— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/05
X-Factor

Hver semur þetta kjaftæði?

Nú er aldeilis byrjað að plögga þetta eldriborgaraædol, og í auglýsingunum kemur m.a. fyrir þessi frábæra setning:

Miklu stærra en Idol í Bretlandi!

Í fyrsta lagi: Hvað þýðir stærra? Fjölmennara? Vinsælla? Dýrara? Allt þetta kannske?

Í öðru lagi: Uppbygging setningarinnar er meingölluð. Er átt við að í Bretlandi sé X-Factor vinsælla en Idol? Eða meina þeir að íslenzka útgáfan sé stærri í sniðum en brezka Idolið?

Þetta minnir mig á bílaauglýsinguna þar sem fram komu þær afar gagnlegu upplýsingar að bílinn væri "einn sá vinsælasti í sínum flokki í Bandaríkjunum"
Davíð Þór Jónsson reit ágætis pistil um þetta fyrir nokkru síðan, svo ég hvet ykkur til að lesa hann í stað þess að reyna að böggla einhverju saman sjálf, enda yrði það bara umorðun á hans pistli.

   (21 af 43)  
1/11/05 05:01

Ríkisarfinn

Davíð Þór er ávalt góður, hann líka svo orðheppinn.

1/11/05 05:01

Fuglinn

Sama bullið er líka notað til að auglýsa kvikmyndir; stærsta mynd sumarsins!
Svo fer maður í bíó og myndin er bara alveg jafn stór og allar hinar myndirnar sem maður sér.
Geta þessir fávitar ekki bara sagt vinsælasta mynd sumarsins eða fjölsóttasta?

1/11/05 06:01

Þarfagreinir

Ef að maður raðar stafrófinu lóðrétt, þannig að A er neðst, síðan B, og svo framvegis, og staðsetur síðan orð eftir því hver upphafsstafur þeirra er, þá er X-Factor auðvitað töluvert hærra uppi (og því stærra) en Idol.

Kannski er átt við þetta ...

1/11/05 06:01

Myrkur

þetta er stærðfræði að sjálfsögðu... þar sem A er minna en X. Þanig að X er stærra en A. formúlan er A<X= factor. X Factor. Eða er það ekki?

1/11/05 07:02

Blástakkur

Þarna hlýtur að vera átt við keppendurna. Keppendurnir eru þá samkvæmt þessu feitari og/eða hávaxnari.

1/11/05 18:02

Gillaume Bastart

Er ekki algengt að auglýsa amerískar (lesist bandarískar) kvikmyndir hér á landi sem ,,stærsta mynd ársins" í bandaríkjunum? Hvað þýðir ,,stærsta mynd ársins"? Lengsta filman? Þyngstu leikararnir?

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006