— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Húsnæðisleit

Ég er að leita mér að húsnæði. Því miður virðist verðlagning á leiguhúsnæði helst miðuð við bankastjóralaun.

Ég fékk samþykktar sérstakar húsaleigubætur, sem þýðir að ég fæ 30.000 krónur af 80.000 endurgreiddar. Það er hins vegar hægara sagt en gert að finna húsnæði á því verði. Ég splæsti í mánaðaráskrift að Leigulistanum, hvar ég rakst á svakalega góða díla; 25 fm herbergi í Breiðholti á 75.000 á mánuði, 27 fm stúdíóíbúð á 90.000 og 50 fm stúdíóíbúð á 140.000. Þetta er aðeins of dýrt fyrir mig.

Hvað gera bændur þá? Auglýsingar blaðanna virðast hafa svipaðan markhóp - bankastjóra - og leiga.is er bölvað drasl. Nú spyr ég eins og fávís kona í barnsnauð: hver ákveður þessi verð? Hefur einhver efni á að leigja yfir höfuð?

Auk þess gerir féló þá kröfu að leiguverð sé "raunhæft", sjálfsagt til að fólk fari ekki að leigja sér einbýlishús á milljón. Vandinn er bara að verðið á leigumarkaðnum í dag er ekki raunhæft.

   (8 af 43)  
31/10/06 04:01

hvurslags

Hér í Kína leigi ég 220 fermetra íbúð á 10.000 kall. Viltu ekki bara kíkja hingað austur?

31/10/06 04:01

Anna Panna

Hver ákveður þessi verð? Fólkið sem talar um hvað það er dýrt að leigja.
Umræðan leiðir oftar en ekki til þess að þeir sem eru þó að leigja á sanngjörnu verði, halda að þeir séu að missa af einhverju af því að einhver annar fær 10.000 kalli meira fyrir íbúðina sína og þannig keðjuverkast þetta fram og til baka.
Auðvitað er þetta ekkert nema græðgi, þótt húsnæðisverð sé hátt þá réttlætir það engan vegin þetta fáránlega verð, það leiðir bara til þess að vanskil aukast og hvað er unnið með því?

Ég veit reyndar um eina manneskju sem er tilbúin til að leigja út sæmilegt kjallaraherbergi í blokk langt undir markaðsverði einfaldlega af því að sá aðili vill frekar fá góðan leigjanda heldur en bara einhvern sem borgar honum peninga. Það finnst mér að fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.
Svo las ég á einhverju bloggi í gær (þori ekki að sverja fyrir sannleiksgildi sögunnar) um ungan mann sem keypti sér sína fyrstu íbúð, frétti svo af barnafjölskyldu (óskyldri honum) á hrakhólum og bauð fólkinu íbúðina þar til það kæmi undir sig fótunum, flutti svo bara aftur heim til mömmu á meðan. Ég fékk gæsahúð við lesturinn og vona svo innilega að þessi saga sé sönn því það vantar pottþétt fleira svona fólk í heiminn...

31/10/06 04:01

Litla Laufblaðið

Ég er með 60 fermetra í hjarta Köben á 60þús kall á mánuði með öllum hita og rafmagni og vatni.

31/10/06 04:01

Dula

Hefurðu skoðað leiga.is, þar eru mörg herbergi til leigu fyrir undir 40 þús.

31/10/06 04:01

B. Ewing

Það er því miður, eins og kerlingin sagði, alveg ferlega dýrt að vera fátækur.

31/10/06 04:01

Grágrímur

Ég er að leigja nokkuð stórt herbergi með baði og eldhús... kima á 30.000, vinur minn í danmörku leigir 90 fm á 45.000...
það er eitthvað bogið...

31/10/06 04:01

Texi Everto

Það er hellingur af gömlum perrum sem væru til í að leyfa þér að búa frítt hjá sér gegn smá greiða endrum og sinnum. Þá gætirðu notað 30þúsundkallin frá Féló til að drekka og dópa. Himnaríki!

31/10/06 04:01

Tina St.Sebastian

Dula: Þetta þarf að vera stúdíó með sér baðherbergi - eða stærra. Auk þess sem ég er með herbergi hér...

Texi: Ekki alveg.

Litla og hvurslags (og vinur Grágríms): damn yous. Damn yous to heck!

31/10/06 04:01

Þarfagreinir

Ég skil ekki þetta verðlag. Engan veginn. Er virkilega svona eftirsóknarvert að búa á þessu skeri? [Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann]

31/10/06 04:01

krossgata

Ég skil ekki verðlag á Íslandi sama hvort það er leiga á húsnæði eða mjólkurpotturinn.

31/10/06 04:01

Útvarpsstjóri

Fyrr á árinu fórum við konan að leita okkur að leiguhúsnæði hér í á höfuðborgarsvæðinu og eftir að hafa skoðað markaðinn í hálftíma hættum við við. Við vorum hins vegar svo heppin að stjúppabbi konunnar bauð okkur að kaupa 20% í íbúð á móti okkur og þannig fengum við lán fyrir öllum okkar hluta og borgum mánaðarlega á að giska 35-40% af því sem það myndi kosta að leigja svipaða íbúð.

Það er eitthvað mikið að á húsnæðismarkaðnum.

31/10/06 04:01

Tígri

Þetta land er á hraðferð til helvítis.

31/10/06 04:01

Huxi

Reyndu að kaupa, það er alltaf ódýrara. Annars er það bara Flateyri, Raufarhöfn eða Köbenhavn..

31/10/06 04:01

krumpa

Að kaupa er ekkert endilega ódýrara (þó það sé skynsamlegra til lengri tíma). Af 17 millu láni (fæst ekkert á undir því verði) þarf að borga 100þús á mánuði plús stimpil og lántökugjöld (kannski 500þús) plús tryggingar plús fasteignagjöld. ....
Svo að í einhverjum tilvikum eru OKURLEIGUSALARNIR bara rétt að hafa fyrir kostnaði.
Annars er þetta allt bönkunum að kenna.

31/10/06 04:02

Herbjörn Hafralóns

Allir til Kína!

31/10/06 04:02

albin

Ég er einmitt líka að leita mér að húsnæði. Leitin gegnur afar rólega einmitt vegna þess að blessuð verðin eru út úr kú.

31/10/06 04:02

Tina St.Sebastian

Flytjum þá bara öll saman í Gestapókommúnu.

31/10/06 04:02

Jarmi

Snautaðu bara til Köben eins og annað vitiborið fólk. Þar er líka hægt að kaupa bjór í sjoppum... á kvöldin... um helgar... fyrir slikk.

31/10/06 04:02

Tina St.Sebastian

Það er planið...á endanum. En fyrst þarf ég að eignast pening, og mig langar ekki að búa í moððerfokking Breiðholtinu lengur.

31/10/06 04:02

Hakuchi

Þetta er að húsnæðismarkaðnum: Framboð<Eftirspurn.

Lánsfé varð tímabundið minna dýrara (og ódýrara í útlöndum) á Íslandi með innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn. Afleiðingin var aukin eftirspurn sem enn er í blússandi svíngi og er framboðið fyrst nú að ná áttum (tekur tíma að búa til hús). Leigumarkaðurinn er afleidd stærð af húsnæðismarkaði, ergó svínslega há leiga. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur húsnæði um allan hinn velmegandi heim hækkað í verði. Ísland er ekki einu sinni í efstasæti í hækkunarokri, þó erfitt sé að ímynda sér það. Ég held að húsnæði hafi hækkað enn meira í Köben að undanförnu, í það minnsta las ég um svínslegar hækkanir þar í borg.

Á hinn bóginn má vera að hvers kyns leigubætur eða opinber aðstoð við leigulifnað sé lélegur hér á landi miðað við leigumiðuð Evrópuríki (Ísland er húseignarmiðað).

Kauptu þér tjald og prímus. Sparaðu og bíddu eftir hruninu.

31/10/06 04:02

Vímus

Þarftu þetta húsnæði strax?
Ég sendi þér frekar einkapóst.

31/10/06 05:00

Jóakim Aðalönd

Ég keypti mína fyrstu íbúð í sumar. Það var reyndar einbýlishús með risastórum garði og 40 fm. bílskúr. Ég leigði slotið pólsku pari með litla stelpu fyrir 80.000 á mánuði. Þau eru voðalega lukkuleg. Ég líka.

31/10/06 05:00

Jóakim Aðalönd

Ég held áfram að búa í 6 fm. herberginu mínu vestur í bæ og borga miklu minna fyrir það, þrátt fyrir að ég megi nota allt í íbúðinni...

31/10/06 05:00

Tígri

Köben er rándýr og lítið skárri en Reykjavík þó það sé ódýrara að lifa í Dk. Langbest að flytja út á Jótland suður með ódýrar matvörur í Þýskalandi og 3 kassa af öli á grensunni á innan við 100 kall danskar.

31/10/06 05:01

Jarmi

Ekki skíta á þrumuna mína kattaróféti!

31/10/06 05:01

Tina St.Sebastian

"Köben er rándýr"

Þú líka.
[Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri]

31/10/06 05:01

Texi Everto

Þú ættir að tala við lögguna - þeir eru með fólk sem sérhæfir sig í húsnæðisleit.

31/10/06 06:01

Vestfirðingur

Þegar ég var í leigubransanum tók ég alltaf það ódýrasta sem var næst vinnunni. Þetta var allt frá iðnaðarhúsnæði og niður í holur sem voru rifnar daginn eftir að ég flutti út. Besta dílinn gerði ég þegar ég leigði hús með nokkrum öðrum. Þó allir hefðu bara herbergi var ýmisilegt sameiginlegt sem maður fær aldrei í bílskúrum eða herbergiskytrum.

31/10/06 07:02

Hakuchi

Vestfirðingur, ertu Chandler?

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006