— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 3/12/06
Einstök vefdagbók

Vér höfum hafið útgáfu nýrra vefdagbóka.

Mun önnur þeirra verða að mestu nýtt til útgáfu gáfulegra pælinga um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni, en hin (þó virk sé) verða nokkurs konar minnisvarði um væntanlega ferð vora um Evrópu. Teljum vér báðar dagbækurnar nokk vel ritaðar, og er Gestapóum velkomið að tjá sig um innihald og efnistök.

Biðjumst vér velvirðingar á eiginhagsmunapoti þessu.

   (12 af 43)  
3/12/06 18:01

Dula

heyrðu ég á alltaf eftir að koma og ná í egil snæ

3/12/06 18:01

Billi bilaði

Varðandi tannapistilinn þinn: Hefurðu prófað þjónustuna hjá tannlæknadeild HÍ? Eða taka þeir ekki að sér stórar aðgerðir?

3/12/06 18:01

albin

Hvernig geta tvær vefdagbækur verið Ein stök vefdagbók?

3/12/06 18:01

Billi bilaði

Er það ekki "Eins tök"? [Klórar sér í höfðinu]

3/12/06 18:01

Jóakim Aðalönd

Ég ætlaði að setja inn athugasemd við ferðavefbókinni, en sé ekki að ég geti það. Ég set það þá inn hér:

Ekki vera hrædd um að fara ein. Í raun: Farðu ein. Það er miklu betra. Þegar þú ferðast með öðrum, þarftu að spyrja viðkomandi þegar þig langar að gera eitthvað og fleira í þeim dúr. M.ö.o. þú hefur nánast endalaust frelsi þegar þú ferðast ein. Ég þekki bæði tvennt og mig langar ekki par að ferðast sem par (hvað þá fleiri...). Svo neyðistu líka til að tala við fólk af erlendum uppruna á ferðum þínum, því þú hefur engan annan að tala við, nema sjálfa þig. Reyndar er það ekkert slæmt í hófi, en þegar þú hefur ferðafélaga sem talar íslenzku, sækirðu ósjálfrátt í það frekar en að tala við annað fólk sem er miklu betri reynzla. Þú getur alltaf talað við vini þína og fjölskyldu, en þegar þú ert á ferðalagi, er eina tækifærið til að tala við fólk annars staðar frá.

Góða ferð!

3/12/06 18:01

dordingull

Þú ásamt bloggvinum þínum, svo og sumir af þeirra vinum, hafa nú haldið mér við lestur í nokkra klukkutíma. Ekki svo ég sjái eftir þessum tímum þar sem ég hef haft stórgaman af.
Ekkert af þessu hafði ég séð áður nema Alvöru Galdra, en er nú sennilega fastur í (á) netinu.

Heimur netsins er um margt merkilegur og opna þeim sem á annað borð vilja ,,sjá" nýa vídd.
Á Baggalút t.d. hangir saman ákveðinn kjarni einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun á öllum aldri í sameiginlegum hugarheim gamans og alvöru.

Svo ólík sem skrif ENTERS um auðkennislykilinn og bloggið þitt ,þóf, eru, þá er hvortveggja eins og útprentun af þankagangi miðaldra köngurlóarapa. [Ljómar upp]

3/12/06 18:01

Billi bilaði

En mætti ekki líka skrifa þetta sem félagsrit?

3/12/06 18:01

dordingull

Gagnrýnið félagsrit um dagbækur þá? [Glottir við tönn]

3/12/06 18:01

Regína

Nú þarna eruð þið þá!

3/12/06 19:01

B. Ewing

Átti aðra dagbókina og hef nú bætt hinni inn á tenglalistann minn [ljómar upp]

3/12/06 23:02

Rattati

Það er alltaf langbest að ferðast einn.

3/12/06 23:02

Tina St.Sebastian

Önnur er einstök, hin er það ekki. Ég verð ekki ein, hvort sem því ætti að fylgja "því miður" eður ei.

4/12/06 00:00

Jóakim Aðalönd

Því miður.

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006