— GESTAPÓ —
St. Plastik
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 2/12/04
Á hverju er vald byggt?

Er vald eitthvað sem maður tekur eða eitthvað sem manni er gefið? Hvernig berst maður við vald?

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig maður berst við voldugri andstæðinga en maður sjálfur. Mér finnst eins og maður geti það í raun ekki án þess að finn einhvern veikleika hjá andstæðingnum. Nú er ég að tala um bardaga almennt, ekki endilega líkamlegan eða vitsmunalegan. Gæti verið tilfinningalegur eða jafnvel andlegur, hvernig sem það mundi útfærast. En það er ekki efni pistilsins.

Ég mig langar heldur til að útlista hvernig vald getur verið til og á hverju það byggist. Athugið að þetta eru bara mínar vangaveltur og ég er ekki að halda fram að þetta sé endilega rétt).

Augljóslegasta vald sem maður finnur er vald sem ógnar með ofbeldi (líkamlegu og andlegu). Það er sýnilegasta valdið í kringum okkur. Við sjáum það hjá lögreglunni, hernum, foreldrum sem skamma börnin sín og örugglega hjá okkur sem einstaklingum (til dæmis þegar við ógnum þess að fara í fýlu eða þess háttar tilfinningarlegra kúgun). Þetta eru mjög missterk dæmi, en byggja öll á því sama. Reyndar er herinn og lögreglan oftast að þjóna öðrum herra en sjálfum sér, en ekki alltaf. Ríkisstjórnin beitir valdinu til að fá sínu framgengt. Ef þegnar gera ekki það sem ríkisstjórnin vill, beitir hún ofbeldi. Það gera þetta allar ríkisstjórnir.

En ef við tökum valdið frá þeim? Munum við þá fara eftir því sem ríkisstjórnin segir okkur að gera? Tökum sem dæmi að það má ekki stela. Við mundum ekki stela bíl? Við mundum ekki stela sjónvarpi? En samt sem áður stelum við kvikmyndum á vefnum. Hvers vegna? Vegna þess að það er ekki hægt að ná okkur fyrir það. Ef ég stel bíl þá finna þeir bílinn og handtaka mig. Ef ég stel kvikmynd á vefnum, taka Þeir varla eftir því og ég kemst upp með það. Enda gera það allir, þannig að ef þeir ætla að handtaka mig, sem næ í eina og eina kvikmynd á DC++ eða Bittorrent yrðu þeir að handtaka flest alla sem ég þekki. Þeir hafa ekkert vald yfir mér og ég geri það sem mér sýnist.

Nema það væri hægt að mynda þjóðfélagslega kennd um að það að það megi ekki stela stafrænu skemmtiefni. En þá erum við komin með annarskonar vald, sem er ekki svo augljóst, og það er heilaþvottur. Við segjum t.d. við barn að það megi ekki borða nammi fyrir kvöldmat. Fyrst segjum við því það oft. Svo ef það óhlýðnast skömmum við það (vægt andlegt ofbeldi, svona eins og að slá á putta) og svo eftir nokkrar endurtekningar er það innprentað í barnið að maður borðar ekki nammi fyrir kvöldmat. Það hættir að efast og það er orðið að sannleika. Heilaþvottur. (Ef til vill af hinum góða, en við erum ekki endilega að velta okkur upp úr því hér hvað er gott eða illt.)

Þetta má svo yfirfæra yfir á hvaða vald sem er. Kirkjan segir okkur að það má ekki stela og við eru orðin svo vön því að við efumst ekki um að það sé slæmt. Boðorðin tíu eru hluti af menningu okkar.

Þriðja valdið er áþreifanlegra og það er að það er hægt að bjóða eitthvað sem öðrum vantar til að fá hann til að gera eitthvað fyrir sig. Peningar gefa völd því við getum alltaf boðið þá í skiptum fyrir þjónustu eða hluti. Það er samt stundum ekki ljóst hvor aðilinn heldur vald yfir hverjum. Hefur barnið ekki vald yfir foreldrinu með því að fá nammi fyrir að vera þægt? Þetta getur án efa orðið flókið þannig að við pælum ekki meir í því.

Svo er það fjórða valdið og það er að sumir einstaklingar virðast hafa vald yfir öðrum vegna ástar. Sem dæmi má nefna trúarleiðtoga. Ég trúi því að þetta sé til, en ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg. Það má samt ekki rugla þessu saman við Þriðja valdið, sem gæti verið að lofa plássi í himnaríki eða syndaraflausn. Það eru bara lokkandi loforð, ekki ósvipað ógn um ofbeldi. Þetta er heldur ekki heilaþvottur, heldur einhver óáþreifanlegur eiginleiki sem tengist ást. Ég veit ekki alveg hvað það er, en ég þekki það þegar ég sé það. Þeir sem við elskum vald yfir okkur án þess að lofa eða hóta okkur nokkuð. Sumir mundu kannski kalla þetta heilaþvott, en ég er ekki sammála því.

Nú tel ég mig hafa talið upp allar gerðir af völdum sem við gætum rekist á á lífsleiðinni. Mér finnst nokkuð ljóst á þessu að vald er ekki eitthvað sem maður tekur heldur er það eitthvað sem annað fólk gefur manni. Stundum þvingar maður það út úr fólki, en það hefur samt alltaf val um hvort það gefur vald yfir sér.

En hvernig getur maður orðið óháður valdi? Við getum ógnað valdinu með sterkara valdi, en það veit ekki á gott og vindur uppá sig. Ég tel því að besta lausnin til að vera óháður valdi, er að vera óháður öllu. Ef einhver ógnar þér með ofbeldi, vertu þá óháður sársauka. Ef einhver býður þér gull og græna skóga, vertu þá óháður veraldlegum auði. Ef einhver reynir að heilaþvo þig vertu þá óháður skoðunum annarra. Ef einhver gefur þér ást í stað valds, finndu þá alla þá ást sem þú þarft hjá sjálfum þér.

Lausnin er að vera óháður öllu og öllum.

   (1 af 1)  
2/12/04 07:00

Hermir

Já þarna erum við að tala saman. Vertu óháður, sjálfum þér nægur. Djöfull var þetta flott hjá þér. Nú til dags eru allir vælandi og hálf pissandi á sig út af smá lögreglu-valdi. Bara gefa skít í þetta, hætta að hugsa um það og vera sjálfs síns herra. (Samt ekki anarkismi, því hann virkar ekki mjög vel).

Þú ert búinn að bjarga hinum vestræna heimi með þessum pistli.

2/12/04 07:00

hundinginn

Vald er byggt á guðhræðslu og hefur alltaf verið! SKÁL!

2/12/04 07:01

Ég sjálfur

Ábyggilega gott félagsrit, en ég nenni ekki að lesa það.

2/12/04 07:01

feministi

Lausn þín er engin lausn, því miður. Stór hluti af því að vera manneskja er að mynda tengsl við aðrar manneskjur. Án þess værum við ekkert.

2/12/04 07:01

St. Plastik

Já það er alveg satt feministi, það er erfitt að vera óháður mörgu. Ég er ekki að gera að gamni mínu að segja að það er líka erfitt að vera óháður mat og súrefni.

En það er vel hægt að mynda tengsl við aðrar manneskjur þó maður sé ekki háður þeim.

Þó svo að ég sé ekki að reyna fá alla til að hætta að bera ábyrgð á sér eða gjörðum sínum, held ég að við erum svo langt leidd inn í vef þjóðfélagsins að það virðist ómögulegt að hætta að vera háður því. En það getur vel verið hægt og samt verið hamingjusamur. (Hvernig það er hægt er allt annað vandamál.)

2/12/04 07:01

B. Ewing

Hættuleg grein, þeir sem lesa þetta gætu orðið óháðir Baggalúti... [finnur fyrir undarlegri óháðri tilfinningu, hleypur út]

2/12/04 07:01

Smábaggi

Ég nennti að lesa félagsrit, aldrei þessu vant. Athyglisvert nokk, en fullt af stafsetningarvillum (ekkert að því).

2/12/04 07:01

St. Plastik

ég er búinn að laga textan smá með hjálp púkans. ég var ekki að nenna því í gær. takk, Smábaggi, að benda mér á það.

2/12/04 07:01

Smábaggi

thx, np

2/12/04 01:00

Coca Cola

Okkar vald er fólgið í huga vorum. Að láta hvergi bugast og neita að viðurkenna það sem er rangt, neita að viðurkenna yfirvald sem lifir fyrir sjálft sig og hika ekki við að standa upp í hárinu á ofjörlum okkar. Því með því að neita þeim um að ráða yfir okkur sviftum við þá valdi og við stöndum vörð um það sem er réttilega okkar.
Svo ég vitni nú í herra W.Wallace "they can take away our lives but they'll never take away our FREEDOM"

2/12/04 01:00

Hermir

Cola, Plastik og ég virðumst allir vera sammála hér. Hinir eru villupúkar.

St. Plastik:
  • Fæðing hér: 30/1/05 20:16
  • Síðast á ferli: 23/2/05 17:41
  • Innlegg: 0
Æviágrip:
Fæddur meðal mörgæsa og gíraffa í suð-suður Afríku, þar sem hann lærði smekklegan klæðaburð og að maður eigi alltaf að bera höfuðið hátt, þó svo vindar á móti blási. Flutti 13 árum seinna til Suðurskautsins og ólst upp unglingsárin með móður sinni, þar sem hún gerði neðansjávar rannsóknir á vísindamönnum. Aðeins 19 ára gamall gerði Plastik stórmerka uppgötvun í stærðfræðilegri eðlisfræði, en því miður gleymdist uppgötvunin þegar það rann af honum. Móðir hans lést 3 árum seinna við rannsóknarstörf, þar sem hún hætti sér of nálægt viðfangsefninu. Plastik fór þá að heiman og lofaði tveim eldri bræðrum sínum að hann skildi snúa aftur heim þegar hann væri búinn að finna afa sinn. Afi Plastiks hafði verið kóngur Afríku, en vonda stjúpamman hafði svikið konungsríkið út úr honum fyrir ósiðsamlegan kynlífsgreiða. Plastik ferðaðist um alla veröld og eyddi 1 ári í hverri heimsálfum, þar sem hann lærði nokkra leyndardóma um lífið hjá gömlum skeggjuðum mönnum og tannlausum konum. Eftir að hafa lært allt sem mikilvægt var, fór hann á féló hjá ríkinu og giftist leiðinda kellingu sem keðjureykti og vann sem sjúkraliði. Nokkur ár liðu, en þegar Plastik varð 23 ára sá hann að leyndardómur Afa síns hafði enn ekki verið fundin. Því ákvað Plastik að hann skildi halda til framandi landa. Kellingin hafi hvort sem er gifst eldri manni með ljótar tennur, sem vann á deildinni hennar. Plastik hafði heyrt um land upplýsinganna hjá félögum sínum á atvinnuleysisnámskeiðunum. Land þar sem maður ferðast frjáls um frumskóginn, konurnar voru allar ungar og lauslátar, og það var hægt að týna ávexti internetsins ókeypis af trjánum. Hann sá að þar hlaut leyndardómur Afríku-afa að vera, svo að hann keypti sér flugmiða til internetsins hjá Símanum, stökk inn í tölvuna og flaug yfir. Það var eins og engill internetsins hafi leitt hann áfram, svo það var ekki langur tími þar til að hann lenti á Baggalúti og sá að þar var gott að vera.