— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/07
Guarana og Camellia Sinensis

Ég er enn að vinna í því sama og nú er komið að Guarana og Camellia Sinensis eða grænu teþykkni. Ég kann ykkur bestu þakkir fyrir yfirlesturinn og aðstoðina.

Guarana er unnið úr Paullina Cupana sem er jurt með frábæra eiginleika. Hún er mjög orkugefandi og brennsluaukandi. Guarana hækkar epinephrine/adrenalín í blóði og eykur þannig skerpu, athygli og orku en heldur um leið niðri matarlyst. Guarana hefur sterk andoxunar og bakteríudrepandi áhrif sem hefur sérlega góð áhrif á flesta húðkvilla, sérstaklega bólur og bakteríusýkingar. Inniheldur einnig Epicathechin og proanthocyanidins en Epicathechin er aðalandoxunarefnið í græna teinu og proanthocyanidins þekkja flestir sem holla efnið í rauðvíni.

Camellia Sinensis eða grænt te þykkni er vatnslosandi og hefur áhrif á heilbrigði líkama og húðar á margan hátt vegna andoxunar og bætiefnaáhrifa sinna. Það dregur úr eyðileggingu sindurefna á frumum nútímamannsins en sindurefni stafa m.a. af mengun, stressi, sólböðum og slæmri næringu (unninni fæðu) og valda þannig ótímabærri öldrun frumna. Virku efnin flýta fyrir endurnýjun heilbrigðra frumna, stuðla að þyngdartapi, minnka blóðkólesteról og eru talin stuðla að heilbrigðri hjartastarfsemi ásamt því að hafa krabbameinshemjandi áhrif.

Eftir aðfinnslur og breytingar lítur þetta svona út:

Guarana er unnið úr Paullina Cupana sem er jurt með frábæra eiginleika. Hún er mjög orkugefandi og brennsluaukandi. Guarana hækkar epinephrine/adrenalín í blóði og eykur þannig skerpu, athygli og orku, hefur áhrif á blóðsykur en heldur um leið niðri matarlyst. Guarana hefur sterk andoxunar og bakteríudrepandi áhrif sem hefur sérlega góð áhrif á flesta húðkvilla, sérstaklega bólur og bakteríusýkingar. Í Guarana eru efni sem gera líkamanum betur kleyft að nýta sér fituforða líkamanns til brennslu. Inniheldur koffín en einnig Epicathechin og proanthocyanidins en Epicathechin er aðal andoxunarefnið í græna teinu og proanthocyanidins þekkja flestir sem holla efnið í rauðvíni.

Camellia Sinensis eða grænt te. Úr því er unnið þykkni (EGCG) sem er vatnslosandi og hefur áhrif á heilbrigði líkama (sérstaklega húðarinnar) á margan hátt vegna andoxunar og bætiefnaáhrifa sinna. Það dregur úr eyðileggingu sindurefna á frumum okkar en sindurefni stafa m.a. af mengun, stressi, geislum sólar og slæmri næringu (unninni fæðu) og valda þannig ótímabærri öldrun frumna. Virku efnin flýta fyrir endurnýjun heilbrigðra frumna, stuðla að þyngdartapi, minnka blóðkólesteról og eru talin stuðla að heilbrigðri hjartastarfsemi ásamt því að hafa krabbameinshemjandi áhrif.

   (3 af 33)  
9/12/07 16:01

Jarmi

Merkilegt að EGCG standi fyrir Green Tea Extract.

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Það var verið að fræða mig um að það á ekki að standa á evrópsku umbúðunum heldur Camellia Sinensis svo ég breytti ritinu.

9/12/07 16:01

Andþór

Ákaflega gaman að þessum fróðleik.

9/12/07 16:01

Regína

Cyanid? Er það ekki hættulegt?

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Cyanide er eitur en þetta efni held ég teljist til bíóflavínóða.

9/12/07 16:01

krossgata

"Camellia Sinensis eða grænt te þykkni er vatnslosandi og hefur áhrif á heilbrigði líkama og húðar á margan hátt vegna andoxunar og bætiefnaáhrifa sinna."

Ég sé ekkert stórvægilegt að þessum texta, en til gamans þá las ég ofangreinda setningu: að það hefði áhrif á heilbrigði líkama --- og húðar .... sem sagt í merkingunni að húða eitthvað. [Flissar eins og fífl] og var ekki fyrr en við annan lestur að það síaðist inn að verið var að tala um áhrif á húðina.

Hahaha.

9/12/07 16:01

Furðuvera

Ehemm... Camellia Sinensis er einfaldlega latneskt heiti teplöntunnar. Leiðinlegt að kalla eitthvað grænt temauk sama nafni. Ég myndi persónulega ekki láta neitt svona mauk ofan í mig, gamla góða teið sjálft er nóg fyrir mig.

9/12/07 16:01

Upprifinn

Nöfnin á þessum nýjustu félagsritum þínum minna mig á Vímus.

9/12/07 16:02

Skabbi skrumari

Ákavíti er líka vatnslosandi... Skál

9/12/07 16:02

hlewagastiR

Cyanide heiti blásýra á íslensku, bara svo ég upplýsi hvað sú bláa er að reyna að véla ofan í ykkur. Reyndar getur blásýra í temmilegum skammti með lútsterku kaffi, smá sterkaskoti og nettri spíttræmu skapað dúndurflotta stemmingu. Vímus getur staðfest þetta.

9/12/07 16:02

Offari

Er hægt að brugga eitthvað holt úr þessu tei?

9/12/07 16:02

Offari

Ég átti að sjálfsögðu við hollt kæra drotning.

9/12/07 17:02

Jóakim Aðalönd

Ég drakk eitt sinn seyði úr Guaraní-indíánum í Paraguay...

9/12/07 17:02

Ísdrottningin

Búin að laga og breyta frumritinu, ég skal setja breytta textann neðst í félagsritið. Takk fyrir hjálpina.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið