— GESTAPÓ —
Gloria
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 2/12/04
Pirringur yfir tækninni

Er að hefja nýtt líf í Baggalútíu og þá vill ekki betur til en svo að tæknin virðist ætla að bregðast mér. Búin að vera í klukkutíma að reyna að komast inn á msn en allt annað virðist virka, ekki það að það sé eitthvað slæmt að geta flakkað um gervalla Baggalútíu til að kynna sér staðhætti en auglýsi einnig hér með eftir staðkunnugum leiðsögumönnum. Maður veit aldrei hvaða ævintýri leynast neðan við næstu brekku eða hvaða álfur kemur til með að skjótast út úr hvaða hól og því tel ég að mikilvægi leiðsögumanna verði sjaldan ofmetið. Því veldur msn sambandsleysið töluverðum pirringi hjá Gloriu, sem annars er geðgóð flestum stundum.

   (1 af 1)  
2/12/04 08:00

Heiðglyrnir

Vertu velkomin Gloria og njóttu vel.

2/12/04 08:00

Tina St.Sebastian

Í sambandi við msn, þá veit ég að fleiri hafa átt í erfiðleikum með að komast inn í kvöld. Villa 8?

2/12/04 08:00

Galdrameistarinn

MSN er ónýtt. er búið að vera meira og minna niðri undanfarna daga. Mæli með því að fólk nái sér í Skype http://www.skype.com
Það er hægt að nota það eins og MSN líka.

2/12/04 08:00

Tina St.Sebastian

Ég kemst á msn...

2/12/04 08:00

Ívar Sívertsen

Heyrðu mig nú Galdri... ef þú ert með ótakmarkað dánlód þá er gott að vera með Skype... jú og ef þú ert með 2MB ótruflaða beinlínutengingu út í höfuðstöðvar Skype. Þetta er megabæta svampur og höktari helvítis. MSN verður bara að duga okkur. Ég hins vegar sakna iPulse samkiptahugbúnaðarins frá OZ. Þar voru margir drulluskemmtilegir fítusar!

2/12/04 08:01

Þarfagreinir

Hvað er þetta ... fáið ykkur bara Linux og gaim, þá leysist allur vandi.

Gloria:
  • Fæðing hér: 7/2/05 18:01
  • Síðast á ferli: 8/6/05 00:36
  • Innlegg: 0
Eðli:
Gloria er greifynjan af Scandal og sinnir þar embættisverkum í formi góðgerðarstarfsemi.
Fræðasvið:
Stjörnuskoðun og erótísk ráðgjöf.
Æviágrip:
Gloria er ólöglegur innflytjandi í Baggalútíu og býður þess með óþreyju að fá að snúa heim í Scandalinn úr útlegðinni. Hefur mest verið á fjöllum (með tröllum og jólasveinum) það sem af er. Hefur einnig sést sletta úr klaufunum á froðudiskótekum víðs vegar um veröldina.
Hatar kóngulær, þær eiga heima í berjamó.