— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Klipping

Þú heldur að vinir þínir séu gáfaðir. <br /> Þú heldur að þeir séu allt annað en grunnhyggnir. <br /> Prófaðu að raka á þér höfuðið.<br /> <br />

Ég rakaði af mér allt höfuðhár um daginn (líka skeggið), og viðbrögðin sem ég fékk voru;

a) Svo...þú vilt sumsé ekkert fá að ríða? (Besta vinkona mín)
b) Je minn eini, krakki, hvað gerðirðu við hárið á þér!? (Mamma)
(N.B. Rétt svar er: "Henti þvi í ruslið")
c) Aaaaaaaaaaaaahhh! Hvað? Ha!? (Nágranni minn)
d) Varstu að gerikkað vi hárið áðér? (Dópaði nágranninn minn)

Gamlar konur munu frussa í átt að þér í strætó. Það er ekki skemmtileg upplifun.
Gamlir menn öskra "Láttu þér vaxa hár, hippinn þinn!"
Ég var að bíða eftir strætó í gær þegar bíll ók framhjá. Í honum voru nokkrir ungir men (væntanlega eldri en sautján ára). Þeir hægðu á ferðinni og bentu á mig. Ég lést ekki sjá þá.
Síðan bökkuðu þeir, óku enn hægar að mér, stoppuðu síðan og bentu og hlógu. Ég ákvað að láta þá heyra það, svo ég öskraði að bílnum;
"Hvernig dirfist þið að gera grín að mér!? Hvernig er samfélagið orðið ef kona má ekki velja sér hárgreiðslu án þess að einhverjir hálfþroskaðir hnakkar geri sér far um að niðurlægja hana á almannafæri? Hvað haldið þið að mæður ykkar myndu segja ef þær sæju til ykkar núna?"

Allt þetta öskraði ég að vesalingunum í bílnum...eða ætlaði að gera það. Í staðinn öskraði ég eins hátt og ég gat "Ég er með krabbamein, fíflin ykkar!" og hljóp í burtu.

Þetta ætti að kenna þeim.

   (28 af 43)  
2/12/05 15:00

albin

Hvað er að þér... ég raka oft af mér allt höfuðhár (2-3 í mánuði hið minnsta). Það er ekki eins og þetta sé eitthvað mál. Og ekki fæ ég neitt minna fyrir vikið. (hvað er annars minna en ekkert?)

2/12/05 15:00

Þarfagreinir

Fjandans krakkaskrattar. Ég varð nú fyrir því um daginn að nokkrir slíkir í einhverjum litlum asnalegum bíl keyrðu upp að mér þar sem ég var á gangi. Afturhurðin opnaðist og einn þeirra hreytti í mig einhverju mjög ókennilegu með einni þeirri ógreinilegustu og hvellustu röddu sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég skildi ekki orð af þessu, en tónninn gaf það til kynna að meiningin var að þetta væri móðgandi. Ef ég hefði ekki verið með rauðvínsflösku og einhverja pappíra í fanginu hefði ég kannski veitt guttanum spark í fés, en því miður neyddist ég til að gera nákvæmlega ekki neitt. Ekki getur maður nú svarað því sem maður skilur ekki.

2/12/05 15:00

Texi Everto

Argasti dónaskapur að góla svona á eftir fólki. Ég lent síðast í þessu í dag, en þá gerðu pólskir verkamenn hróp að mér, líklegast vegna hettsins og sporana.
Ég sá mér ekki seinna vænna en að hvetja hann Léttfeta minn til dáða og fljótt sá ég þá ekki lengur fyrir jóreyknum.
Ótrúlegt lið.

2/12/05 15:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er einmitt klippingin sem ég nota. Það minnir mig á það. Ég þarf að koma við á rakarastofunni á morgun...

2/12/05 15:00

Skabbi skrumari

Já það minnir mig á það... þarf í klippingu, ætli maður fari ekki að dæmi þínu og raki þetta helvíti bara af...

2/12/05 15:00

Jarmi

Er enginn búinn að bera á þig kynvillu?

2/12/05 15:00

Sjúrður undir Vørðubrekku

Mær dámar skallutar gentur sera væl. Men hvussu er tað, hevur tú eisini barberað fittuna?

2/12/05 15:00

Offari

Þetta fer þér bara vel.

2/12/05 15:01

Grýta

Húrra fyrir þér Tina!

2/12/05 15:01

Hexia de Trix

Hva, þú segist bara hafa dottið í tímavél og lent á árinu 1990 þegar ofspilaðasta lagið var hvaððanúafturheitir lagið með Sinéad O'Connor... [Flissar]

2/12/05 15:02

Finngálkn

Íslendingar eru illagefin slefandi mistök sem á að eyða eins og hverjum öðrum meindýrum. Prófaðu að vera kallmaður með sítt hár í fuckin millistéttarfjölskyldu! - Ertu hommi? - Guð, hann sem var svo myndarlegur og snyrtilegur ungur maður! - Ætlarðu nú ekki að fara að drífa þig í klippingu drengur...? - En það besta við þetta allt er að þeir sem hafa djöflast mest í manni eru flestir komnir með fyrirfram skalla og einn orðinn gráhærður... Hefndin er sæt.
Annars áttu bara að fara að hrækja á fólk eða sína þeim sköpin.

2/12/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Finngálkn hefur talað.

2/12/05 16:01

krumpa

Mig langar einmitt svo til að raka á mér hárið...þá losnar maður við allt hárgreiðsluvesen, flösu og önnur leiðindi. Veit að viðbrögðin væru samt svipuð og þú fékkst... Nema við stofnum bara klúbb!

2/12/05 16:01

Aulinn

Ég hef lengi velt þessu fyrir mér, þar sem ég er mikill uppreisnaseggur... hver veit.

2/12/05 17:01

Jerusalem

Bara cool að vera krúnrakaður, ég var það í um 3 ár. En núna er kominn tími til að láta hárið vaxa og það er böl.

2/12/05 18:02

dordingull

Féll fyrir þeirri djörfung og þeim uppreisnaranda sem þú sýndir með múnderingunni og hanakambnum á árshátíðinni.
Ef þú stundar uppátæki sem þessi þá er örugt að þeir heilalausu telja sig hafa fundið skotmark og þó ég mæli ekki með þeim aðferðum sem uppáhaldið mitt Finngálkn leggur til, þá mættir þú þó allavega múna þá.

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006