiri einstaklinga.

Allt frá því er Gestapó hóf göngu sína á Baggalúti hefur það tíðkast að einstaka Gestapóar hafa komið fram hér sem tvær eða fleiri persónur. Allir kannast t.d. við þá fullyrðingu að Glúmur sé í raun allir Gestapóar þó svo að við vitum að því fari fjarri. Hann er a.m.k. ekki ég.

Fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég skil ekki þessa þörf hjá fólki fyrir því að eiga sér nokkurs konar aukasjálf, eitt eða fleiri. Aukinheldur veldur það mér oft hinu mesta hugarangri þegar ég velti fyrir mér hver sé hver. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur hér um það hverjir eigi sér flest aukasjálf, né heldur hver sé hver hverju sinni.

Hins vegar er það dálítið skrítin tilhugsun að einhver Gestapói, sem manni líkar vel við, geti svo komið fram sem einhver hundleiðinleg persóna, sem maður vildi helst biðja að hypja sig í burtu hið snarasta.

Getur verið að þessir Gestapóar með aukasjálfin séu kleyfhugar eða geðklofar, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga eða er þetta bara allt saman eitt allsherjar grín, gert til þess að rugla okkur hin í ríminu.

Ég þarf varla að taka fram að ég hef aldrei komið fram á Gestapó nema sem ég sjálfur, þ.e. Herbjörn Hafralóns og ég hefði reyndar ekki nægt hugmyndaflug til að leika hér margar persónur.
Sælir eru einfaldir.

   (16 af 32)  
31/10/05 17:02

Finngálkn

Djöfull er þetta snyrtilegt skot!!! - 5 stjörnur af 5! - Ég skil þennan fjanda ekki heldur!

31/10/05 17:02

Offari

Ég get ómögulega skilið þessa áráttu heldur. það eru bara rugludallar sem haga sér svona.

31/10/05 17:02

Dula

Ég er búinn að ransaka þetta mál ýtarlega og komist að því hver er hver og get staðfest að Herbjörn er einn á ferð.

31/10/05 17:02

Nasistinn

Það er ekki mér að kenna þó að Offari hafi skapað mig.

31/10/05 17:02

Ívar Sívertsen

Við erum öll Glúmur! Nema í dag þá er ég ekki glúmur... þá er glúmur ég.

31/10/05 17:02

Jóakim Aðalönd

Ég er Megas. Já, öll erum við Megas...

31/10/05 17:02

Billi bilaði

... gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni.
Gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinni.

31/10/05 17:02

Herbjörn Hafralóns

Kannski einhverjir fleiri komi nú út úr skápnum og segi deili á aukasjálfum sínum.

31/10/05 17:02

Offari

Þegar þú lætur þetta líta út sem sjúklega hegðun er ekki víst að fleiri vilji viðurkenna aðild sína að þessu máli. Ég hef samt grun um að þau aukanikk sem stofuð voru í dag séu flest stofnuð af sama aðilanm.

31/10/05 17:02

Heiðglyrnir

Hafið þér kannað hvort að þér eruð ef til vill auka-aukasjálf herra Herbjörn Hafralóns.

31/10/05 17:02

Offari

Ég treysti ransókn Dularfulla mansins. Herbjörn hefur ekkert fjölgað sér hér.

31/10/05 17:02

Herbjörn Hafralóns

Það hef ég kannað herra Heiðglyrnir og eins og ég sagði hef ég ekki hugmyndaflug til að búa til fleiri persónur. Þar að auki er ég of latur til þess.

31/10/05 17:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég er sammála þér Herbjörn og fynst athæfi bradarakallana hvimleitt og margir aukapóannir hafi aðeins hlutverkið að skjóta smá títiprjónum í sálina og leggja í einelti . Takk fyrir ábendinguna

31/10/05 17:02

Herbjörn Hafralóns

Nú er búið að stofna réttindafélag fyrir auka-aukasjálf og þar er allt að verða vitlaust sýnist mér.

31/10/05 17:02

feministi

Látum þau bara verða vitlaus og pössum lykilorðin okkar. Það að eiga aukasjálf að spjalla við það hlýtur að vera með því allra lélegasta sem nokkur getur fengist við.

31/10/05 18:00

Vladimir Fuckov

Oss finnast þessi aukasjálf reyndar geta verið skemmtileg hjer sjeu þau notuð í hófi og notuð á 'rjettan hátt'. Eflaust eru skiptar skoðanir um hvað 'rjettan hátt' sje en vjer vitum að til eru aukasjálf er einkennast að áliti voru af miklu og skemmtilegu hugmyndaflugi og hafa þau stundum sett skemmtilegan svip á Gestapó.

Eitt finnst oss þó alveg ljóst: Ýmis aukasjálf hafa verið ofnotuð undanfarið og sjer í lagi hafa að líkindum óþarflega mörg slík verið stofnuð að undanförnu.

31/10/05 18:00

Offari

Ég er búinn að parkera mínum eintökum en ég lofa engu um að ég sé hættur það verður tíminn að leiða í ljós.

31/10/05 18:00

Sundlaugur Vatne

Auka hvað? Geta menn, karlar og konur, ekki bara verið þeir sjálfir?

31/10/05 18:00

Herbjörn Hafralóns

Það er naumast hvað þessi pistlingur hefur þyrlað upp miklu ryki, sem er bara ágætt.

31/10/05 18:00

Skabbi skrumari

Eins og hefur margsinnis komið fram þá er ég hættur þessu aukasjálfsbraski, ekkert þeirra hefur fengið að tjá sig á núverandi Gestapó... í allt urðu þau 3 en ekkert af þeim var til vandræða, bara örlítið mismunandi persónuleikar... en vel mælt Herbjörn og kominn er tími á að hætta þessu braski... Skál...

31/10/05 18:01

Golíat

Mæl þú manna heilastur Herbjörn bróðir. Hef sjálfur engan skilning á tvöfeldni hvað þá margfeldni.

31/10/05 18:01

Von Strandir

Mæl þú manna heilastur Hr. Herbjörn. Mér finnst þetta aukasjálfakraðak þrautpirrandi.

31/10/05 18:01

Herbjörn Hafralóns

Ég þakka góðar undirtektir. Svo má líka spyrja hvað menn ætli að gera komi til þess að haldin verði árshátíð? Verða aukasjálfin öll skilin eftir heima?

31/10/05 18:02

Sloppur

Mæta þá nokkuð nema 20 stk?
Þ.e.a.s. ef Glúmur er jafnmargir og haldið er fram?

31/10/05 19:01

Gaz

Ég er geðklofi að sjálfsögðu en ekkert minna aukasjálfa nenna að vera á lútnum undir eigin nafni.
Ég er ekki Glúmur!

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.