— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Ísdrottningin

Kíki bara inn eldsnöggt...
Er að fara að pakka niður flís og lopa.
Það kom sem betur fer smá frost og fer kólnandi (stefnir jafnvel í snjó á hálendinu, þetta yndislega kalda hvíta manstu...) því að stefnan er tekin á fjöll á morgun, strax eftir vinnu.

Fákurinn nýbónaður og klár og andinn er reiðubúinn...

Jíhí ég kemst á fjöll til að hlaða batteríin *glöð*

Já ,,bæ ðe vei" ef þið hafið ekki áttað ykkur á því fyrr, þá eru þið að fatta það núna.... ekki satt?

Af hverju ég er Ísdrottningin
*sé ljósin kvikna í andlitum þegna Baggalúts*

Sögustund verður væntanlega að ferð lokinni

Góða helgi
Ísdrottningin

   (31 af 33)  
2/12/04 03:02

Smábaggi

Nefndu þetta eitthvað svo það þurfi ekki smásjá til að finna dagbókina.

2/12/04 03:02

Ívar Sívertsen

Það er til siðs að vera með nafnspjöld svona fyrst um sinn

2/12/04 04:00

Ísdrottningin

hmm, þið verðið að útskýra þetta nánar, nafnspjöld?
Hvernig notar maður ,,umsögn" þegar dagbók er skrifuð?
Ég er enn svolítið græn, en þetta kemur allt með kalda vatninu...

2/12/04 04:00

Órækja

Ég var fyrir löngu búinn að átta mig á nafngiftinni, enda er líkingin augljós. Sendi samúðarkveðjur til Ískonungsins.

2/12/04 04:01

Skabbi skrumari

Hér eru menn að misskilja orð þín og halda greinilega að hér sé komin Drottningin okkar hún Júlía... ég aftur á móti veit það að hún færi varla að mæta sem ný persóna, enda engin ástæða til þess...
Aftur á móti kallarðu þig ísdrottninguna vegna þess að þú ert alltaf upp á jöklum = ís... og ert drottning þar... er ég ekki að lesa nafnið þitt rétt?

2/12/04 04:01

Órækja

Ég vona að Skabbi telji mig ekki á misskilningi byggðann, ég færi aldrei að ásaka ástkæra drottningu vora Júlíu um útivist.

2/12/04 04:01

Skabbi skrumari

Ég vona að Órækja afsaki misskilning sem varð vegna misskilnings á hugsanlegum misskilningi...

2/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

Nú er ég eitthvað að misskilja ykkur... er þetta ekki bara einhver rangur misskilningur?

2/12/04 04:01

Órækja

Nei nei, þetta er réttur misskilningur.

2/12/04 04:01

Vladimir Fuckov

Ha ? En oss sýnist á öllu að þvert á móti sé um að ræða rangan skilning.

2/12/04 05:01

Ísdrottningin

rangur skilningur á réttum misskilningi þá? *he he*
Nafnið mitt, ísdrottningin kom af sjálfu sér þegar ég þurfti auðkenni á erlendum síðum sem ég var að þvælast á; Ég er jú móðir prinsessu annars vegar og hins vegar elska ég jökla og hálendi ísland og veit ekkert betra en að jeppast þar um...

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið