— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/07
Cosmoperine

Jæja hvernig er þetta yfirlestrar?

Cosmoperine® inniheldur virka efnið Perine sem unnið er úr pipar (black pepper and long pepper). Rannsóknarteymi Nexagen hefur náð að þróa bestu fáanlegu virkni Forslean jurtarinnar og með notkun þess og Cosmoperine við þróun plástursins hafa þeir náð að hámarka upptöku efnanna í líkamanum því virkni Forskolin eykst með virka efninu Perine. Ennfremur er thyreodinum að finna í Cosmoperine en það er þekkt náttúrulækningameðal sem m.a. viðheldur jafnvægi efnanna í plástrinum.

ChromeMate® Chromium poly-nicotinate eða króm er hér í áhrifaríku náttúrulegu formi sem búið er að tengja B vítamín-niacini sem m.a. lækkar blóðfitu. Þetta nauðsynlega steinefni eykur brennslu og dregur úr sykurlöngun með því að jafna blóðsykur og hafa áhrif á efnaskiptin. Króm hefur stundum verið kallað nammibaninn/sykurslökkvarinn.

   (2 af 33)  
9/12/07 18:00

Upprifinn

Virka efnið í Brennivíni heitir Ákavíti.
[skálar.]

9/12/07 18:00

Grágrímur

Ertu farin að selja Herbalife?

9/12/07 18:00

Ívar Sívertsen

Ertu að læra næringarfræði eða ertu komin með pervertískan áhuga á þessum efnum? [glottir eins og fífl]

9/12/07 18:00

Jarmi

Einn cosmopolitan takk.

9/12/07 18:01

Ísdrottningin

Eruð þið að gera grín að mínum pervertísku áhugaefnum?
Ég sendi á ykkur ísbjörn ef þið eruð ekki þæg <glottir ógurlega og sýpur á blút>

9/12/07 18:01

Álfelgur

Ég er með ofnæmi fyrir krómi. [Gengur á dyr]

9/12/07 18:01

Ísdrottningin

Álfelgur: Fékkstu nokkuð glóðarauga?
Skrabbi: Vinsamlegast ekki nota svona orðbragð í minni návist

9/12/07 18:01

Álfelgur

[Nuddar á sér ennið] Nei ekkert glóðarauga, bara nokkuð stóra kúlu.

9/12/07 18:01

Ívar Sívertsen

Ég er alls ekki að grínast. Þetta er sem sagt bara gríðarlegur áhugi á málefninu?

9/12/07 18:01

Heiðglyrnir

Afar fróðlegt "go" Ísdrottning..Riddarakveðja.

9/12/07 18:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Áhugavert í meira lagi. Ég kýs þó heldur Kahlúa® útí etanólmeðhöndlað vatn með mjólkurdreytli eða rjóma.

9/12/07 19:00

Jóakim Aðalönd

Ég sendi bara skagfirzka rauðhálsa á ísbjörninn...

9/12/07 19:01

Regína

Svo ég svari nú spurningunni þarna efst: Mér finnst fyrsta setningin óþægilega löng.

9/12/07 20:01

Skrabbi

Frábær samantekt! Maður sér næstum David Attenbourogh fyrir sér.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið