— GESTAPÓ —
Bara ég!
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/05
Kæri Óli

Ykkur er öllum boðið í partí!

Til Óla partístjóra í stóra partíhúsinu í sveitinni:

Kæri Óli.

Málið er að þú býrð í þessu stóra húsi og allt. Sameign þjóðarinnar og allt það, eða?
Ég frétti að Bjöggi og Búggi hefðu fengið húsið lánað til að halda partí fyrir Mikka vin sinn þegar hann kom frá útlandinu. Ég sko borga sko skatt eins og B&B svo að ég var að spá....á ég ekki jafnmikið í húsinu þínu og þeir? Leigirðu húsið til veisla svona almennt eða var þetta eitthvað spes?

Þetta er annars agalega fínt hús sem þú býrð í sko. Geggt flott til að halda partí í.

Alla vega, svo ég komi mér að efninu: ég er að fara að halda partí, alveg eins og Bjöggi og Búggi. Málið er að mig vantar bara partípleis. Geturðu reddað mér?

Þetta er sko svona heimkomupartí alveg eins og þetta sem þú varst með um daginn. Það er sko fyrir Bjössa frænda. Hann er nú reyndar að koma frá Hrauninu en ekki útlandinu, en þú lætur það nú varla fréttast.

Við komum auðvitað með veitingar sjálf. Og held líka þú þurfir ekkert að skaffa þjóna og svona í þetta skiptið... Verður aðallega bara svona landaþema í partíinu...landabolla og svoleiðis...þurfum ekkert að nota silfrið þitt eða neitt sko...

Við verðum heldur ekkert voða mörg - bara ég og Bjössi og nokkrir vinir okkar. Það væri samt gott ef þú gætir rýmt eins og eina stofu fyrir okkur því auðvitað fréttist svona...

Kæri Óli, mikið hrikalega finnst mér annars geggt gott framtak hjá þér að vera farinn að reka svona salaútleigu. Við Bjössi og gengið erum einmitt búin að vera að leita að hentugum stað.

Með greiðsluna, þá frétti ég nú að B&B hefðu ekkert borgað, en ef þú ert blankur þá getum við örugglega reddað eins og einni fartölvu eða dvdspilara. Þið Dóra eruð svo auðvitað velkomin að kíkja í landann hjá okkur - enda verðugir fulltrúar almúgans!

Kæri Óli, reikna svo með að þið sjáið okkur fyrir fari í bæinn eftir geimið.

Elsku Óli, ég reikna þá með að heyra frá salaleigufyrirtækinu þínu.
Hlakka geggt til,
Þín Dísa.

Ps. frétti reyndar líka að fyrirtækið þitt sæi - ókeypis - um sali og veitingar fyrir árlegar útskriftarveislur. Það eru reyndar veislur fyrir þinn árgang úr MR - en málið er að við úr blikksmíðadeildinni eigum líka útskriftarafmæli á næsta ári... heldurðu að þú getir plöggað okkur?

   (1 af 5)  
31/10/05 16:01

B. Ewing

Mæli ekkert með þessum sal, að minnsta kosti fyrir hópa í rútum.

Frétti að um helgina hafi tveir hópbílar farið með um 100 manns í átveislu þarna og bílstjórunum var bara boðið upp á kaffibolla. Já, segi og skrifa KAFFI-BOLLA. Ekki kleinu með, ekki brauð eða kex eða kannski MAT (eins og aðrir gestir fengu). Nei. kaffibolli var það heillin.

Skítapleis.

31/10/05 16:01

Bara ég!

hey - sumir eru bara merkilegri en aðrir - en ef sumir fá LEIGÐA veisluaðstöðu til að halda veislu þarna í EIGIN NAFNI - en ekki nafni ríkisins - af hverju ekki við??? Ráðlegg öllum að senda sams konar bréf til Óla partístjóra.

31/10/05 16:01

Offari

Takk Dísa ég veit vel að það verður gleði hjá okkur þegar ég slepp.

31/10/05 16:01

Offari

Er þetta nógu fínt húsnæði fyrir árshátíðina?

31/10/05 16:01

B. Ewing

Ég skil þig fyllilega. Best að fara að semja bréfið.

31/10/05 16:01

Vladimir Fuckov

Skemmtilegur pistlingur. Þarna hlýtur að vera hægt að fá ókeypis aðstöðu fyrir árshátíð Baggalúts þar eð búið er að borga fyrir aðstöðuna gegnum skattkerfið [Ljómar upp].

31/10/05 16:01

Anna Panna

Þetta er frábær hugmynd, nefndin fer í málið!

Bara ég!:
  • Fæðing hér: 25/1/05 17:44
  • Síðast á ferli: 13/11/06 09:53
  • Innlegg: 29