— GESTAPÓ —
Montessori
Fastagestur.
Pistlingur - 2/12/04
Kynning

Það að kynna sig er hin besta kurteisi og vil ég halda í heiðri þeim sið er hefur tíðkazt til þessa. Vonandi opnar þessi pistill arma ykkar til mín og eitt skuluð þið vita að hugur minn er þar sem þið eruð.

Oftar en ekki hefur maður þvælst á milli staða í netheimum í leit að hinum sanna sannleika, sannri skemmtan og sannri lífsgleði. Hvar sem maður hefur drepið niður músarbendlinum kemur maður að tómum kofanum hvað þetta þrennt varðar. Það var svo fyrir rúmu ári síðan að ég féll inn fyrir borgarhlið Baggalútíu og þá varð ekki aftur snúið. Stundirnar eru ófáar þar sem ég hef bókstaflega vatnað músum yfir fréttaskrifum ritstjórnar. Ekki hefur verið lát á því, þvert á móti. Það var svo veturinn 2005 sem ég lét til leiðast og skráði nafn mitt á svotilgert rafrænt eyðufyllingarform. Satt bezt að segja hikaði ég ögn áður en ég þrýsti á sendingarhnappinn. Eftir að hafa gengið með Baggafólki nú í nokkra daga ákvað ég að halda þessa litlu viðkynningu á sjálfri mér og vona að ég hafi ekki ruðst inn á skítugum skónum. Ég hafði til að mynda afar gaman af útihátíðinni um helgina! Verst að hafa misst af Lúdó og Stefáni.

   (3 af 3)  
2/12/04 01:02

Þarfagreinir

Vertu velkomin, en mundu bara að þú hefur hér með fyrirgert sálu þinni.

Vonandi hefur þú bara gaman af þessu engu að síður.

2/12/04 01:02

Limbri

Vá... ég er orðlaus. Þvílík fegurð. Þvílík reisn. Þvílík kona !

Má ekki bjóða þér í kaffi og með því ?

-

2/12/04 01:02

Nornin

Velkomin kæra Montessori.
Ég er sammála Limbra í einu og öllu. Við kannski skellum saman í kaffisamsæti?

2/12/04 01:02

Montessori

*Roðnar*

2/12/04 02:00

hundinginn

Hjartanlega velkomin. Viltu ost?

2/12/04 02:01

Dr Zoidberg

Vertu velkomin Montrasssori, ég hef ekkert ætilegt meðferðis en fáðu þér endilega eitthvað af velgjörðunum sem samferðarmenn mínir hafa að bjóða.

2/12/04 02:01

Vímus

Velkomin Montessori! Ég er ekkert að bjóða þér úr smákökuboxunum mínum:

2/12/04 02:02

Finngálkn

Viltu sjá á mér teppið?

2/12/04 02:02

kolfinnur Kvaran

Hér er á ferð kvenmaður sem stígur í vitið. vertu velkomin!

2/12/04 03:02

Heiðglyrnir

Kæra Montessori, velkomin og vonandi áttu eftir að njóta vel.

Montessori:
  • Fæðing hér: 21/1/05 20:58
  • Síðast á ferli: 29/4/14 23:38
  • Innlegg: 117
Eðli:
Heilsteypt manneskja við hestaheilsu. Veisluglöð og smábeinótt með eindæmum.
Mottó: Allt er gott í hófi.
Samkvæmt kínveskri stjörnufræði er ég loðinn ferfætlingur.
Fræðasvið:
Sérdeilis fróð um skepnur er kenndar eru við manninn og afkvæmi hennar.
Æviágrip:
Fæddist og ólst upp með sóma á vestanverðum höfuðstaðnum.