— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
Kæra dagbók II

Er stóð ég í ströngu, / var að troða tölvu í / forriti var ekki troðið / nema að tölvu træðist í - Eintreður tölvu í , tvítreður tölvu í, þrítreður tölvu í ..............Nei, nóg komið!

Nú er svo komið að ég hef þörf fyrir að rekja hér raunir mínar.

Þannig er að í haust fór blessaður tölvugarmurinn að endurræsa sig í tíma og ótíma og gerðist heldur betur dyntóttur.
Í byrjun var nokkuð langt á milli en styttist svo smám saman við lítinn fögnuð frá minni hálfu.
Tölvugúru ættarinnar var kallaður út til aðstoðar en það tjóaði lítið því fljótlega eftir að hann yfirgaf svæðið byrjaði sama sagan aftur.

Við frumgreiningu var talið að harði diskurinn væri að gefa sig og farið út í þá aðgerð að kaupa nýjan, hann forritaður og öllum gögnum hlaðið inn. Sú aðgerð breytti engu.

Þannig leið nú tíminn fram í janúar að endurræsing og „blue screen“ voru orðnir daglegir félagar og engu að treysta í tölvumálum.
En þá gerðist það að aflgjafinn gaf sig með flottum hvelli og rafmagnsútslætti og blessuð sé minning hennar.

Næsta skref eftir tilhlýðilegan sorgartíma var að velja arftakann og jú eftir miklar pælingar og samanburð var tekin ákvörðun og fjárfest í nýrri tölvu með fullt af skemmtilegu innvolsi, miklu fleiri innpúttum og átpúttum, diskagleypi og alltof stórum flatskjá.
Nýja apparatið var borið heim og sett í samband, jibbí jæ, nú skyldi sko tölvast. Þegar búið var að laga til og breyta umhverfi og aðlaga, bókarmerkja réttu síðurnar og svona þetta helsta sem mikilvægt þykir, þá blasir við mér ............................................... „blue screen“

En af því að ég var orðin svo vön þessu veseni þá voru viðbrögðin ekki sem skyldi og þar með var ég áfram í sama pakkanum og ég var í með gömlu tölvuna.
Það var ekki fyrr en ég var að tuða við vinkonu í símann að það rann upp fyrir mér að það væri ekki eðlilegt að borga 140 þúsund krónur fyrir eitthvað sem virkar ekki.

Og þá upphófst leiðinda-þrautagangan að röfla við lið sem ekki vildi viðurkenna að eitthvað gæti verið að, jú á endanum tóku þeir við tölvunni á verkstæðinu og sögðust hafa samband.
Svo leið vika - ekkert,
tveir dagar - „ha já ég skal athuga málið, ég hef samband við þig í dag“... -ekkert
tveir dagar - sölustjóri: „ha já ég skal athuga málið, ég hef samband við þig eftir tuttugu mínútur“ - ekkert
næsti dagur - sölustjóri „ha hringdi enginn í þig“
Daginn eftir var loksins talað um að við fengjum nýja tölvu en fyrst þurfti að fá það samþykkt. Eftir mikinn þrýsting fékkst loksins í gegn að hægt var að sækja nýja tölvu í lok dags.

Ný tölva, aftur... jibbý eða þannig sko. Endurtaka allt dæmið, ná í Firefox, hlaða inn hugbúnaði og „driverum“ fyrir öll tæki og tól og svo framvegis.
Ég finn bara fyrir þreytu og áhugaleysi, hvað ef að þessi tölva strækar líka á mig um leið og ég slaka á og fer að njóta þess að eiga hana að ‹andvarpar›

Á hinn bóginn get ég huggað mig við að ef/þegar nýja tölvan verður frágengin verður „gamli“ nýi harði diskurinn gerður að flakkara með því að skella honum í nýkeypt, þar til gert hulstur.

Eintreður tölvu í , tvítreður tölvu í, þrítreður tölvu í..............
Uss suss!

Góðar stundir

   (7 af 33)  
3/12/06 06:00

Ísdrottningin

Afsakið Krossgata og Jarmi en ég var svo ósátt við að ná ekki að setja myndina með áðan að ég gerði nýja færslu. Hér er copy/paste það sem þau skrifuðu:

6/3/07 00:52krossgata
Var þetta nokkuð Acer tölva og viðskipti hjá Svar?
[Hryllir sig]
Ef svo þá áttu alla mína samúð. Já og líka þó það sé ekki.

6/3/07 00:54 Ísdrottningin
Nei, reyndar ekki.

6/3/07 01:10 Jarmi
Skiptu út tölvugúru ættarinnar. Hann er ekki að standa sig

3/12/06 06:00

Offari

Ég hef nú verið í tvö ár að skammast við eina tölvuverslun útaf því að þaf fylgdu engir diskar með minni tölvu. Núna eru þeir loks búnir að viðurkenna að diskarnir áttu að fylgja með. Ætli það taki ekki önnur tvö ár að fá þá til að senda mér þá? Sem betur fer keypti ég mér aðra tölvu til að nota á meðan ég er að bíða eftir diskunum því talvan hefur ekki verið nothæf í rúmt ár útaf þessu diskaleysi.

3/12/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Össs...

Huxið ykkur ef bílasalar létu svona. Það væri bara varla bíll á götunum því þeir væru allir í umskiptingu endalaust.

3/12/06 06:01

Dula

Þetta er svona akkúrat hjá mér , ég var að kaupa mér laptop og hann er dáinn. Fyrirtækið fór á hausinn sem gerir við þessa tegund af tölvum og bleh bleh

3/12/06 06:01

B. Ewing

Ég er með lausina.... [Sviptir hulunni af stórum kassalaga hlut] MAKKÍNTOSHHHJ! Ég hef átt mína í bráðum tvö ár, hvorki hósti nér stuna. Öll "WIndows" [Fær óútskýrðan kuldahroll] kerfi sem ég þarf inni á henni líka og meira að segja hægt að setja upp þann óbjóð sérstaklega í dag. Verðið á tölvunum er fínt ef flogið er til útlanda að sækja vélina.
Á hinn bóginn virðist það vera raunverulegur sparnaður að kaupa græju sem virkar pottþétt þó hún sé dýrari frekar en að kaupa græju sem virkar kannski.....

[Dreifir trúarbæklingum Makkaranna á alla]

3/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

Það er rjett sem B. Ewing segir að það borgar sig alls ekki að kaupa það ódýrasta á markaðnum. Hætta er á að slíkur 'sparnaður' hverfi fljótt í viðgerðarkostnaði og ýmsu veseni.

Eigi álítum vjer Macintosh-tölvur neitt betri en góðar PC-tölvur. Þetta er fyrst og fremst spurning um smekk (og í sumum tilvikum trúarbrögð).

3/12/06 06:01

Offari

Mér finnst Macintons gott en baukurinn hefur aldrei enst meira en viku og það kalla ég bara ekki góða endingu.

3/12/06 06:01

krossgata

Ég kaupi sko merkjavöru þegar komið er að tölvum. Reynslan hefur kennt mér að þó það sé aðeins dýrara þá reynist það betur og þjónustan er betri.

3/12/06 06:01

Grágrítið

Það er ekki annað boðlegt fyrir ykkur sem ekki kunna við að vera tölvulaus, en að læra vel á þessar græjur, þekkja tengin og vita hvað þarf í tölvuna. Svo þegar komið er að uppfærslu þá er farið á vaktin.is og keypt hægstæðasta vélbúnaðinn og setja þetta saman sjálfur. Þarf bara eitt skrúfjárn.

3/12/06 06:01

Grágrítið

Offari, þú mátt alveg segja okkur hvaða tölvufyrirtæki er hér á ferðinni svo hægt sé að forðast slíkann óbjóð.

3/12/06 06:01

Ísdrottningin

Krossgata, hvað er merkjavara í tölvum?

3/12/06 06:01

krossgata

Dell, IBM HP Compaq er það sem ég skoða og svo tilteknar týpur innan vörumerkjanna. Hvað vinnustöðvar varðar kann ég vel við Dell Optiplex, fartölvur IBM Thinkpad (nú Lenovo) T-línan. Ég kunni ágætlega við HP áður en það varð Compaq líka, en síður eftir sameiningu því er það aftast á mínum lista.

3/12/06 06:02

krumpa

Ahhh - IBM eru dyntóttar, þekki tvær svoleiðis sem eru bara til eilífra vandræða. HP-Compacinn minn hafði alveg sína kosti - þar til hún hrundi - en það var nú meira andúð minni á vírusvörnum að kenna. Nú er ég með Toshiba sem er ódýr og stendur vel undir væntingum miðað við verð... Held það sé hægt að fá mánudagseintök í öllum tegundum.
En hvað er að ske með þig? Sé ekki betur en það séu málfarsvillur í ritinu! (Af minni hálfu en ekki frá...).

3/12/06 06:02

Ísdrottningin

Villa, hvar? [skelfur á beinunum] Þarna sjáið þið hvað þetta er hættulegt, undanfarið hef ég ekki getað dundað mér við leiðréttingar í tölvunni og hef því þurft að láta mér nægja að lesa Blaðið og Fréttablaðið og verða samdauna vaðlinum...

En hvernig finnst ykkur uppfærsla mín hér að ofan af Stebbi stóð á ströndu?

3/12/06 06:02

krumpa

virkilega flott...

3/12/06 06:02

Kondensatorinn

Skelfilegt þegar óáran sem þessi dynur yfir og heilsugæslan í molum. Tek undir með Grágrýtinu. Mért hefur reynst best að klambra þessu saman sjálfur. Mér líst illa á þessar nýtísku plastferðatölvur sem gera lítið annað en bilast á fólk í tíma og ótíma.

3/12/06 07:00

Jarmi

Tölvur eru fyrir kellingar og löggur.

[Skransar útaf sviðinu og rotar mörgæs]

3/12/06 07:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mín tölva er plöguð af einhverskonar hljóðbúnaðartruflunum, sem fara smámsaman versnandi. Þvímiður er tölugúrú minnar fjölskyldu búsettur í öðrum landsfjórðungi, en hann hefur nokkrumsinnum tekið þetta til athugunar - & ævinlega er það sama sagan:
Próblemið virðist leyst; tölvan er einsog hugur manns - þangaðtil fyrrnefndur tölvuspekingur er fjarstaddur. Þá verður allt sem fyrr, í baklás.

Þá hringir maður, einusinnisemoftar, í aðstoðarlínu söluaðilans, & rekur raunir sínar. En - einsog flestir vita - er það ekki til neins, þarsem nauðsynlegar aðgerðir af hálfu þjónustuaðilanna yrðu yfirleitt svo dýrkeyptar að líklegast væri bara "hagkvæmast" að kaupa nýja vél, með öllu tilheyrandi . . .

Vitið þér enn, eða hvað ?

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið