— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/06
Ódýrt sölutrikk - listi

Í boði Shameless Pimping Corporation.

Planið er að fara á Interrail-tripp í sumar, og ég er blankari er kirkjumús (sem virðast vera fátækari en flestir, sé eitthvað að marka engilsaxnesk orðatiltæki) og þarf því að eignast peninga. Þar kemur þú inn í myndina, kæri lesandi. Þú hefur nefnilega mikinn áhuga á tónlist/lestri góðra bóka, og langar til að bæta við safnið.

Til sölu er eftirfarandi:

Geisladiskar, flestir í mjög góðu ástandi - 500 krónur stykkið (ath. magnafslátt)
Bækur - 100-800 krónur stykkið

Koma svo fólkar! Hvernig væri að nota þetta gullna tækifæri til að eignast klassíska tónlist með helstu snillingum 20. aldarinnar eða skemmtilega reyfara á verði sem þú finnur hvergi (nema í Kolaportinu) og hjálpa mér aðeins í leiðinni?

Ef þetta heppnast gætuð þið losnað við mig í margar vikur, og síðan fengið að hlæja að óförum mínum í úglandinu um ókomin ár!

Hafið samband í gegnum athugasemdakerfið, rafpóst eða einkapóst, og fáið nánari upplýsingar um þetta einstaka tækifæri!

Ji hvað ég er mikil hóra.

--
Þetta eru að stórum hluta safndiskar: 50's, 60's, 70's, Heyrðu, Pottþétt (don't judge me) svo eru þarna nokkrir með Waits. Annars er þetta svona sitt lítið af hverju; Jagúar, Egill S, múm, Meat Loaf, Queen, Death in Vegas, Green Day, Nick Cave, Pink Floyd, Dylan, Elvis Costello, Bloodhound Gang, Kraftwerk, Alisha's Attic, U2, Guano apes, Gorillaz, Beck, Metallica, Robbie Williams, Lennon, Geirfuglarnir, Smiths, Bent & 7berg, Poison, Denis Leary, maus, Maiden, Bond, Cohen, Iommi, Travis. Og eitthvað fleira.

   (14 af 43)  
2/12/06 20:01

Megas

[Tekur tilboðinu sem fram kemur í síðustu línunni]
500kall líka er það ekki?

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Jú, per mínútu. Ekki jafn vel farið og diskarnir og bækurnar samt.

2/12/06 20:01

Jarmi

500x15 = 7500 = sæmilegt verð bara. Ætti að vera nóg að gera hjá þér um leið og þetta spyrst út.

2/12/06 20:01

B. Ewing

Spurning hvort fylla ætti í eyður á gesladiskasafninu... [Starir þegjandi á stóra geisladiskavegginn]

Spyr dömuna mína álits...

2/12/06 20:01

Nornin

Jámmsí.
Ég skal styðja þig í þessu framtaki væna.

Við Ewing kíkjum á þig í sameiningu á miðvikudagskvöldið ef það hentar þér fröken Sebastian.

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Gott mál. Ertu ekki með símann hjá mér?

2/12/06 20:01

krumpa

Jájá - ég kem bara líka þá - nema hvað ég veit ekki hvað þú heitir, hvar þú býrð og á takmarkaðan pening sjálf. Góð hugmynd samt!

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Ekki læturðu svona smámuni stöðva þig?

2/12/06 20:01

Lopi

Hmm..mér finnst geisladiskasafnið hjá mér vera orðið ansi einhæft. Þetta er kannski of mikil nýbylgja fyrir mig. Kannski að þú sendir mér dæmi af því hvað þú átt. Ég hlusta á allt nema ef það er og hart. Lopi er nefnilega mjúkur en hann er líka smá stingandi.

2/12/06 20:01

Dula

Egill S er MINN takk fyrir. Ég skal kaupa hann af þér .

2/12/06 20:01

krumpa

Who the??
En áttu eitthvað með Hvanndalsbræðrum?
Annars hljómar þetta nú skrambi vel - en hvernig eru bækurnar?

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Bækurnar eru þessir lélegu reyfarar sem enginn nennir að lesa oftar en einu sinni, og kannske eitthvað meira djúsí þegar ég nenni að grisja betur flóðið í geymslunni. Svo gæti eitthvað skemmtilegt leynst í hillunum inni í herbergi. Það verkefni vex mér dálítið í augum akkúrat núna, enda fer öll orkan í að halda meðvitund sökum svefnleysis.

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Og Dula mín, ég skal sérmerkja Egil fyrir þig, svo enginn laumi honum í burtu.

2/12/06 20:01

Dula

Takk fyrir Tina mín

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006