— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/09
Nú líður senn að hinu ónefnanlega

Raunheimaleyniþvættingur.

Já með hverjum deginum sem líður færumst við nær og nær hinu ónefnanlega sem er raunheimahátíð af stórhættulegri sort. Sumir fagna því ákaft en þó eru sumir sem geta ekki á heilum sér tekið af ótta við að ef hinu ónefnanlega er fagnað of snemma, geti það á einhvern furðulegan hátt dregið úr allri gleði eða breytt gleði í sorg . Nokkrir eru þó á því að best væri með öllu að eyða slíkri gleði og uppræta þannig allt sem tengist hinu ónefnanlega.

Sem betur fer eru þeir þó alltaf fleiri og fleiri sem laumast til þess að gleðjast innra með sér óháð fyrirfram skilgreindum tímasetningum þó þeir hleypi sinni barnslegu gleði eigi út á almannafæri, fyrr en óhætt er að opinberlega viðurkenna vanmátt sinn og gleði vegna hins ónefnanlega án þess að vegið sé að þeim úr launsátri afturhaldsafla.
Þeir sem eiga erfitt með að hemja sig um of, hljóta að launum mikla gremju hinna bókstafslegu sem telja að ekki sé leyfilegt að huga að hinu ónefnanlega fyrr en fyrsta dag lokamánaðar þar eð þannig var það þegar að langalangamma var á lífi og ef að við því sé hróflað muni himnarnir hrynja og stjörnukerfið hnýta krans (sem að mér þætti reyndar fróðlegt að verða vitni að)

En hvort sem þér reynist vera af snemmbæru tegundinni eða þeirri seinbæru má engu skipta á meðan þér gætið yðar á að raula ekki s___a upphátt í raunheimum því að þá eigið þér á hættu að vera handtekin af mannréttindaráði fyrir trúboð af verstu og hættulegustu gerð.

Góðar stundir.

   (1 af 33)  
1/11/09 02:02

krossgata

Úff! Eins gott að þetta rit er af tegundinni Pistlingur en S____R.
[Veltir fyrir sér hvort þurfi að endurskoða nafngitir tegunda rita á Gestapó]

1/11/09 03:01

krossgata

Þarna á auðvitað að standa: ...Pistlingur en ekki S____R.

1/11/09 03:01

Regína

Hvað gerist ef við nefnum hið ónefnalega? Kemur það þá?

1/11/09 03:01

Ísdrottningin

Ég er nú svo mikið barn í hjarta mér að það færir mér bara gleði að nefna það en ég þori ekki að hrópa neitt upphátt ennþá...

1/11/09 03:01

Vladimir Fuckov

Nefna ber að takmarkaður nefnanleiki ónefnanlegra fyrirbæra tengist negatífum nefnanleika nefndra fyrirbæra að því leyti að fyrirbæri er tengjast ónefnanlegum fyrirbærum geta sökum ónefnanleika ónefnanlega fyrirbærisins sjálf þurft að hafa aukinn ónefnanleika frá því sem eðlilegt er þar eð of neikvæður ónefnanleiki gæti stofnað ónefnanleika ónefnanlega fyrirbærisins er allt snýst um í hættu með því að of hár tengdur nefnanleiki valdi því að augljóst verði hvað hið ónefnanlega er og að ónefnanleiki hins ónefnanlega verði þar með í reynd ígildi nefnanleika.

1/11/09 03:02

woody

Ertu að tala um árshátíðina?
Og trúboð Bagglýtinga?

1/11/09 05:01

Ísdrottningin

Aha, Vlad minn þú ert eins og ferskur vindblær á fjöllum. Það má alltaf treysta á þig til að setja málin í skýran og kristaltæran búning [andvarpar af feginleik og aðdáun].
woody. Kannski og kannski ekki, raunheimahátíðir eru hvort eð er svo hverfular skemmtanir.

1/11/09 05:02

Kiddi Finni

Ónefnanlegar þakkir!

1/11/09 06:01

Huxi

Happy hanuka.

1/11/09 16:01

Urmull Ergis

Þarf maður að vera edrú þarna?

1/11/09 17:01

Sannleikurinn

Vladimir................og jeg sem hjelt að jeg ætti að vera sá bilaðasti allra hjerna. En nei.........þvílík snilldar snilld!
Woody hvaða trúboð? Trúboðið þitt kannski? ERTU MEÐ TRÚBOÐ Í BAGGALÚTÍU? Það er svo sum allt í lagi mín vegna.........

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið