— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/07
Einu sinni var...maðurinn

Alvarleg misnotkun á félagsriti.

En...næstkomandi laugardag, 19. janúar 2008 hefjast endursýningar á hinum frábæru þáttum Einu sinni var...maðurinn (Il était une fois... l'homme).

Til að félagsritið sé ekki algjör sóun á plássi má geta þess að þættirnir voru framleiddir árið 1978 af franska fyrirtækinu Procidis og eru hugarfóstur Alberts nokkurs Barillés. Hann er einnig maðurinn á bak við hinar Einu sinni var... seríurnar fimm; Lífið, Geimurinn, Ameríkurnar, Uppfinningamenn og Landkönnuðirnir. Eftir því sem ég best man voru þættirnir um Ameríkurnar og Landkönnuðina ekki sýndir hér á landi, en vel er mögulegt að mér skjöplist.

Tónlistin er sér kafi, en hún var samin af Michel Legrand. Hann er afkastamikill lagahöfundur og hefur m.a. hlotið þrenn Óskarsverðlaun, þar af ein fyrir lagið Windmills of your mind úr kvikmyndinni The Thomas Crown Affair árið 1968.

Ég veit að stór hópur Gestapóa man eftir þessum þáttum, svo nú er bara að rífa sig á lappir á skikkanlegum tíma og planta þeim börnum sem eru tiltæk fyrir framan sjónvarpið.

Fyrsti þáttur af 26 verður sýndur laugardaginn 19. janúar klukkan 10:00 í Ríkissjónvarpinu.

   (4 af 43)  
1/12/07 14:02

Ríkisarfinn

R.Ú.V Rúlar, það hef ég ávalt sagt.

1/12/07 14:02

Tigra

Hey ég þarf einmitt að rífa mig upp hvort sem er og sækja systur mína á flugvöllinn! Verð örugglega komin heim aftur fyrir 10!
[Ljómar upp]

1/12/07 14:02

Hóras

Afhverju er Fróði með fálmara? [Klórar sér í hausnum]

1/12/07 14:02

Furðuvera

Ahh... meir að segja ég man eftir þessu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt þegar ég var pínulítil, en bara þættirnir um lífið, geiminn og risaeðlur heilluðu mig. Mér var alveg sama um nýlegri sögukennslu eins og Ameríku og landkönnuði... það hefur víst alltaf blundað í mér vísindamaður, ekki sagnfræðingur.

1/12/07 14:02

Útvarpsstjóri

Ég er stoltur meðlimur félags sem nefnt er í höfuðið á Fróða.

1/12/07 14:02

Hóras

Þá hlýtur þú að vita þetta með fálmarana, ekki satt?

1/12/07 14:02

Nermal

Öndvegisþættir. Man eftir þeim í svart/hvítu

1/12/07 14:02

Grágrímur

Segðu mér að það sé þá með talsetningu Guðna Kolbeinns en ekki hörmungarinnar sem var gerð seinna... djöfull varð ég fúll þegar Guðni hætti að talsetja þessa þætti.

1/12/07 14:02

blóðugt

Oh, ég man eftir þessum þáttum! Þeir voru í miklu uppáhaldi. Ég mun pottþétt fara á fætur og horfa á þetta með grislingnum.

1/12/07 14:02

Álfelgur

Ohh ég man svo eftir þessum þáttum! Gott ef ég notaði ekki vitneskju úr þessu í einhverju söguprófi, eins tengdi ég alltaf líffræði mannslíkamans við Lífið, man sérstaklega eftir þættinum þar sem strákurinn stakk sig á rós og fékk í sig bakteríur sem létu hann fá hita og svo komu hvítu blóðkornin og drápu vondu bakteríurnar!!
Ohh sælla minninga...

1/12/07 14:02

Skabbi skrumari

Þér gæti skjöplast... allavega með landkönnuðina, því ég man eftir þeim (nema mér skjöplist alvarlega)... en hvað um það, frábært að þeir verði sýndir aftur... fínir í þynnkunni...

1/12/07 15:00

krossgata

Ahhhh!
[Nostalgíukast]

Að því gefnu að þetta sé útgáfan sem Grágrímur talar um.

1/12/07 15:00

Ríkisarfinn

Sammála krossgötu þar. [Ljómar upp.]

1/12/07 15:01

Tigra

Þetta eru svo frábærir þættir því öllum þótti þeir skemmtilegir OG börnin lærðu mikið á þessu. Sama hvort það var um sögu, líffræði eða geiminn.
Ég gleymi því ekki þegar eitt taugaboðið datt ofan í holuna þar sem botnlanginn átti að vera.
[Flissar]

1/12/07 15:01

Dexxa

Ég horfði aldrei mikið á þessa þætti en ég hafði rosalega gaman af því litla sem ég sá..

1/12/07 15:01

Upprifinn

Þetta er eitthvað semsæri hjá sjónvrpinu til að koma gömlum aðdáendum þáttana á fætur á ókristilegum tíma.
en þeim skal ekki takast að gabba mig.

1/12/07 15:02

Nornin

Víííííí!
Ég ætla að fara og kaupa upptöku DVD spilara núna strax svo Bebe geti horft á þessa snilldar þætti eftir nokkur ár!

1/12/07 15:02

Lopi

Fyrstu Einu sinni var þættirnir voru mér ógleymanlegir.

1/12/07 16:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

[Kyrjar af öllum lífsogsálarkröftum, klappar
& stappar rétteinsog á handboltalandsleik]

GU-U-UÐNI KOLBEINS !
[Klapp-klapp, klapp-klapp, klapp]

GU-U-UÐNI KOLBEINS !
[Klapp-klapp, klapp-klapp, klapp]

[Endurtekið oftogmörgumsinnum, helst með sneriltrommu]

1/12/07 16:00

Ríkisarfinn

{Mætir mað sneriltrommu og slær með og syngur}
GU-U-UÐNI KOLBEINS !
GU-U-UÐNI KOLBEINS !

1/12/07 16:00

krossgata

Það sem þeir ^ sögðu.

1/12/07 16:00

Amelia

Amen! [Stillir vekjaraklukkuna]

1/12/07 16:01

Texi Everto

Dúfnabær - Pósturinn Páll - Sú kemur tíð!!!

1/12/07 19:00

Offari

Ég mæti

1/12/07 20:00

Jóakim Aðalönd

Ég líka!

1/12/07 20:01

Tina St.Sebastian

Iss, etta var ekki Guðni. Samt skemmtilegt...fyrir utan myndtruflanirnar.

1/12/07 20:01

Texi Everto

Já sást þú líka myndtruflanirnar? Ég hélt þetta væri bara hesturinn minn að narta í loftnetið. Kannski komst hann í fleiri loftnet...

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006