— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/04
Matarhugleiðing

offita er nefnilega ekki einfalt mál.

Matur, hvað er það...
Ja ekki er það eitthvað sem að náttúran býður okkur uppá...
Ekki lengur allavega.

Matur í dag er svo fullur af aukefnum að það er ekki lengur réttnefni að kalla hann mat, réttara væri að kalla hann verksmiðjuframleiðslukokkteil.

Af hverju að nefna það í samhengi við offitu, jú það verður enginn of feitur nema að hann borði of mikið af þeim mat sem uppfullur er af aukefnum.
Ef einstaklingur borðar eingöngu fæðu sem skilar honum þeirri næringu og orku sem hann þarf á að halda, þá kemur hann ekki til með að eiga við offitu að stríða.
Ef hann hins vegar borðar eingöngu unna fæðu og fæðu sem er næringarsnauð og þess í stað full af sykri, fitu og aukefnum, þá er hætta á að einstaklingurinn þrói með sér fíkn sem leiðir til offitu.

Sá sem er haldinn fíkn, hvort sem hún er kölluð matarfíkn eða sykurfíkn, hann er ekki við stjórn á sínu lífi því að líkaminn kallar á svölun á fíkninni og þá er fljótlega kominn næringarskortur, skortur á orku (til allra athafna og hreyfingar) og mikilvægum vítamínum og því fylgir þunglyndi o.m.fl.

Þetta er flókið samfélagslegt fyrirbrigði því að þetta er eitthvað sem að flestir vita en fæst ekki opinberlega viðurkennt.
Ef þetta yrði viðurkennt þá væri verið að játa því að það sé hreinlega verið að eitra fyrir okkur jafnt og þétt...

Það er málið, það er verið að eitra fyrir okkur og það með okkar samþykki. Við borðum nefnilega matvörur eins og:
[atriði]Sykur í þeirri mynd sem að við þekkjum hann er ekki efni úr náttúrunni. Búið er að taka gráa sykurinn sem unninn er úr sykureyrnum og klórþvo hann í skilvindum til að fá hvíta litinn. [/atriði]
[atriði]Hvítt hveiti (líka kallað þarmakítti...) er erfðabreytt korn sem búið er að vinna úr nær alla næringu. [/atriði]
[atriði]Hvít hrísgrjón er líka matvara sem búið er að vinna úr alla næringu og það sem verra er að þau eru mjög sterkjurík:
Sterkjan er kolvetni, rétt eins og sykurinn, munurinn á þessu
tvennu er fyrst og fremst fólginn í fjölda sykursameindanna.
Í sterkjunni skiptir fjöldinn hundruðum en í sykrinum eru
sameindirnar aðeins ein eða tvær (Dæmi um sterkjurík
matvæli eru kartöflur, hrísgrjón og pasta, brauð, morgunkorn
og aðrar kornvörur).
hvít hrísgrjón eru því ekkert betri en sykurinn. [/atriði]
[atriði]Salt (natríum klóríð) er óæskilegt og helsta ráð lækna hvað mataræði snertir er að draga úr saltneyslu. Í raun er þó ekki nóg að minnka natríumneysluna, auka þarf neyslu kalíums sem myndar mótvægi við natríum í líkamanum. Í stað venjulegs salts má nota kalíumauðug saltlíki eins og íslenska Eðalsaltið frá Sjóefnum eða Seltin. Einnig er mjög gott að bragðbæta matinn með kryddjurtum á kostnað saltsins. [/atriði]
[atriði]MSG er alveg kafli útaf fyrir sig en það er verksmiðjuframleitt bragðaukandi efni sem hefur ekki sterkt einkennandi bragð. Það hefur hins vegar þann eiginleika að geta dregið fram eða aukið bragðeinkenni matvæla. MSG er natríumglútamat, einnig þekkt sem Þriðja kryddið eða E 621. Þó nokkuð er um óþol gegn MSG og er vel þekkt að efnið getur valdið bráðum einkennum þegar það er notað í miklu magni. [/atriði]
[atriði]Upplýsingar um E aukefnin fást http://www.ust.is/media/ljosmyndir/matvaeli/enumer.html [tengill] hér [/tengill] [/atriði]
[atriði]Mjólk er efni í langan fyrirlestur... En hér læt ég nægja að minna á að kúamjólk er ætluð fyrir kálfa. En þegar þeim er gefin fitusprengd og gerilsneydd kúamjólk þá DREPAST þeir. [/atriði]
[atriði]Mjólkurvörur s.s. jógúrt, þykkmjólk, abt mjólk o.s.fr. vil ég nefna hér vegna hins mikla sykurmagns sem þær innihalda. [/atriði]
Læt ég hér staðar numið í eiturefnaupptalningu þó eflaust sé hægt að bæta ýmsu fleiru við listann.

Ef þú átt við offitu, orkuleysi, vindgang, bólgur, magaverki, liðverki, niðurgang, hægðastopp, o.s.fr. að stríða, þá er fyrsta skrefið til bata að henda út óæskilegum matvælum.

Eini gallinn er sá að manni er gert þetta svo fjandi erfitt með lélegum og oft ónógum merkingum.

Lifið heil heilsu...

Takk fyrir mig
Ísdrottningin

   (25 af 33)  
2/12/04 17:01

bauv

Lifi Lýsið!

2/12/04 17:01

Fíflagangur

Var einmitt, meðan ég las þetta, að skófla í mig hýðishrísgrjónum með hvítlauk, lauk og léttsoðnum þorski með dilli, pipar og sjávarsalti.
Skolaði því niður með vatni.

2/12/04 17:02

Hilmar Harðjaxl

Helvítis ofsóknaræði.

2/12/04 17:02

Lómagnúpur

Æ, ísdrottning. Leiðinlegt að sjá hvað þú ert gegnsýrð af vanþekkingaráróðri heilsufóðurshommamafíunnar. Það er ekki heil brú í þessum pistli. Og að kenna svokölluðum "aukaefnum" um offituvanda heimsins lýsir ekki bara vanþekkingu heldur menningarhroka.

2/12/04 17:02

Nafni

Mikið rétt hjá þér Ísa, þó þú gangir kannski full langt í fullyrðingum þínum um gerilsneydda mjólk. Það er engu lagi líkt hvað unnar matvörur eru í raun mengaðar.

2/12/04 17:02

Smábaggi

Þvílík vitleysa. Þér væri nær að bæta á listann <b>raunverulega</b> skaðlegu matvælin, m.a. blómkál, appelsínur og kindakjöt. Síðan hef ég líka alltaf passað mig á geitaosti, enda mæli ég ekki með honum.

2/12/04 17:02

Lómagnúpur

Ég vil rétt sem snöggvast biðjast afsökunar á fullhranalegum orðum í belg hér að ofan. Skollinn hefur hlaupið í mig, en þó ekki hin töfrandi pakkakartöflumús sem ég kýldi í mig áðan. Mmm, maggí.

2/12/04 17:02

Mófreður C. Mýrkjartans

Mér er spurn, hvað eigum við þá að borða? Mér skilst á matvælafræðingum að best sé að fara bil beggja. Ekki henda út óæskilegu efnunum heldur minnka þau. Þá verður fíknin ekki eins áberandi og maður getur verið meðvitaðri um það sem maður lætur ofan í sig. Maður sem losar sig við öll þessi efni verður vitstola af hungri og fíkn.

2/12/04 17:02

Smábaggi

Ég hélt að þú værir loksins orðinn almennilega neikvæður. Síðan dregurðu þetta bara til baka, tuh.

2/12/04 17:02

Heiðglyrnir

Afar heilnæmur pistill kæra Ísdrottning. Fyrir tveimur árum síðan varð Riddarinn fyrir svona smá sjokki hvað varðar aukaefni í matvælum, í þessu tilviki rotvarnarefni. Riddarinn hafði verslað, með ýmsu öðru, plastinnpakkaðar tebollur frá Millunni.
Fyrir einhverjar orsakir enduðu þær í skápnum, og ólýsanlegur er hryllingur og ógeð Riddarans þegar hann fann þær hálfu ári seinna ómyglaðar og alveg eins og daginn sem hann keypti þær, núna tveimur árum seinna er sömu sögu að segja. Fátt vekur mann eins rækilega til umhugsunar eins þetta. Þó erum við heppinn hér á Íslandi, okkar reglugerðir eru mjög strangar á að aðeins séu notuð bestu og fullkomnustu rotvarnarefni sem völ er á, því er ekki fyrir að fara í mörgum öðrum löndum. Riddaranum er minnisstæð reynsla af neyslu slíkra efna í t.d. Eistlandi, sem enduðu með þvílíku bráðaofnæmi, að kalla þurfti til mannskap í hvítum sloppum, vopnuðum sprautum, pillum og guð má vita hverju. Nokkrum mánuðum síðar gengu þeir í Evrópusamlagið og þetta tiltekna efni var bannað. Aukaefni í matvælum, eru ekki til að grínast með, heldur háalvarlegt mál.
Kæra Ísdrottning hafðu þökk fyrir þennan pistil.

2/12/04 18:01

Lómagnúpur

Engu að síður hefði matvælabyltingin ekki orðið nema fyrir sakir "aukaefna" í mat og þá sætum við ekki hér pattaraleg ásamt fimm milljörðum vina okkar. Orðið "aukaefni" er ákaflega viðfemt og hefur því miður fengið á sig afar neikvæðan blæ.

2/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Herra Lómagnúpur þetta eru bæði sannar og réttar staðhæfingar en engu að síður börn síns tíma. Geymslu aðferðir voru af skornum skamti, flutningar tóku langan tíma, þannig að þetta var ódýr og góð leið til bjargræðis.
En nú er bara öldin önnur, hver er skilgreining menningasjúkdóma, jú það eru sjúkdómar sem má rekja til þeirra viðbóta sem framfarir og breyttir lífshættir hafa fært okkur umfram það sem áður var.
Stór hluti af þessum viðbótum eru aukaefni sem sett eru í matvæli: til að auka geymsluþol, til að bæta útlit, til að ná fram bragði o.s.fv.
Það má segja sem svo að nú sé að eiga sér stað önnur matvælabylting, sem gerir kröfu um hreinar afurðir náttúrulega ræktaðar án aukaefna.

2/12/04 18:01

Hermir

Iss, verið ekki að þessu væli, bombið bara í kjamma eins og einum McBigMcMacMc og stútið honum alveg með svalandi McSjeikMcDrulluMc. Þannig haldast línurnar í góðu (hring-)lagi.

2/12/04 19:00

Vímus

Margt af þessu er ágætt, en mér virðist gæta furðulega útbreyddrar hræðslu fólks við kolvetni. Ég hef kynnt mér smávegis um fíkn og veit t.d. að sætindafíkn er oft afleiðing af kolvetnaskorti. Að sjálfsögðu er munur á kolvetnum. Það eru flókin kolvetni sem gera það að verkum að blóðsykurinn helst jafnari og þar með orkan. Kolvetni tel ég að eigi að vera um 50-60 % af fæðunni, prótein 30 % og fita 10-20 % Kolvetni og fita í of stórum skömmtum samanlagt er það versta sem menn stoppa í sig. Svo er bara að taka vel á því og nota kolvetnin sem eldsneyti en próteinið er byggingarefni líkamans. Þetta var alltof erfitt að skrifa þetta svo ég verð að fá mér smá amfetamín og öllara. En í guðanna bænum farið vel með ykkur. Skál!

2/12/04 21:00

St. Plastik

mmm... aukaefni!

Kannski í framtíðinni verða aukaefni og MSG svo stór hluti af menningu okkar að líkami mannsins fer að nýta þessi efni til góðs. Þá munu aukaefni ekki lengur vera óholl, heldur flokkuð sem vítamín! mmm...

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið